Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 12
112 H E I M I L I S B L A ÐIÐ orðtækið að »halda til stjörnu«: Verka- menn eiga að vera svo lengi að verki á kveldum að áliðnu sumri, að stjarnan korni upp; þess vegna kalla sumir stjörn- una kaupamannastjörnu — í gamni. — Margir kannast við vísur Eggerts Olafs- sonar um íslenzku kvöldvökurnar. Fólk- ið unir sér við vinnu, sögulestur og rímna- kveðskap, og enginn veit, hvernig tím- inn líður. ^SJöstJörun spyr enginn að inni í bóndans ga.rði, hún er komin í h,ádegisstað hfilfu fyrr en varði«. (E, O., Kvæði). Til hins sama bendir þessi gamla vísa: »Sástu stjörnur sjö I hóp, sýndust þér þær komnar langt? Gtezkuríkur Guð þær skóp, ganga þær því aldrei rangt«. Vér sjáum 7 stjörnur berum augum, en þó ekki aílir, því að ein þeirra er ósýni- leg hverju meðal-skyggnu auga (eða minni en 6. stærðar), en skarpt auga sér hana og tvær eða fleiri til. Nú sá Gali- lei 40 í stjörnukíkinum sínum, og mun enginn hafa trúað því þá. En nú er kom- ið svo langt, að í þessum fástirnda stjörnu- klasa sjást nú 2326 stjörnur í beztu stjörnukíkirum. — Af þessu má nokkuð ráða, hverjar framfarir hafi orð- ið í þessu efni síðan á öndverðri 17. öld, hvað þá frá því, sem áður hafði verið. Bi'igðul er kvenna úst. ísl. málshfittur. Astin er aðeins ein en eftirlíkingarnar margar. ** Engin ást — auövitað engin g'leði. fsl. mfitshfittur. Sá, sem elskar litið, verður elskaður mikið. Enn um „árás" á Himalajö, sem varð eilefu mönnum að bana. Vorið 1934 var gerður út rnikill leið' angur til þess, að freista þess að koinast upp á Mount Nanga Parbat, einn hæsta tindinn í Himalajafjöllum. Hátindurinn mun vera 8114 metra yfir sjávarflöt. For- ingi leiðangursmanna var frægur, þýzk- ur fjallgöngumaður, Willy Merkl að nafni, frá Múnchen, en leiðangurinn kostaður nt hinum þýzku Járnbrautasportklúbb og nokkrum öðrum félögum, sem áhuga höfðu á slíkum »fyrirtækjum«. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Merkl reyndi að sigrast á »ógestrisni« þcssa fér- lega risa. Árið 1932 hafði hann verið for- ingi þýzk-amerísks leiðangurs, sent komst upp í 7600 metra hæð. Þá var gefist upp> aðeins hálfiun kílómeter frá takmarkinUi vegna þess að hinir »innfæddu« burðar- karlar gerðu verkfall og sneru heimleiðis. Reynslan sem Merkl hafði fengið í þess' um lciðangri, kom honum í góðar þarfir, þegar liann réðst til uppgöngu á Mount Nanza Parbat vorið 1934. 1 slíkri raun veldur mestuin erfiðleik- um flutningur á áhöldum, tjöldum °k vistum, sem nægjanlegar séu til svo langs tírna, sem leiðangrarnir eru fjarri byggð' um, eða ná ekki sambandi við byggð’1, Gert hafði verið ráð fyrir, að þeir félag111 yrði fjóra mánuði í óbyggðum, og þar sem ekki er hægt að koma við neinum öku- tækjum vegna bratta og vegleysu, verð- ur að fá burðarkarla til að bera allan f®1' angurinn. Á nokkrnm köflum er þó hæg* að nota litla hesta til burðar, en það er Þ° aðeins í neðstu brekkunum. Að þessu sinni hafði Merkl ráðið 35 Da1- jeeling-burðarkarla undir forustu sérlega duglegs og þaulkunnugs fylgdar- eða leið' sögumanns, Sundar Lewa að nafni, og hafði hann fyrstur manna kömist upþ a hátindinn á Mount Kamet. Allir þessi1 burðarmenn eru þrautreyndir fjallgöngu'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: