Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 11
heimilisblaðið
111
Christiaan Huygens (Hujgens) (1629—
1695), fæddur og dáinn í höfuðborginni
Haag. Hann var lærður maður, en lagöi
1:>testan hug á eðlisl'ræði og stjörnufræði
°g stærðfræði og ýmsar hugvitsamlegar
sniíðar. Með Constantin hróður sínum
lékkst hann við að i'ága sjóngler í kíkira
°g varð leikinn í þeirri iðn; tókst lionurn
nð ])úa til kíkir, sjóngler með nýju lagi,
sem síðan eru við-hann kennd. Kíkir hans
var svo góður, að liann sá, að Saturnus
hafði ekki »vængi«, eins og Galilei hugoi
vera, heldur hauga utan um sig og sömu-
leiðis tókst honum að finna eitt af hin-
um fjórum tunglum Saturnusar. Petta var
árið 1655.
Árið eftir fann hann upp að stilla gang
í stundaklukku með. hengli. Höfuðrit hans
um það efni, Horologium occillatorium)
er merkasta ritið eðlisfræðilegs efnis, sem
til var, allt til þess, er Isac Newton gaf út
hÖfuðrit sitl (Principia).
Loðvík 14. bauð Huygens kostakjör;
ðvaldi hann þá' í París árin 1666—81. Rit-
:|ði hann þá kappsamlega ýmsar greinir,
er lutu að eðlisfræði fyrir frakkneska vís-
indafélagið, þar á meðal um það, að
Ijósið berist í bylgjum, eins og hljóð-
iS, og stendur sú hugmynd hans ó-
högguð enn, þó að eigi þyki hún al-
staðar koma heirn (sbr. ljósvilla). Bylgju
hugmynd hans Ijyggist á því, að ljósið sé
titringur eða sveiflur í fjaðurmögnuðu
efni, sem nefnt er ljósvaki (Æter), og
fyllir allan himingeiminn.
Það var og Huygens, sem fyrstur gerði
hugvitsamlega grein fyrir tvöfalda geisla-
hi'otinu í íslenzkum silfurbergskristöll-
um.
Kíkir-tegund sú, er Galilei fann upp,
er smíðuð enn og kennd við hann. Eu
Uu er hann ekki lengur hafður að stjörnu-
kíki, heldur notaður þar, sem eigi er þörf
tnikillar stækkunar, eins og í leikhúsum;
hykir hann hentugur handkíkir.
Til vísindalegra rannsókna er nú ein-
Söngu hafður kíkir sá, er Kepler sagði
fyrir (1611), hversu gera skyldi. Þeir
Huygens og Newton breyttu honum til
mikilla bóta, einkum Newton, er hann
fann hinn svo nefnda skuggsjár-kíki. Síð-
ast tók hinn frægi stjörnufræðingur J.
Ilerschel við honum, gerði flestar sínar
stjörnurannsóknir nieð honum og sína-r
endurbætur á honum um leið.
Síðan hefir stjörnukíkirinn tekið mörg-
um og miklum breytingum. En svo er
sköpunardjúp skaparans ómælilegt, að
mönnunum er langt of vaxið að kanna
það. Hinum langsæjustu stjörnuskoðurum
mætti finnast, sem við sig væri sagt:
»Krjúptu maður á mold,
beygðu mikillátt hold,
öll þín stórmennska, er stormhrakinn reykur.
'Líttu undrandi önd
Drottins almættishönd,
skil hve örlltill ert þú og veikur«,
enda munu þeir flestir gera það og segja
með »listaskáldinu góða«:
»Pú ert mikill, hrópa ég þátt,
himna Guð, ég sé þinn mátt;
fyrir þinni hægri hönd
hnígur auðnijúk í duftið mín önd«.
Það er ekki auðvelt að gera ókunnug-
um ljósa grein fyrir því, hversu snjöll-
ustu vísindamönnum hefir tekist að ljúka
stjörnuheiminum upp, síðan Galilei leið.
Taka mætti til dæmis Sjöstjömuna eða
réttara sagt Sjöstjörnurnar (er Forn-
Grikkir nefndu sæfarastjörnur, Pleiades).
Sjöstjarnan er alþýðu kunn frá fornu fari.
Forfeður vorir mörkuðu stundir af henni
og síðan var það ávallt gert allt fram til
vorra daga. »Það þótti mikils um vert
að kenna stjörnur þær, er merkja stund-
ir«. (Rímbegla).
Einar þveræingur skipaði sauðamanni
sínum, að hann skyldi snemma rísa upp
hvern dag og fylgja sólu, meðan hæst væri
sumars, og þegar út hallaði á kveldum
(að áliðnu sumri), þá skyldi hann halda
til stjörnu, (þangað til stjarnan kæmi
upp), Árni Magnússon (d. 1733) skýrir svo