Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 8
108 ir réttinn (í febröar 1616). Var þá Gali- lei kærður fyrir það, að hann kenndi, að sólin væri miðstöð sólkerfisins og skilcli svo biblíuna í samræmi við þá staðhæf- ingu sína. Dómendur kváðu þessa hvum- leiðu kenningu skýlausa villukenningu, því að hún væri »berlega gagnstæð heil- ögum ritningum«. Nú voru áðurnefnd bréf Galileis, rit Kópernikusar og ágrip Keplers af því, sett á villuritaskrá kaþólsku kirkjunnar (Index expurgatorius) og forboðuð; hélzt það bann í kaþólsku kirkjunni allt fram á daga Benedikts páfa XIV. (1835). Þá leyfði páfi, að fylgt væri nýja kerfinu, ef ekki væri talið, að það væri annað en getgáta. Galilei var nú harðbannað að kenna framar snúning jarðar og kyrstöðu sólar; en leyft var honum að haga svo orðum sínum, að kerfi Kópernikusar væri »rök- studd getgáta«; sömuleiðis mætti hann nota hana kappsamlega svo sem leiðav- þráð að nýrri vísindalegri niðurstöðu í þessu efni, en stilla þó röksemdum sín- um sem mest í hóf; hann mætti í hæsta lagi halda henni fram sem vísindalegum líkum; hitt mátti hann hvergi segja, að hún væri fullsönnuð og óhrekjandi. Galilei var nú leyft að fara á fund Páls páfa III. Og þrátt fyrir allt hét páfi hon- um fullri vernd sinni. Að því búnu hvarf Galilei aftur til Florentz. Þessu næst er frá því að segja, að árið 1618 sáúst þrjár halastjörnur á lofti í einu. Galilei var þá veikur og gat eigi athug- að þær sjáll'ur. En lærisvein sinn, Giud- ucci, lét hann flytja þá skoðun sína í fyr- irlestri, að halastjörnurnar væru víga- hnettir; var sá fyrirlestur prentaður árið eftir (1619). Kristmunkur einn, Grassi að nafni, reif þennan fyrirlestur allan nið- ur og' komst að þeirri niðurstöðu, er síð- an reyndist réttari, að halastjörnurnar væru reglulegir himinhnettir og hvörfuðu um sól eftir sporbaugum. Þeim ritlingi svaraði Galilei óðara með ritlingi, sem HEIMILISBLAÐIP nefndist: II Saggiatore (málmreynir) varði skoðun sína, og kvað það vera snjau* orðasta ritið, sem eftir hann liggur. En þar fór hann þó halloka, af því að hann byggði þar ekki á éigin rannsókn, elUS og jafnan endra nær. Þegar vinur Galileis, Barberini kardm' áli, settist að páfastóli undir nafnim1 Urban VIII., þá fór Galilei til Rómaborg- ar vorið 1624, til að árna páfa allra heilla- Var honum þá sýndur allur sómi, sem hugsast gat þá tvo mánuði, sem hann dvaldi þar; leysti páfi hann og syni hans út með ríflegum fégjöfum. Nú fór Galilei að semja rit með þejn* hætti, að þar gætu komið fram öll rö1 með og móti kenningu Kópernikusar; var sú kenning honum löngum hugkær. Bok in var í samtalsformi; mæla þar tveú menn með kenningunni, en einn á móh og nefnist sá Simplicius (einfeldningm'b 1 formálanum er því andmælt (auðvita1 í skopi), að örskurður rannsóknarréttai ins (1616) hafi verið gerður af fávizk11 eða gremju; segir þar þvert á móti, a dómendur hafi hlýtt á með gaumgmf111’ er hann skýrði frá hinum vísindalegu röl' um, sem nýja kenningin byggist á, Oo síðast er því haldið fram, að ástæðurna' fyrir urskurði réttarins hafi eingöng'1 verið trúarlegs eðlis. Bókin var prentuð í Florentz (1632) Oo nefndist: »Samtal um aðalheimskerf111 þeirra Ptólomæusar og Kópernikúsaf«- Ekki leið á löngu áður en þessi b°' Galileis væri talin brot á fyrirmælum rétl árins; var Galilei þá stefnt til Róms; kom hann þangað í febrúar 1633 og var hon um fengin vist hjá sendiherra hertogan-’ í Tosltana. Nú fer tvennum sögunum fram. En al virðist benda á, að sú muni réttari veia, sem byggist á réttarskjölunum. , Dómurinn var kveðinn upp 22. jn’1! 1633. I dómsástæðunum segir, að Galil^' hafi kennt forboðaða kenningu, rot1 skuldbindingu sína og óhlýðnast skipun

x

Heimilisblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4422
Tungumál:
Árgangar:
71
Fjöldi tölublaða/hefta:
561
Gefið út:
1912-1983
Myndað til:
1982
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Jón Helgason (1912-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: