Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 31
heimjlisblaðið 131 fengið mér kaffi, því ég hafði verið lengi inni í þingsalnum, og datt svo í hug að ganga heim til mín, þar sem hét Mayfair. Klukkan hefir verið sem næst 3,10, þeg- ar ég gekk fram hjá St. Stephens-kirkj- nnni, og klukkan var aðeins 4, þegar éjg Var borinn inn í herbergi mitt, og á þess- um tíma hafði ég farið um 1500 enskar nxílur, fyrir kraft þess dularfulla máttar nr ég óttast að hugsa til. Æ, mér er sem ég sjái lesendur þessara orða sperra brýrn- ar og flestir þeirra fullir vantrúar. Hvað sem því líður, þá er það áreiðanlegt, aö ég þessa marghötuðu stund var í London, svo sem húsmóðir mín og margir aðrir geta borið, og á samri stund var ég einn- ig staddur á Italíu, samkvæmt óhrekj- nndi sönnunum er ég hefi í höndum. £g gekk hratt eftir mannauðum stræt- unum og reykti vindil og teygaði í mig haustloftið. Þegar ég beygði inn í Beltis- stræti festist göngustafurinn minn í vatns- mssisgrind og rann úr hendi mér. Ég laut niður til að taka upp stafinn, og rétti mig svo upp aftur til að halda áfram leiðar minnar. Ég hafði ekki tekið fyrsta skref- ið, er ég varð þess var að mikil breyting Var orðin á umhverfinu. Ég hopaði skelk- uður aftur á bak, og vissi ekki, hvað ég ætti að taka til bragðs. Var ég í þessu vet- fangi orðinn brjálaður? Eða gekk ég í svefni og dreymdi? Breiða Beltisstrætio með rÖðum af rauðum tígulsteinshúsum, °g ljóskerunum var horfið. 1 þess stað var komið þröngt stræti, sem endaðí í hárri steingirðingu. Beggja vegna á steingirð- ingunni voru raðir af fornlegum stein- fiðum, er náðu svo langt sem augað eygði í myrkrinu. Fyrir neðan hvert steinrið stóð myndastytta úr daufgljáandi málmi,1 nieð sverð í höndum. Pau lutu öll í átt- ina til mín og' sýndust ógnandi. Pær sýnd- Ust líkar mönnum í tunglskinsglætunni. Ég stóð í skugganum af gríðarmikillí steinbyggingu, í þeim byggingarstíl, sem mér var að öllu óþekktur. Beint yfir höfði mér skutu sér út illa gerðar veggsvalir, Kemar út ein.u sinni í mánuði, 20 síður. Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 15. apríl. Sölulaun eru 15% af 5-—14 ejn.t. og 20% af 15 eint. og þar yíir. Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: Heluilllsblaðið, Pósth,ólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja. Jóns Helgasonar Bergst.str. 27. er vörpuðu skáhöllum skugga á strætið neðan undir, þar sem ég stóð, og gerði dimmra en annars myndi. Mér fannst loftið hlýrra og þrungnara ilmi en ég áð- ur hafði vanist og tunglið skína skærara frá heiðríku himinhvolfinu en nokkurn tíma getur átt sér stað í þokuborg'inni miklu. Fyrst í stað hélt ég að þetta væri ein- hver uudrasýn, er hyrfi jafn skjótt aftur, svo ég gæti haldið leiðar minnar ofan eft- ir Beltisstræti, og hélt ég' því niðri í mér andanum, en það beið ekki lengi; til þess að ég vissi, að þetta var engin missýning, heldur sjónleikur, er ég skyldi taka þátt í og' meðan ég var að reyna að horfa geg'n- um myrkrið, sem umgirti steinbygging- una, fóru leikendurnir að koma. Kerra með tveim hestum fyrir — einhverju mjúku hafði verið vafið utan um hófa hestanna, því ekkert heyrðist til þeirra — var ekið að endanum á þrönga stræt- inu, og tveir menn stigu út. Peir námu snöggvast staðar í tunglskinsgeislunum, svo ég sá þá mjög greinilega. Eftir því sem ráða mátti af búningi þeirra, voru þeir Súðurlandamenn, heldri maður og þjónn. Sá fyrrnefndi var hár og grann- ur með slýg'rænan andlitsblæ og með stór dökk augu, hann var klæddur síðri yfir- höfn, en neðan undan henni sást koma skór á sverðsskeiðum. Hinn maðurinn var lægri en hraustlegri, með þykkan, hrokk- inn kamp og flóttalegur útlits. Hann var í samkyns yfirhöfn og húsbóndi hans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: