Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 10
110
HEIMILISBLAÐIÐ
hinn yndislegasti staður. En ill mun Gali-
lei hafa þótt þar seta sín og ófrelsi. Var
hann skömmu síðar fluttur til vinar síns
erkibiskupsins á Siena, því að landfarsðtt
gekk þá í Florentz. En óðara en henni
létti af, lét Galilei flytja sig til búgarðs
síns í Arcetri; þar dvaldi hann, það sem
eftir var æfinnar eins og fangi á sínu eig-
in heimili; iðkaði hann þar vísindi sín.
Sá harmur bar honum þar að höndum,
að hann missti Maríu dóttur sína; veikl-
aðist heilsa hans mjög við þann harm,
enda var hún áður farin að bila. Beidd-
ist hann þess þá, að hann mætti fara til
Florentz og leita sér þar bjálpar; en rétt-
urinn synjaði honum þeirrar farar, þang-
að til seinna (1638), en setti honum þó
ríkar skorður.
Á þessum árum hugði hann iðulega að
stjörnum og iðkaði aðrar greinir náttúru-
spekinnar, svo sem lögmál hreyfingarinn-
ar og samdi rit um það efni; mat hann
það mest allra rita sinna; var það prentað
á Hollandi, því að heima fyrir mátti nú
ekkert rit birtast eftir hann.
Síðasta uppgötvun hans í heimi stjarn-
anna var viðvik (libration) tunglsins
(1636). Eins og kunnugt er mörgum, þá
snýr tunglið ávalt sömu hlið að jörðunni;
en nú er hraði tunglsins misjafn eftir því,
hvort það er nær eða fjær jörðu; af þessu
leiðir, að hægt er að sjá lítið eitt inn á
randir þeirrar tunglhelftar, er frá oss
snýr. Þegar tunglið er fyrir ofan sólbraut-
ina, þá sést mest af neðri röndinni, en aft-
ur á móti mest af hinni efri, þegar það er
fyrir neðan brautina. Þetta nefnist viðvik
tunglsins, af því það eins og víkur sér
lítið eitt við.
Árið eftir (1637) missti hann sjónina á
hægra auganu og nokkrum árum fyrr var
hann orðinn blindur á vinstra auganu.
Blindunni olli athugunarelja hans og svo
næturloftið; varð hann nú alblindur á
fáum mánuðum. Þá ritar hann í einu bréfi
sínu: »Guði hefir þóknast það, og þess
vegna sætti ég mig við það«.
Eitthvað virðist þetta mótlæti hans hafa
dregið úr harðýðgi réttarins, því að nu
fengu ágætir menn, bæði útlendir og inu*
lendir, að heimsækja hann. 1 þeirra tölu
voru þeir enska' þjóðskáldið Milton, Gass-
endi, sá er gaf Galilei það ráð, að leggF1
eigi líf sitt í hættu fyrir annað eins og
það, hvort sólin stæði kyrr eða eigi
þó fylgdi hann nýju kenningunni. Loks
fengu lærisveinar hans tveir að vera með
honum: Vincenzo Viviani (1622—1703),
sá ,er fyrstur fann, að ljósið bærist í bylg'J"
um og Torricelli (1608—1647), sá er fyrst-
ur fann loftvogina. — Síðast missti Gali-
lei heyrnina líka.
Galilei dó starfandi. Hann var að flytj11
fyrir lærisveinum sínum framhaldið uf
riti sí-nu um hreyfinguna; en er hann vav
nýbyrjaður, hneig hann niður af slagi,
jan. 1642.
Þetta er nú í fæstum orðum saga þess
manns, sem fyrstur manna lauk upp fyf'
ir mannkyninu heimi stjarnanna
grenslaðist eftir því lögmáli, sem skapav-
inn hefir sett í þeim heimi. —
En hann skyggndist líka inn í lögmál
náttúrunnar á jörðu niðri. Hann fann log'
mál hengilhreyfingarinnar af sveiflum
hengilampans í dómkirkjunni í Pis0
(1583); en óðara en hann hafði fundið þa&
sá hann, að mpð því mátti mæla tímanm
sérstaklega gæti það komið að haldi, el'
læknar þyrftu að telja æðarslög á sjúk-
um mönnum. Hann gerði fyrstur manna
grein fyrir misjöfnum fallhraða jafiv-
þungra hluta; það væri viðnám loftsins>
semi væri þess valdandi. Fleira mætti telja-
er eftirmenn hans rannsökuðu nánar, e11
honum gafst sjálfum færi á. —
Galilei var þrátt fyrir allt brautryðj'
andi í ýmsum greinum náttúruvísindanna.
Hann athugaði svo margt og margur nátt-
úrufræðingurinn átti síðar Galilei aÚ
þakka, að hann komst á réttan rekspöl i
vísindalegum rannsóknum, einkum 1
heimi stjarnanna.
Einn af þeim var Hollendingurinn