Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 107 ttiiðöldunum að samríma náttúruspeki og' heimskoðun Aristótelesar og' annara frum- sPekinga við biblíuna; fékk hin heiðna sPeki af því svo mikla helgi, að ekki mátti °rði hagga. Frumkvöðlar frjálsrar nátt- Prurannsóknar fengu að kenna á því lengi Ham eftir; greindi hana eitthvað á við frumspekina, þá þótti það vera goðgá og V£U' þess oft hefnt greypilega. Galilei varð Uokkurs konar píslarvottur í þeim skiln- •ngi. Þá er næst að segja frá því, að Kosmos H., stórhertogi í Toskano hét Galilei ríf- legum árslaunum og öðrum hagsbótum, ef hann vildi ganga í þjónustu sína. Þessu ^ostaboði tók Galilei, sem aldrei skyldi verið hafa. Því að þótt hertoginn væri verndari listamanna og vísindamanna, eins og fyrirrennarar hans höfðu verið, há stóð svo á, að í Florentz, þar sem Gali- ^ei átti nú að setjast að, réðu þeir einnplt lögum og lofum, sem andstæðastir voru uilri frjálsri rannsókn náttúrunnar. Gamla uáttúruspekin nægði þeim; væru bornar örigður á hana, þá var ltlerkunum að ’Uæta. Og í Florentz varð Galilei fyrir harðinu á þeim og rannsóknarréttinum hlræmda. Auk þess átti hann fjölda ö.f- Uudarmanna og beittu þeir óspart rógi og undirferli til þess að hann kæmist undir öóm klerkanna. Galilei lét það nú vera fyrsta verkið sitt f Florentz að gefa út allar uppgötv- auir sínar í heimi stjarnanna, til þess að uðrir eignuðu sér þær ekki, eins og oft hafði gert verið. Á árinu 1610 birti hann, uð Saturnus væri þrefaldur eða vængjað- ur, því að hann gat ekki greint hringi stjörnunnar í kíki sínum frá henni sjálfri. Hann sá kvartilaskifti á Venus og var há fengin skýlaus sönnun fyrir því, að ^enus gengi kringum sólina. Og fyrstur athugaði hann .sólblettina og ályktaði af heim, að sólin snerist um sjálfa sig. Árið 1611 fór Galilei til Rómaborgar og uPpgötvaði þar sumt af því, sem nú var talið. Hann setti stjörnukíki sinn upp í garði Bandini kardinála; var honum sýnd- ur þar hinn mesti sómi. Var hann nú bú- inn að ná hámarki gæfu sinnar. En nú fór andúðin g'egn honum að magnast, enda var hann óvæginn í garð andstæðinga sinna og réðst einatt all- meinlega á náttúruskoðanir frumspek- inga; var sú glíma fyrir löngu hafin, því að árum saman hafði hann opinberlega fylgt kenningu Kópernikusar. Þetta not- uðu andstæðingar hans og öfundarmenn sér til þess að gera aðsúg að honum; töldu þeir, að frumspekin og biblían væru sam- hljóða um það, að sólin gengi kringum jörðina. Klerkur einn í Toskana prédik- aði gegn þeirri römmu trúarvillu, að jörð- "in væri látin skoppa um himingeiminn. Og einhver meinfyndinn munkur þeytti að Galilei ræðu út af orðunum: »Galilear, hví standið þér hér og horfið til himinsF< Á næsta ári (1613) ritaði Galilei bréf Costelli ábóta og sýndi þar fram á, að orðalag' biblíunnar ætti eigi að skilja eft- ir vanalegum hugmyndum frumspeking- anna, því að biblían væri ætluð til að vísa mönnum veg sáluhjálparinnar; biblíuna greindi jafnt á við gamla og nýja heims- kerfið. Annað bréf ritaði hann Kristínu, stórhertogafrúnni, líks efnis og studdi þar mál sitt með því að vitna til kirkju- feðranna. En þá var það, að svartmunkur einn, Lorini að nafni, lagði bréf Galileis til Castelli ábóta fyrir rannsóknarréttinn (í febrúar 1615); en rétturinn vísaði því máli frá sér og kvað Galilei skyldi óhultur vera fyrir allri áreitni, ef hann héldi sér eingöngu við kerfi sitt og leiddi rök að því, en léti biblíuna eiga sig; var þetta sannnefnt heilræði í raun og veru. En andstæðingar Galileis létu ekki af undirferli sinni. Galilei fer til Rómaborg- ar árið eftir og ætla sumir, að honum hafi verið stefnt þangað; aðrir halda, að hann hafi ætlað að fá skýlausa staðfestingu páfa og höfuðklerka hans á skoðun sinni. En víst er það, að málið kom aftur fyr-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: