Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 32
132 HEIMILISBLAÐIÐ Eftir að þeir höfðu talað við ökuþjón- inn, hurfu þeir inn í skuggann í götu þeirri er ég, mót yilja mínum, var stadd- ur í. Þeir námu staðar gagnvart mér, og þótt ég' aldrei liafi álitið mig hugdeigan, þá tróð ég mér upp að steinveggnum, titr- andi af ótta. Mennirnir pískruðu nú eitt- hvað saman á útlendu máli, svo fór lægri maðurinn að raula leikhúsvísu, sem hinn ávítti hann fyrir. Þá varð steinhljóð. Við biðum allir þrír eftir einhverju. Ég reyndi ekki til að gizka á, hvað það gæti verið, en sá að þeir félagar störðu á steinriðið. Mér varð ósjálfrátt .að líta þangað einn- ig, með því ég' hjóst við að persónur, er ættu að leika næsíu sýningu í leik þess- um, kærnu einmitt þaðan. Og loksins komu leikendurnir. Aldrað- ur maður með unga stúlku við hönd sér, og þjónn með ljósker sáust efst á stein- riðinu og bjuggust tit að feta ofan. Það var bjart af tunglskini, svo sem væri há- dagur, og gat ég því greinilega séð góð- mannlega og göfuglega andlit aldraða mannsins-, og jafnframt því yfirbragð þeirrar fegurstu stúlku, er ég' á æfi minni hefi litið. Ég legg ekki út í að lýsa henni, því til þess vantar mig bæði vilja og mátt, en ég get þess aðeins, að þégar hún fet- aði ofan slitna riðið, þá virtist mér hún bera engils ásjónu. Þegar þau gengu fram á fyrirsætið, heyrði ég, að aldraði mað- urinn sagði í hluttekningarróm á bjagaðri ensku: »Það er undarlegt, Carissina, að aumingja Pietro skyldi verða stæna hast- arlega veikur. Vonandi —« Nú byrjaði sorgarleikurinn. I einni svip- an lá þjónninn meðvitundarlaus á stræt- inu. Hraustlegri maðurinn hafði þrifið til aldraða mannsins, sem árangurslaust reyndi að slíta sig lausan og samhliða þessu hafði húsbóndi hans tekið annari hendi um mittið á ungu stúlkunni og leit- aðist við að draga hana að vagninum, en með hinni hélt hann fyrir munn henni. Ég kom engu orði upp fyrir hræðslu, — (sem ég tæpast get nefnt hugleysi — þar sem ég stóð náfölur og nötrandi af skelf- ingu í sömu sporum og horfði á hvað frani fór. Fólkið hafði nú borist fram í tungls- birtuna og svipurinn á andlitum þess mót- aðist með óumræðilegri nákvæmni í end- urminninguna. Mér kom það drauga- lega fyrir sjónir og óeðlilega í mánaskin- inu. Andlit aldraða mannsins lýsti bæði hryggð og reiði, en þó óttalaust ,þótt hann ekki gæti losað sig frá fjandmanni sín- um. Augu háa mannsins loguðu æðislega af taumlausri ástríðu, og fölt andlitið var afskræmt, þegar hann var að lokka stúlk- una með orðum að fylgja sér að vagnin- um. I andliti stúlkunnar lýsti sér hatur og viðbjóður blandað hræðslu, er hún reyndi af öllu megni að losa sig úr faðm- lögum hans, og þegar maðurinn laut nið- ur að henni með græðgislegu girndartil- liti varð hann beinlínis djöfullegur. Hann kallaði eitthvað til félaga síns, er sam- stundis dróg' sverð sitt úr slíðrum, eins og hann ætlaði aðl vega að aldraða mann- inum. Þegar stúlkan varð þess vör, brauzt hún um rneira en nokkru sinni áður, til að slíta sig lausa. Sverðið var reitt upp til að greiða aldraða manninum banahögg- Allt í einu var sem lífsþróttUr minn væri snertur af töfrasprota, og á auga- bragði var ég kominn inn í miðj.an hóp- inn og hafði greitt fantinum svo mikið högg að hann slengdist niður sem dauð- ur, en sverðið hraut 20 fet í loft upp. Og' enn er mér hópurinn í fersku minm eins og hann leit út fyrstu sekúndurnar. Fram undan mér stóð unga stúlkan, sem nú var orðin laus við háa manninn. Blóm- legu varirnar titruðu af geðshræringu, og himnesku augunum loguðu af þakkláts- semi og endurvakinni von; við hlið henn- ar stóð faðir hennar og starði á mig orð- laus af undrun með opinn munn. Til vinstri handar stóð hái maðurinn. Augun ranghvolfdust í höfðinu af djöfullegfi heift, hann hvessti á mig augun og með hægri hendi kippti hann sverði sínu Gv slíðrum. Framh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: