Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 20
120 Lúkasarguðspjalls, minnir á sjónarvott- ana er síðan gjörðust »þjónar orðsins«. Eina nýja atriðið í I. Jóh. 1, 1. eru fyrstu orðin: »Það sem var frá upphafi«. Þau orð benda á forlilve.ru »orðsins«, en um hana er skýrast talað í byrjun Jóh. guð- spjalls. »1 upphafi var orðið og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð, það var í upp- hafi hjá Guði«. Um þessa byrjun Jóh. guðspjalls hefir margt verið ritað fyrr og síðar. Gríska orðið logos (orð) var notað svo mjög í ýmsum heimspekisritum fyrir og um daga Krists, að fræðimenn síðari tínra fengu víðan völl fyrir ýmsar ágizkanir um »framandi heimspekisáhrif« á þessi inn- gangsorð guðspjallsins. En það má vel skýra þau frá biblíulegum eða gyðingleg- um uppruna einum. Það er ekki rúm né staður til að ræða það mál ítax-lega( hér. En benda má á þessi atriði: I fyrsta lagi: Fortilvera Orðsins (Krists) er ekkert nýrnæli né sérkenning Jóhann- esai’. Jesús hafði sjálfur sagt: »Áður en Abraham var var ég«, — og allur post- ulatíminn taldi hana sjálfsagða. il öðru lagi minna inngangsorðin á mörg orð G. T. »f upphafi«, — alveg eins og byrjun sköpnarsögunnar. Það er sem Jó- hannes sé að minna á, að skaparinn hafi komið að nýju til að endurskapa synd- spillta fyrri sköpun, (sbr. Jóh. 5, 17). En »orðið« var — eins og spekin — til áður en jörðin var mynduð (sbr. Préd. 8, 22— 30), og var með Guði, (sbr. Préd. 8, 27. Spekinnarbók 9, 4). Ennfremur talar G. T. sumstaðar um orðið sem sjálfstæða per- sónu (sbr. Sálm. 107, 20: »Guð sendi út orð sitt og læknaði þá«). 1 þriðja lagi er aðalatriði inngangsorð- anna: »Orðið varð hold«. En með þeim orðum undirstrikar guðspjallamaðurinn og staðfestir málvenju alls N. T. um »orö Guðs«. Hið talaða orð Drottins er holdi heimilisblaðið klætt í Jesú, það er orðið söguleg, áþreif- anleg staðreynd. Og þegar Jóhannes seg- ir: »Vér sáum þess dýrð«, þá segir hann í raun og veru sama og Lúkas, er hann talar um »sjónarvottana« er vottuðu það, sem þeir höfðu séð. Að lokum Ixið ég gætna og skynsama lesendur blaðsins, að lesa þessa ritgerð tvisvar svo að meginatriði hennar festist í minni þeirra. Ég Ireysli því, að þeim -verði þá síður að tjóni að heyra grunn- hygghar fullyrðingar hálfkristninnar uiu, að aðalerindi Krists hafi verið að »laga« hugmyndir manna um Guð, og flytja þeim nýja og betri siðalærdóma. Vera má aö það fari flcirum svipað og mér, að verða hálfóglatt við að heyra þessháttar grunn- færni flutla í nafni kirkju og kristindóms. ögleði er að vísu leiðinleg, en hún er þð smámunir hjá hinu, að trúa grunnfærn- inni og bíða við það tjón á sálu sinni. Sigurbjörn Á. Gíslason- Spakmœli Guð einn er nhorfandi í leikhúsi lifsins, nienn- irnir eru á' leiksviðinu, og eru allir leikendur í sorgarleiknum. « Pó þú fljúgir gegnum himingeiminn lil yztu endimarka, þá hefir þú aðeins séð einn. stein ■ byggingu Guðs. Og þó þú látir huga þinn f um alla, eilifð, þá muntu samt ekki komast að þrepskildi bústaðar Guðs. Allar þjóðir ákalla, hann, og á öllum tungum nefnist hans nafn, en aldrei verður hann vegsamaður fullkomlega, þó leysingjar verði rœðusnillingar, og stokkar °t- steinar færu að tala. (Tyrkneskt). « Maður nokkur baðst fyrir og sneri baki aö Mekka. Mnhameðsprestur gekk þar fram hjú og sagði: »Skammastu þín ekki, guðlausi maður, að snúa baki þínu að húsi Drottins?* Pá svaraöi maðurinn: »Reyndu að snúa þér þangað, sem Guð og hans hús ekki er«. (Persneskt). Sá, sem þykist þekkja Guð, h,ann þekkir hann alls ekki. Kn sá, sem finnur, að Guð er óskiljan- legur, hann þekkir hann, (Indverskt).

x

Heimilisblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4422
Tungumál:
Árgangar:
71
Fjöldi tölublaða/hefta:
561
Gefið út:
1912-1983
Myndað til:
1982
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Jón Helgason (1912-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: