Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 6
106 Um þær mundir (1604) tókst honum að sjá nýja stjörnu í stjörnumerki því, sem nefnist Náðurvaldur (Ophiuchus); and- mælti hann þá þeirri skoðun, að slíkir fyrirburðir væru vígahnettir og sannaði með mælingum (sjónarmun (parallaxis) stjörnunnar), að hún væri langt fyrir ut- an sólkerfi vort. Var þá lengdur kennslu- tími hans við háskólann og árslaun hans hækkuð um 400 krónur. Kom þá svo mik- ill fjöldi manna til að hlýða á fyrirlestra hans, að hann varð stundum að halda þá. . * undir berum himni. Þá var það, að honum barst Lil eyrna fregnin um hollenzka kíkirinn; hefði hann þann eiginleika, að fjarlægir hlutir sýnd- ust nálægir, ef í hann væri horft. Sagt var, að frumsmiðurinn að þeim kíki hefði verið Metius Adriaan frá Alkmaar (1571 —1635), stærðfræðingur og stjörnufræð- ingur, einn af lærisveinum Tyge Brahe’s, hins fræga danska stjörnufræðings (d. 1601). Galilei hvarf nú aftur frá Feneyjum til Padova og hugsaði nú ekki um annað en þessa nýung og var að, þangað til hon- um tókst sjálfum að búa til kíki; setti hann sjóngler saman á ýnrsa vegu, þang- að til honurn tókst sjálfum að finna þenn- an leyndardóm. Fyrsti kíkirinn þrístækk- aði hlutina. Þessi kíkir var í fyrstu ekki annað en organpípa úr blýi; var kúpt sjóngler í öðrurn enda hans, en íhvolft í hinum. Fór hann nú með kíki sinn til Feneyja og fengu færri að sjá hann en vildu. Öldungaráð borgarinnar veitti hon- um þá kennarastöðu við háskólann í Pa- dova að nýju, og skyldi hann nú hafa 2000 krónur að árslaunum. Skömmu síðar smíðaði hann annan kíki, sem stækkaði áttfalt og loks hinn þriðja, er stækkaði meira en þrítugfalt. Þá opn- aðist stjörnuheimurinn fyrir honum í allri sinni dýrð; nú sá hann það, sem ekkert mannlegt auga hafði áður litið og þá fyllt- ist hjarta hans »ótrúlega miklum fögn- uði«. Fyrst af öllu athugaði hann tungl- HEIMILISBLAÐIÐ ið og sá þar fyrstur manna fjöll og dah og' sléttur. 1 Sjöstjörnunni sá hann 40 stjörnur, þar sem annars sjást eigi glögíd nema 6. Og loks fann hann tungl JuP1' ters eftir sex nátta athugun (13. jan. 1610) og hugði það vera reikistjörnur. En ekki lét hann það þó uppi fyrr en 22. marz s. á., eftir margítrekaðar athuganir; var hann þá fyrst viss um, að sér hefði ekki missýnst. Allar þessar uppgötvanir sínar birh hann í nýju riti, er nefndist: Stjörnuboð- skapurinn (Siderius nuncius). 15. maí 1618 tókst Kepler að sanna, að þessar »reikistjörnur«, sem Galilei hefði fundið, væru hin 4 tungl Júpíters. Gömlu stjörnufræðingarnir, fylgismeno Ptólomæusar fóru móðgandi orðum um þennan stjörnuboðskap Galileis og vildu engu trúa. Sumir andmæltu hástöfum ÞV1 guðleysi hans, að hann skyldi vera að búa til dali í hina björtu ásjónu tunglsins. Aðr- ir sögðu, að þessi tungl, sem hann Þ**1' ist sjá kringum Júpíter, kæmu ekki ai öðru en glámsýni hans; mundu þau stah' af endurkasti ljóssins. Kennari einn við háskólann í Padova færði þær ástæðm gegn hinum nýju reikistjörnum, að ekki væru til nema 7 tegundir málma, 7 dag' ar í viku og 7 op á höfði manns; ÞeSÍ' vegna gætu eigi til verið nema 7 reik'" stjörnur. Og þegar svo þessum kennai'" var þröngvað til að sjá íunglin sjálfm- 1 kíkinum, bá varð honum að orði, að fyrSl þau sæust ekki berum auguin, þá vær'J þau til einskis gagns, og þar af íeiðand> væru þau ekki til! Galilei hafði einmiU tekið það frarn í boðskap sínum, að "u væri það sýnt, að það væri röng skoðum að Guð hefði skapað allar stjörnur til ÞeSS að »lýsa jörðunni«, eins og ráða mætf' af sköpunarsögu biblíunnar; mun kenn- arinn hafa átt við þetta, er hann sagð' að nýfundnu tunglin væru »gagnslaus«- Það voru þessi ummæli Galileis, sem and' stæðingar hans kölluðu »óguðleg«. — , Klerkarnir unnu ósleitilega að því 'd

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: