Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 14
114
HEIMILISBLAÐIÐ
Gnðs orð og málvenja Nýja testamentisins
Sú málvenja er gömul orðin hérlendis
að kalla húslestrabækur, bænakver og
sálmabækur »guðsorðabækur«. — Sumir
kalla jafnvel allar trúmálabækur, sem þeir
telja kristilegar, guðsorðabækur. Svo talar
gáleysið með lítilsvirðingu um »svo kall-
aðar guðsorðabækur« og á þá jai'nt við
ritninguna sem Vígfúsarhugvekjur og
flest rit önnur, sem um trúmál fjalla.
Mér er ekki kunnugt um að svipuð mál-
venja hafi tíðlvast með öðrum þjóðum, og
síðan ég kom til vits og ára hefir mér
jafnan fundist að hún væri mjög vara-
söm og í raun og veru hættuleg. Er mér
raun að heyra trúað fólk temja sér þenna
óvana. Ætti því þó að vera auðskilið að
með þessu er varpað rýrð á ritninguna.
Biblíuna, má og á að nefna Guðs orð en
trúmálabækurnar hinar, hugleiðingarnar,
sem við hana styðjast að meiru eða minna
leyli, eru sannarlega orð manna en ekki
Guðs.
Biblían ein er »guðsorðabók«, og hvcr
sú málvenja er stórhættuleg, sem hylur
millibilið milli hennar og annara bóka.
Þótt vantrúin kannist ekki við það og
kæruleysið hirði ekki um það, þá má trú-
in aldrei gleyma því millibili.
Aðgætnir lesendur eru beðnir að muna
og íhuga þenna »formála« minn, þótt að-
alefni þessarar hugleiðingar verði ekki
íhugun vorra málvenja heldur málvenju,
Nýja testamentisins í þessum efnum, eða
hvað það kallar orð Guðs.*)
Orðið orð er algengt mjög í Nýja testa-
mentinu og notað í ýmsum merkingum.
Lítum t .d. á 5. og íi. vers í 1. kap. fyrra
Þessalonikubréfs. Þar stendur:
»Fagnaðarboðskapur vor kom eigi til
yðar í orðum einum hcldur cinnig í krafti
*) Styðst ég' þar aðallega við ritgerð eftir prð-
fessor Kittel í Tiibingen. Iíom hún í »Pastoral-
blátter« árið 1938.
og í heilögum anda« ... »Þér tókuð a
móti orðinu með lögnuði heilags anda,
þrátt fyrir mikla þrenging«. — I síðari
setningunni er orðið, sent þeir veittu við-
töku, orð Guðs, fagnaðarerindið sjálft, lihi
mikla nýja staðreynd, sem þeir hafa feng-
ið hlutdeild í fyrir aðstoð heilags anda.
1 fyrri selningunni er orðrétt þýðing »ekki
einungis í orði« — í stað: »með orðum ein-
um« — »heldur einnig í krafti og iieilög-
um anda«. 1 frummálinu er sama orðið
(logos) á báðum stöðum, en bersýnilega
notað í gagnólíkri merkingu: mannlegt
orð, og Guðs orð; annað máttvana, hitt
fullt beilögum mætti; bæði töluð orð,
en ekki neinar heimspekilegar hugmvnd-
ir. —
Samkvæmt málvenju N. l'.:!:) er orð eða
orðið ekki neiii óljós hugmynd, heldur lii*
andi veruleiki, talað orð. Munur mannlegs
orðs og Guðs orðs stafar allur frá þeim,
scm talar, stafar frá því hvað Guð og
maður erú ólíkir.
Þannig er í öllu N. T. talað um eitt-
hvert eða einhver orð, — góð og iH
orð — en jafnan átt við lifandi eða töl-
uð orð. En gagnvart þeim, eða við þeirra
blið, er jafnframt talað um allt annað orð,
Guðs orð.
Framangreind ritningarorð (I. Þess. 1>
6.) sýna greinilega málvenju N. T. og
frumkristninnar um þetta »orð«, »Gnðs
oi-ð«. Nálega 90 sinnum talar N. T. uni
»orðið« (logos) í alveg sérstakri merkingu.
aðgreint frá öllu mannlegu orði. Það er
sagt að orðið, Guðs orð, eða orðið Guðs
sé talað. boðað, kennt eða lieyrt, því se
veitt viðtaka, það hafi framgang, (hlaupi
— II. Þess. 3, 1.), eða eflist, eða vegsahi-
ist o. s. frv.
En hvað er þá átt við í raun réttri eða
*) Nýja testamenti verður skammstafað N. f'
hér & eftir.