Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 9
heímilisblaðið 109 réttarins (1616), fengið staðfestingu páfa á bók sinni með ólöglcgum hætti: hann sé mjög grunaður um villu; þess vegntt krefjist rétturinn þess, að hann afneiti þessari villu og öllum öðrum villudómi með eiði; rétturinn forboði »Samtalsbók< hans, en dæmi hann tii gæzluvarðhalds, ?vo lengi sem réttinum þóknist«. . Að svo mæltu kraup Galilei 't kné og sór með hönd á helgri bók (þ. e. biblí- unni), að aldrei skyldi hann halda fram hreyfingu jarðar né kyrrstöðu sólar, lýsti yfir andstyggð sinni á hinni forboðuðu skoðun, og hét að þola allar þæv skriftir, sem honum kynnu að verða dæmdar til refsingar. Eftir 4 daga dvöl í sölum rétl- arins hvarf svo Galilei aflur til bústað- ar síns iijá sendiherranum. Af réttarskjölunum má því sjá, að ekk: stóð lengi á yfirheyrslunni; þess er líka getið, að vel hafi verið með hann farið, því að hann hafi brátt látið í lilé síga lil að forða sér við báli og brennu. Hin sagan segir. að yfirheyrslan hafi bæði verið löng og slröng og illa hafi vcr- ið með hann farið, rétturinn haft píslar- tæki A'ið hendina lil að ógna honum, ef til kæmi. Þessi saga er ósennileg, þar sem Galilei álti sendiherrann að verndara, var í vinfengi við páfann sjálfan, en páfinn hafði réttinn í hendi sér; aukþess varGali- lei í miklu gengi hjá höfuðklerkum páfa. Hin síðari sögusogn er ef til vill sprott- in af því, að margir hafa síðar fundið Galilei það til ámælis, að hann þorði eigi 3ð hakla sannfæringu sinni, þar sem hann hafði þó sjálfur gert uppgötvanir, sem sönnuðu liana ótvíræðlega; hefir þeinr Þótt hann hafa með því svikið sannleik- ann, hnekkt gildi nýju kenningarinnar í augum almennings og sett smánarblett á sjálfan sig. Honum til réttlætingar hefir svo þessi saga smám saman til orðið. Ot’- ríki og grimmd rannsóknarréttarins, sem öllum var kunn, þótti þá vera bezta sára- hótin fyrir hann. Löngu seinna (1789) var því svo bætt við, að þegar rélturinn var búinn að pína hann til að neita kenn- ingunni nýju með eiði, þá hafi hann stapp- íið fætinum í gólfið og sagt: »Hún snýst samt«. (»E pur si muove!«) Kenning Kópernikusar átti við ramm- an reip að draga. Frumspekingarnir eða skólaguðfræðingarnir risu öndverðir gegn henni, dag'leg reynsla almennings hiót- mælti henni, því að enginn vissi þá, að gufuhvolf jarðar fylgdi henni á snúningi hennar um sjálfa sig, náttúruspekingarn- ir höfnuðu henni, eins og' Descartes hinn frakkneski, eða þeir hæddust að henni, eins og Bacon hinn enski: kvað liann það vera hugmynd eina, órökstudda af rann- sóknum. Ofan á allt þetta bættist svo, að fylgismenn hennar þorðu ekki sjálfir að kannast við hana opinberlega. Gaiilei gekk þar feti fremst, sakir rannsókna sinna, en Jjrast svo kjarkinn, þegar á hólminn kom og líf hans gat verið í veði, ef hann léti ekki undan síga. Hann átti ekki trúarþrek Keplers. Kepler hefði aldr- ei látið nokkurt jarðneskt ofbeldi þröngva sér til að afneita lögmálum þeim með eiði, sem honum auðnaðist að finna. En trú hafði Galilei samt; það yar hún, sem héll honum uppi eftir það, er ham- ingjan sneri við honum bakinu, og veitti honum þrek til að rækja vísindalega starf- semi sína — þó að hann svo missti að lok- um bæði sjón og heyrn, og harmur væri að honum kveðinn — svo að hann dó að lokum starfandi. Svo fór, að Galilei var undir gæzlu rétt- arins, öll þau árin, sem hann átti ólifuð. Þrjú fyrstu áriri var honum sett sú skrift, að hann skyldi lesa hina 7 iðrunarsálma Davíðs einu sinni á viku hverri. Orban páfi reiddist honum, af því að klerkar töldu páfa trú um, að þessi heimslti Simpl- icus, sem væri látinn andmæla, væri hann sjálfur. En annars virti páfi Galilei mik- iis, þrátt fyrir allt og breytti dómi rétt- arins á þá leið, að Galilei skyldi dvelja í nokkurs konar útlegð í Medicea-aldingörð- unum á Pincio-hæðinni í Róm; var þar

x

Heimilisblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4422
Tungumál:
Árgangar:
71
Fjöldi tölublaða/hefta:
561
Gefið út:
1912-1983
Myndað til:
1982
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Jón Helgason (1912-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu: 109
https://timarit.is/page/4700126

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: