Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 27
heimilisblaðið 127 Ungis hinn slysalegi dauðdagi bróður Barabbasar sem kvelur þig. Ég hefi ekki óskað eftir nákvæm- Um upplýsingum viðvíkjandi dauða bróður Barabb- asar. Nú neyðist ég til að spyrja þig einnar spurn- ingar. Fórstu til Fenai, með konuna? Skildir þú við hana þar?« »Ég skildi við hana«, svaraði Símon, án þess að Éta á öldunginn. Þegar ábótinn spurði, hafði dauf- ur roði færzt um andlit hans, svo varð hann aftur náfölur. Ábótinn sagði ekki neitt, en starði aðeins á Sírnon, sem að síðustu gat ekki þolað kveljandi þögnina. »Eg verð að tala«, sagði Símon örvæntingarfull- ur. »Ég get ekki þagað lengur, ég verð að segja all- an sannleikann, við komumst aldrei til Fenai. Dag- inn, sem við lögðum af stað uppgötvuðum við, að vatnið hafði gleymzt«.----- I stuttum sundurlausum setningum sagði Símon sögu sína. Hann leyndi engu, en opnaði algerlega Ljarta sitt fyrir ödlungnum, sem hafði verið hon- unr faðir og móðir, síðan hann var sex ára gamall drengur. »Við hugðum alls ekki, að neitt væri rangt í breytni okkar. Við elskuðum hvort annað. Við hugs- uðum hvort um annað. Allt var okkur hreint og heilagt. Okkur fannst við vera einu mannverurn- ur í heiminum. Ef við hefðum komizt til Fenai, er eg viss um, að ég hefði aldrei snúið til klausturs- bis aftur. Ég hefði ekki getað yfirgefið hana«. »En þú hefir þá yfirgefið hana«, sagði ábótinn. *Enn þá hefi ég ekki fengið að vita allt. Hvers vegna yfirgafstu hana?« Símon sagði nú, hvernig hann hafði fundið Abel °g Salvatore og frá þeirri örvæntingu, sem hafði gripið hann, þegar hann fékk að vita, að Helena var gift. Ábótinn sat lengi kyrr og starði niður á borðið. Hann spennti greipar, eins og hann bæðist fyrir. »Nú hefir þú skriftað fyrir mér«, sagði hann að síðustu og rödd hans titraði. »Ég hefi sjálfur mik- ’ð á samvizkunni. En áður en ég segi nokkuð, ætla vg að fullyrða, að leitir þú friðarins hér, leitar þú árangurslaust. Hér finnur þú ekki frið, mér hefir skjátlast, þegar ég reyndi að gera þig háðan klaustr- *nu. Ég breytti þá illa og af eigingirni. Þú átt mér nkkert að þakka. Þú skalt ekki álíta þig okkur háðan a nokkurn hátt«. »Já, en þó er ég bundinn. Alla mína ævi, hefi ég Verið lokaður innan þessara-múra. Ég get ekki lif- að lífi mínu í hinum stóra heimi meðal mannanna, begar-----« Gömul kona í Paradís Sýrlenzk þjóðsaga segir svo: Þegar Zúleika, kona Pótifars, var orðin öldruð ekkja og hafði iðrast allrar iéttúðar fyrri ára, hitti hún Jósef aftur. Hann var þá við æðstu völd og metorð hjá Eygptum. Grátandi bað hún hann fyrirgefn- ingar, og hlaut. hana. Er hún nú sá hvað vel h,afði rætzt úr fyrir hon- um, og komst að raun um bænrækni hans og góðvild, þá mælti hún: »Bið þú Guð feðra þinna að gefa mér aft- ur horfna æsku mína«. »Veiztu, hvað þú biður um?« svar- aði Jósef. »Guð kefur engum æskuna aftur nema einu sinni. Hver góð kona verður ung í annað sinn — og siðan að eilífu — við hlið Paradísar. En ef þú verður ung nú, og eldist að nvju h,ér á jörðu, þá verður þú göan- ui að eilífu«. Frú Zúleika var bráðlát, — eins og fyrri, — og kvaðst vilja vinna þet.la til: æskuna strax og ellina um cilifð, heldur en elli fáein ár — og æsku um eilífð. Bað Jósef henni þá æsku, og kvong- aðist síðan. — En fyrir bragðið er Zúleika eina gamla konan í Paradts, -- og verður væn.tanlega —' því að eugin kona hefir verið svona bráðlát cg fávís önnur en Zúleika. »Hún er eina konan, sem allir Paradísarbúar þekkja, af því að hún eiu er gömul x Paradís«, — segir þjóðsagan. S. G. þýdfli. andi járnstöng með tönnunum, en riðstoðarmenn hans beina loganum frí svonefndum blásturslampa að líkama. hans og láta logann leika um augu hans, og h,ann hvessir augun samtímis í logann.

x

Heimilisblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4422
Tungumál:
Árgangar:
71
Fjöldi tölublaða/hefta:
561
Gefið út:
1912-1983
Myndað til:
1982
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Jón Helgason (1912-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: