Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 18
118
heimilisblaðið
I Lúk. 8, 21. segir Jesús: Móðir mín og
bræður mínir eru þessir sem heyra Guðs
orð og gjöra það (eða breyta eftir því).
I Mark. 3, 35. og Matt. 12, 50. þar sem
sagt er frá sama atviki eru orðin á þessa
leið: »Hver sem gjörir vilja Guðs er bróð-
ir minn, systir og móðir«.
Þessi dæmi eru of fá til að reisa á þeim
nokkra fullyrðingu um að málvenja Jesú
hafi verið önnur í þessum efnum en mál-
venja postulanna.
6. I Postulasögunni er jafnan sagt, að
lærisveinarnir boði orðlð. I Lúkas 1, 2
segir að sjónarvottar hafi gjörst þjónar
orðsins, sem ekki getur annað þýtt en að
þeir hafi útbreytt fagnaðarerndi Krists,
eða eins og t. d. Páll segir í II. Tim. 4, 2:
»prédikað orðið«.
En þá virðist næsta eðlilegt að sama
væri sagt um Jesúm sjálfan. Enda er því
svo háttað í raun og veru. »Hann talaði
til þeirra orðið« stendur: í Mark. 2, 2. og
4, 33. — í Lúk. 5, 1. stendur: »MannfjöId-
inn hlýddi á Guðs orð«, þegar Jesús var að
tala.
I Postulasögunni 10, 36.—37. stendur:
»Guð hefir sent Israelsmönnum orð sitt
(logos), er hann boðaði fagnaðarerindið
um frið fyrir Jesúm Krist, sem er Drott-
in allra«. »Þetta orð (»hrema«), eða er-
indi, þekkið þér«.
Þetta orðala'g kemur vel heim við mál-
venju alls N. T. Jesús boðar áheyrendum
sínum »orðið«, fagnaðarerindið, sem birt-
ist í honum sjálfum holdi klætt, ef svo
mætti segja.
Samt er einkennilegt hvað þetta orðlag,
að Jesús flytji eða tali orðið kemur sjald-
an fyrir í N. T., og aldrei í Mattheusar-
guðspjalli, — en hins vegar margoft sagt
um lærisveinana. Það virðist sem þeir er
skráðu N. T. hafi haft einhverja ástæðu
til að sleppa því orðalagi fremur um Krist
en lærisveina hans, og að Mattheus guð-
spjallamaður hafi sérstaklega haft þá
ástæðu í huga.
Þegar starfssaga Jesú er sögð, sérstak-
lega þegar hún er sögð Gyðingum, eins
og Mattheus gjörir, ber þess að gæta, að
Jesú sé ekki settur á bekk með þeiin skrift*
lærðu eða þeim lærifeðrum, sem eigjnlega
störfuðu eingöngu að ræðuhöldum. Öðru
ináli gegnir um postulana, ,þótt þeir séu
ekki lærifeður á gyðinglega vísu, þá eru
þeir þó sendir til að flytja boðskapinn
um Jesúm, og þá fyrst og fremst nreð orö-
um. Sá boðskapur er orðið, orðið frá Guði,
Guðs orð. .
Orðið, sem Jesús flytur, er hins vegar
ekki eingöngu töluð orð hans sjálfs held-
ur og verk hans. Þegar hann læknar sjúka,
þá er það einnig »orð«, eða þá talar Guð
í þessu verki fyrir son sinn.
Þegar Jesús biður fyrir orðsendingu til
Jóhannesar skírara í Matt. 11, þá minn-
ir hann á bæði það sem sendimennirnn'
heyri og sjái.
Af þessu má ráða, hvers vegna 3 fyrstu
guðspjallamennirnir segja sjaldan, að JeS'
ús hafi flutt orðið. Þótt það væri alveg
rétt málvenja samkvæmt öðrum rituni
N. T., þá mátti misskilja hana.
Hitt er satt að þeir Mattheus, Markús
og Lúkas taka ekki skrefið alveg
seg'ja ekki með berum orðum, að Jesús hah
verið orðið. En ég sé ekki betur en að
bæði hjá þeim og í Postulasögunni og bréf*
um Páls sé beinlínis og óbeinlínis á þaö
bent, og það svo greinilega víða, að orð
Jóhannesar þar að lútandi séu rökrétt af'
leiðing af málvenju hinna, er á undan
honum rituðu, enda þótt fleira konri þal
til athugunar.
Vér höfum nú bent á hvernig málvenja
frumkristninnar er í þessum efnum. »Pre'
dikun orðsins« er að boða Jesúm Kris1.
starf hans, dauða og upprisu. — »Að veit;1
orðinu viðtöku« er að trúa á Krist.
»Þjónar orðsins« fara ekki með tómal
endursagnir orða Krists. — Það sést greim*
lega á ræðuköflum Péturs og Páls í Post'
ulasögunni. Bréfin flytja »orðið«, eru öU
beinlínis eða óbeinlínis um Krist', en tU'