Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
105
uPpeldi af almannafé. Stjórnin kvaðst
e‘gi geta veitt þetta einkalejrfi, því að
beir væru svo margir, sem hefðu fundið
UPP sams konar verkfæri, enda segir ein-
hver rithöfundur þeirra tíma, að allir
gleraugnasmiðir hefði þótzt hafa fundiö
kíkirinn fyrstir. En hvort Jóhannes Lipp-
ershey (Hans Lippersheim) eða Zakarías
Jansen hafi gert fyrsta kíkirinn er óráðin
gáta; en líklegt þykir, að Jansen hafi
^yrstur smíðað smásjána, en Lippershey
híkirinn.
Stjórnin hollenzka gerði Lippershey þá
Urlausn, að hún skyldi kaupa af honum
^v° kíkira háu verði, en tók það fram,
að þeii- yrðu að vera svo gerðir, að sjá
‘nætti með þeim báðum augum. Upp frá
hessu barst svo þekkingin á kíkinum út
11 ni alla Norðurálfuna á skömmum tíma.
Smíðaði nú hver af öðrum kíkira eftir
'ýsingum eða lauslegum bendingum og
aUir þóttust þeir vera frumsmiðir að hon-
nm.
Einhver varð til þess að hafa hollenzk-
an kíki með sér suður til Feneyja og það-
Hn til Rómaborgar.
Hinn frægi stjörnufræðingur Galileo
Halilei (1564—1642) heyrði getið um þetta
Vei'kfæri (í maí 1609), hversu sjá mætti
með því í fjarska. Og þótt hann hefði
ekki séð kíkinn sjálfur né heyrt honum
gieinilega lýst, þá tókst honum að smíða
nýjan kíki af hugviti sínu. Allar sínar
stjörnurannsóknir gerði hann síðan með
keiin kíki og varð heimsfrægur af.
Galilei var fæddur í borginni Pisa á
Halíu, var komin af aðalsætt einni í Flor-
eptz. Faðir hans Vincenzo var heimspek-
‘ngur og lærður vel og ritaði margt um
Snnglist; en elcki gat hann veitt sonum
^num rækilega fræðslu. En samt tókst
palilei, þótt margt hamlaði, að afla sér
alsverðrar þekkingar á fornmenntum og
Hmennum lærdómsgreinum þeirra tíma;
Par að auki var hann orðinn talsvert leik-
'nn í dráttlist, málaralist og söng.
er að sjá, sem Galilei hafi sjálfur
ætlað að gera dráttlist að æfistarfi sínu,
en faðir hans kom honum þá í hásltólann
í Pisa; þar átti hann aði nema læknisfræði;
en Galilei iðkaði hinar fyrri listir sínar
í öllum tómstundum sínum, einkum drátt-
listina; varð það til þess, að hann var lát-
inn læra mælingafræði. Faðir hans var
þessu mótfallinn, en lét þó tilleiðast, að
sonur hans fengi að rækja þá gáfuna, sem
honum var gefin.
Þegar faðir hans dó (1591), hvíldi sú
skyldan á honum að annast heimili föð-
ur síns. En sköinmu síðar fékk Ulbaldi,
vinur hans, því á leið komið, að honum
var veitt kennarastaða við háskólann í
Padova um sex ára skeið. Þangað flutt-
ist hann svo; en lág voru launin, 360 krón-
ur á ári.
I Padova var hugsunarfrelsi meira en
í Pisa. Þar voru ekki fylgismenn kenn-
inga Aristótelesar (frumspekinnar) allt af
á hælunum á honum til þess að gera hon-
um lífið leitt. Smíðaði hann þar ýmsar
vélar fyrir ríkið og samdi rit um marg-
vísleg efni (sólskífur, aflfræði, stjörnu-
fræði, byggmgarlist og jafnvel víggirðing-
ar). Allt hafði hann flutt þetta áður í fyr-
irlestrum við háskólann og þótti nýstár-
legt. Hitamælir fann hann (1597) og not-
aði bæði loft og vatn til þeirra mælinga.
Um sömu mundir tók hann að skrifast
á við stjörnufræðinginn Kepler og héld-
ust þau bréfaskifti meðan þeir lifðu báðir.
Þá var hann og farinn að nallast að skoð-
un Kópernikusar á sólkerfi voru. 1 bréfi
til Keplers (1597), kveðst hann aldrei láta
sannfæringu sína í ljós um sannindi nýrr-
ar kenningar fyrr en nokkrum árum síð-
ar en hann hafi öðlast hana. »Efinn er
frumkvöðull uppgötvananna fyrir mér og
leiðin til að finna sannleikann«, segir
hann.
Þegar kennslutími Galilei í Padova var
á enda, hauð öldungaráðið í Feneyjum
honuin kennarastöðu við háskólann þar,
og skyldi hann nú hafa 720 krónur að
árslaunum.