Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 33
HELMLLISBLAÍ>IÐ m FEÓDÓR OG ANNITA Saga frá Lapplandi, eftir J. A. FRIIS. IV. Hm Ambrósíus munk og Aníka ræningja. Vegur og' vald Munkafjarðarklausturs náði hámarki sínu undir lok 16. aldar og hét sá Gúrý, er þar var þá ábóti. Mun hann hafa verið maður mjög við aldur eða um áttrætt, því að hann mun hafa verið kjör- lnn forstöðumaður klaustursins skömmu eftir að það var stofnað, eða um 1540. fimmtíu voru munkarnir þar í klaustr- mu, og' var Ambrósíus þeirra merkastur. Eitthvað var hann málhaltur, eða að minnsta kosti óvenju fátalaður, að oft tal- hann ekki »aukatekið orð« mánuðum saman og' svaraði mönnum ekki, þó að á |mnn væri yrt. Það voru reglur í klaustr- ‘uu að munkarnir skyldu tala sem allra minnst og vera hljóðir, jafnvel undir borð- um, er þeir voru þó venjulega allir sam- an komnir, og var það því venja þeirra, að láta einhvern einn lesa eitthvað upp- hatt fyrir hina, a meðan á máltíðum stóð, þess að ekki væri talast við. Ekki vissi Uokkur maður með vissu, hvort var held- Ur> að Ambrosíus væri málhaltur, eða að oann legði á sig þessa þögn, og hvers Vegna að hann gerði það. En þess var til Setiö,' að eitthvað hefði i'yrir hann kom- 'ð á.yngri árum, sem hel'ði fengið mikið a hann( og' síðan orðið tilefni þess, að hann varð svo fálátur. Hann hafði komið fót- Suiigandi yfir heiðar og óbyggðir frá Kóla. Heðnrælabréf hafði hann þá í fórum sín- 1,111 frá klaustri einu í Rússlandi og enn- Hemur frá Sólówetski. Samkvæmt þess- Uln bréfum var hann kominn af gömlurn, ugpum ættum, rússneskum. Hann var tek- Uln í klaustrið sem lærlingur, til reynslu eitt ár, og fékk hann klefa til íbúðar ut af fyrir sig. Og þögull var hann þá stl‘ax sem gröfin, eða svo að segja. Háníi var maður hár vexti og sérleg'a fríður sýn- um, fölur í andliti en sviphreinn. ör hafði hann á hægra gagnauga, og var þess til getið, að hann hefði þar fengið svcrðshögg'. Varð ör þetta sem blóðrauð rák, -þegar hann reyndi mikið á sig eða komst í geðs- hræringu. Og þess urðu menn brátt á- skynja, að óholt var að reita hann til reiði eða lenda í »tuski« við hann, ef hann reidd- ist. En yfirleitt var hann hæg'ur maður og dagfarsgóður og' féll öllum vel við hann. Hann var þrekinn mjög um herðar og kraftalega vaxinn, og þótti munkun- um því líklegt að hann myridi vera helj- armenni að burðum. Og þetta kom brát: í ljós, þegar hann tók til vinnu í klaustr- inu. Hann var nefndur Ambrósíus sterki jafnt af muftkunum sem verkamönnun- um. Enn þótti ýmislegt benda til þess í framkomu- hans, að hann hefði geg'nt her- þjónustu. Hann lagði mikla stund á ýms- ar íþróttir, og oft fór hann til Pakkhús- víkur til þess að horfa á skipasmíðarnar þar og saltvinnsluna, og reri þá stundum til fiskjar. Reyndist hann hinn djarfasti og' duglegasti sjógarpur. Hann fór oft upp um sveitir, langar leiðir, og voru menn að pískra um það, að úr þeim ferðurn kæmi hann stundum heim með gullsand. Á slíkuin ferðalögum hafði hann jafnan í fvlgd með sér Finna einn, sem Únnas hét. Var sá maður þó ekki líklegur til þess, að mikið gag'n væri að honum, ef í raunir væri ratað, því að hann var væskill að vexti. Eitt sinn bar svo við, er Ambrósíus var í einum þessum leiðang'ri og var að klöngr- ast í fjall-Iendi, að hann fann áleið sinni pynkil, einkennilega lagaðan, sem hann hugði þá vera fataböggul. En þeg'ar hann fór að hreyfa við bögglinum fann hann að eitthvað var lifandi innan í umbúðun-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: