Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 4
104 HEIMILISBLAÐIÐ efstur, fjarst jörðu (»Skatyrnir stendr skýjum efri, sá er utan um alla heima«). Ptolomæus byggði hugmynd sína á heimsslcoðun hins gríska heimspekings Aristótelesar, kennara Alexanders hins mikla (d. um 330 f. Kr.). Stóð sú kenn- ing óhögguð allt til þess er Nikulás Kóp- ernikus kollvarpaði henni með riti sínu um »Gang himintunglanna«, er gefin var út í Niirnberg 1543; vaktist þá upp hver af öðrum til að athuga stjörnuheiminn betur. En þeir fengu eigi lokið honum upp með berum augunum. Pó hafði Moestlin, kennari hins fræga stj'arnfræðings J. Keplers, svo hvassa sjón, að hann gat greint 14 stjörnur í Sjöstjörnunni og mark- að 11 af þeim á stjörnubréf. Nú fór margan forvitinn að gruna, að stjörnuheimurinn mundi ekki vera allur, þar sem hann væri séður. En hvernig átti að komast að raun um það? En nú vildi skaparinn, að mannkyninu skyldi eigi vera ókunnugt um niðurröðuu hans í stjörnuheiminum um aldur og æfi; hann vildi svala hinni nývöknuðu for- vitni hinna sannleiksleitandi manna. Það voru ólærðir gleraugnasmiðir í Middelberg á Sælandi (Zeeland) í Hol- landi, sem skaparinn valdi til þess að finna upp verkfæri, sem nota mætti til að sjá fjarlæga hluti. Og um aldamótin 1600 eru þeir farnir að nota þessi verk- færi og kölluðu kíki og er það orð talið vera oregið af orðinu keikur, þ. e. sá, sem kastar höfði á bak aftur (til að sjá það- sem er fjarri eða ofar honum sjálfuni)- Sjónglerjasmiðirnir hollenzku voru cngu' ritsnillingar. Þeir lýsa hvergi þessari upp* götvun sinni; hafa heldur ekki verið ser þess meðvitandi, að hún væri jafn mikiÞ væg og hún reyndist. Er því með öllu óvíst, hver þeirra hafi fyrstur uppgötvaö þessa nýung. Gleraugnagerðin var orðin gömul þar í landi; má því furða þvkja, að enginn skyldi hitta á það fyrr, hvað gerðist, ef horft væri í gegnum tvö sjón- gler með hæfilegu millibili. En þegar það var fundið, þá lá nærri að búa til tvan' sjónpípur og smeygja hvorri innan í aðra. Það eitt er víst um uppfundningu þessa, að í skjalasafni Irollenzku stjórnarinnav hefir fundizt bréf, ritað 2. okt. 1608, þaf sem stjórnin svarar umsóknarbréfi frá Jó- hannesi Lippershey, sjónglerjasmið 1 Middelburg; hafði hann sótt um einka- leyfi til að smíða kíkira eða þá ævinleg't Mynd af sjöstjörnujini. Níu skærustu stjörnun- um eru gefin sérstök nöfn, skammstöfuð á kort- inu: E=Elektra, C=Celæn.o, T=Taygeta, Ma351 Maja, As=Asterope, Me=Merope, A=Alkýone, At=Atlas, P=Plejone.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: