Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 17
heimilisblaðið
117
ins« kom hl Péturs eða Páls. En þau orð
em samt hvergi notuð.
Það er eftirtektarvert og ekki neitt
aukaatriði eða tilviljun. Ástæðan er vaía-
laust su, að við komu Jesú í þenna heim,
iá orðin: »Orð Guðs« cða »orð Drottins«
uýja.^ákveðna merkingu. I þeim fellst nú
aHt sem Guð talaði og talar í Jesú og
sfarfi hans og í frásögninni um það.
Engin önnur opinberun, engin sýn, eng-
in seinni andleg fyrirbrigði, þótl postular
eigi í hlut, eru svo mikilvæg að þau hljóli
Þetta heiti: »Orð Drottins«.
Þessi fasta málvenja N. T. sýnir greini-
lega að frumkristnin leggur ríka áherzlu
á sérstæði opinberunarinnar í Jesú Kristi.
— Ekkert annað er »Guðs orð«, á eftir
henni, heldur vitnisburður um Jesúin
Krist.
Ennfremur er vert að veita því eftir-
iekt að svipuð málvenja á sér ekki stað
nm önnur hugtök ritningarinnar.
N. T. fer ekki með rígskorðaðar kenni-
setningar, reistar á guðfræðilegum íhug-
nnum fræðimanna, heldur lifandi mælt
niál, er lagar sig eftir staðreyndum.
I þriðja- lagi er eftirtektarvert að N. T.
segir aldrei, að orð Guðs hafi komiö til
Jesú sjálfs, enda þótt þess hefði ef til vill
ntátt vænla þar sem sagt er t. d. frá skírn
hans og Getsemancdvöl. »Röddin frá
himni« (Lúk. 3, 22) og engillinn frá
himni (Lúk. 22, 43) eru þættir í -lífssögu
Krists, sem er »Guðs orð«. Þó cru þessi orð
ekki notuð í því sambandi, sýnilega af
annari ástæðu. Sjálfrátt eða ósjálfrátt eru
bau ekki talin viðeigandi gagnvart hinni
niiklu staðreynd: »Allt er mér á hendur
falið af föður mínum«. (Jóh. 3, 35.) og
>:>£g og faðirinn erum eitt«. (Jóh. 10, 30.).
Einingu Jesú við föðurinn verður ber-
sýnilega ekki lýst með því að segja um
hann svipað og sagt cr um spámennina
eða Jóhannes skírara, að orð Drottins hafi
koniið til hans við hitt og annað tækifæri.
Hining Jesú við »orð Guðs« er ekki í því
fð'gin að honum hafi við og við verið veitt-
ar fleiri eða færri guðlegar orðsendingar,
hún er á allt öðru sviði.
4. Að sjálfsögðu leggur N. T. og frurn-
kristnin áherzlu á orð Jesú sjálfs. Þegar
l. d. Lúkas 22, 61. segir: »Pétur minntist
»orðs Drottins«, þá er áherzlan þar jöfn
og á öðrum stöðum þar sem talað er uni
»Drottins orð«. Sama má segja um, þeg-
ar postullegu feðurnir skrifa síðar: »svo
segir Drottinir« þar sem tilfærð eru orð
hans í N. T. Samt er eftirtektarvert að
með þessari föstu málvenju: »Þeir boðuðu
orðið, orð Drottins« er ekki átt við, að
þeir hafi eingöngu farið með eða vitnað
í það, sem Jesú sagði, heldur er átt við
að þeir hafi sagt frá öllu lífi og starfi Jesú.
Þótt orð Jesú sjálfs hafi afarmikla þýð-
ingu á postulatímanum, þá eru þau þó
aldrei annað en einn þáttur starfs hans.
Þau eru svo að segja samtvinnuð verkum
hans, krossdauða og upprisu. Hvorki þau
ein né störf Jesú á Gyðingalandi eru skoð-
uð út af fyrir sig, heldur jafnhliða litið á
áhrif hans, guðlegan mátt hans mönnuni
til hjálpræðis og guðdóms anda hans.
Þessi heild cr: orð Drottins, sem Guð
hefir taiað, og staðreynd er orðin í Kristi,
boðuð af postulum, trúað af mönnum.
En einmitt þess vegna er svo vafasamt
að það sé rétt sem margir guðfræðingar
ætla, að guðspjallamennirnir hafi stuðst
við nokkurt »orðasafn Krists« (eða hina
svo nefndu »LogiaheimiIcl«).
5. Ennfremur er réttmætt að aðgæta, að
hve miklu leyti Jesús hafi sjálfur notað
þessa málvenju eða kallað starf sitt »orðið«.
Samstofna guðspjöllin segja ekki frá
nema þrem atvikum þar sem Jesús talar
á þann veg. 1 dæmisögunni um sáðmann-
inn í Matt. 13 segir hann að sæðið sé »orð-
ið um ríkið«, en boðskapur hans var það að
sjálfsögðu.
I Lúk. 11, 28. segir Jesús: Sælir eru þeir
sem heyra Guðs orð og varðveita það« og
eftir samhenginu er eðlilegast að skilja
»Guðs orð« um orðin, sem hann sjálfur
talar.