Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 29
129
HEIMILISBLAÐIÐ
einu sinni varð Helena að kveikja á lampanum, til
þess að hreinsa verkfærin. Hún varð að ná í um-
búðir og undirbúa mótt.öku sjúklingsins. Hún vann
eins og vél. Hún gekk eins og í svefni og heyrði
innfædda manninn tala úti fyrir:
»Hér kemur þá hvíti maðurinn. Já, herrann verð*
ur að lcoma þessa leið. Hérna er sjúkrahúsið, þar
sem hvíta manninum verður hjálpað«.'
Helena sneri sér við, þegar hún heyrði fótatakið
bak við sig. Hún starði til dyra, og hjarta hennar
ham staðar, þegar hún sá manninn, sem ýmist var
borinn eða studdur af manni þeim, sem hafði beðið
um hjálp handa honum.
Blóðið hafði seitlað niður eftir hvítum jakka
mannsins. Hann stóð og deplaði augunum í birt-
unni frá lampanum yfir umbúðaborðinu. Hann var
alls ekki viðfelldinn útlits. Allt andlit hans var þak-
ið svörtum skegghýungi. Döklc augun störðu illsku-
lega út í loftið. Svo fór breitt glott yfir veiklulegt
andlitið. Þessu glotti var beint að Helenu. Hún
þekkti manninn strax. Það var Walter Crome.
Walter Crome var þarna innan veggja klaust-
ursins. Hann, sem hún áleit að væri löngu dauður.
Og hún hafði látið ógna sér, til þess að giftast Louis
Salvatore, af því að hún hafði slegið Crome, svo
að hann féll í sjóinn.
Nú stóð Walter Crome ljóslifandi fyrir augum
hennar, og illskulega glottið á andliti hans sagði
skýrt, að hann hefði þekkt hana aftur. Helena hörf-
aði aftur á bak, hún fann, hvernig brennivínsþef-
inn lagði af honum. Hann reikaði í gangi. Og glott
hans varð að sársaukagrettu, þegar systir Agnes tók
Um handlegg hans. Hann sneri sig af henni og lét
fallast niður í stól við skoðunarborðið.
»Eg skal nú kalla á lækninn«, sagði systir Agnes
og ætlaði að fara.
»Bull«, drafaði í Crome, »hér þarf engan lækni,
jafnvel smástelpur geta ráðið við þessa skeinu«.
»Jæja, svo að hún er hérna«, hélt hann áfram
og horfði glottandi á Helenu, »ldædd í hvítt, því
ekki það, hvít og saldaus. — Ég þekki kunningja
hér, sem myndi vilja gefa í staupinu, til þess að
vita; hvar þessi systir er niðurkomin. Það er nokk-
uð, sem við getum seinna haft að umtalsefni«.
Framh.
Heimilisblaðið jafngildir 30 arka bók — og
kostar þó aðeins 5 kr. — Otvegið því kaupendur.
Hláfrur
Englendin.gar komaat þannig að
orði um hláturinn og gildi hans fyr-
ir almenna vellíðan:
»Hláturinn er okkur iífsnauðsyn.
Uggurinn cg torlryggnin, sem alls
staðar blasa við, er verri en nokk-
ur Lundúnaþoka. Við þurfum að þyrla
þessum ðfögnuði út úr h.úsum okkar
með ærlegum hlátri, sem hljðmar
svo hvellt og eðlilega, að undir tek-
ur í húsunum«. Og s.vo bæta þeir
þessu við: »Hláturinn er eins mikils,
eða meira virði, en gull, silfur og
demantar; hann er að öllu leyti holl-
ur; han.n er hvorki meira en minna
en ómetan,legur«.
Abraham Lincoln komst þannig að
orði um hláturinn:
»Ég vinn baki brotnu dag og nótt
að heita má. Ef ég kynni ekki að
hlæja, mundi ég hníga niður örendur
aí þreytu».
Guðmudur Guðmundsson orti um
hláturinn á þessa leið:
»Ég elska þig hljómandi hlátur;
það er gullstöfum ljómandi
letrað hvert blaö
í lífssögu þess, sem er glaður
og kátur«.
í þessu felst slgildur sannleikur,
sem holt er að festa í minni.
»Lögberg«.
eftir h.enni. í fyrstu og annari búö-
inni fékk hann það svar að enginn
hefði þar orðið hennar var. 1 þriðju
búðinni fannst regnhlífin og fékk
hann hana, þegar hann spurði eftir
benni. Maðurinn var svo frá sér num-
inr. af þakklátssemi, að hann sagði:
»Ja, það er óhætt að segja, að þið
eruð skilsamari hér en í h,inum búð-
unum. Ekki kom þeim til hugar að
skila regnhlífinni aftur«.