Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 28
128 HEIMILISBLAÐIÐ Símón þagnaði allt í einn, en ábótinn hélt áfram: »Þegar konan, sem þú elskar er öðrum bundin. Var það ekki þetta, sem þú ætlaðir að segja? Eg skil þig vel. Ég skil líka, að þú finnur þig vanmátt- ugan gagnvart heiminum, sem þú þarft að heyja þína baráttu í. En það ér leið út úr öllum ógöng- um. Þess vegna scgi ég: Leitáðu þess, sem þú elsk- ar. Þú þarft að reyna, nvort er meira virði konan, sem þú elskar eða lífið hér hjá okkur. Fyrst þegar þú ert viss um það, getur þú gert þér von um að finna frið. Ég sagðist ef til vill skrifta fyrir þér. Það mun ég gera, en ekki núna. Við skulum báðir íhuga málið og' finna leiðina«. Priorinnan hafði sagt Helenu, að vinnan í sjúkra- búsi klauslursins væri erfið. Og hún hafði komizt að raun um, að svo var þennan mánuð, sem hún hafði unnið þar. Þótt ekki vildi hún kannast við það, var hún oft að hníga niður af þreytu. Lyfjá- emiurinn var allt af fyrir vitum hennar. Hún sofn- aði með hann, og vaknaði til hans. Og allt af fannst henni, að hún hefði stunur og vein sjúklinganna fyr- ir eyrum. Það var kvöld, og hún gekk um sjúkrastofurnar í síðasta sinni þennan dag' ásamt systur Agnes. Þær þurftu ekki mikið að gera. Flestii* sjúklingarnir voru sofnaðir. Að síðustu fóru þær inn í umbúðastofuna, til þess að taka þar til, áður en þær færu að sofa. Sýstir Agnes ýtti verkfæraskúffu inn í skápinn, þar sem hún átli að vera, og leit meðaumkunar- augum á Helenu. »Þú ert þreytt, góða mín«, sagði hún vingjarn- lega. Hún sá, að Helena hafði dökka bauga neð- an við augun, og hún skjögraði, þegar hún gekk yfir gólfið. »Nei, ég er ekki þreytt«, sagði Helena og reyndi að hrosa. »Mér líður ágætlega. En í dag hefir verið óvenju erfitt. Finnst þér það ekki líka, systir Agnes?« Systirin ætlaði að svara, en þá var harið að dyr- um. Hún gekk að hurðinni og lauk upp. Við dyrn- ar stóð innfæddur Flonolulu-húi. »Við kömum hér með hvítan mann. Hann hefir fengið stungu, Ijóta stungu í annan handlegginn«. »Hvaðan kemur hann?« spurði systir Agnes. »Ég fann hann sjálfur. Hann lá hér á götunni að sjónum. Ljótur maður. Allur í l)lóði. Mann er hér úti«. »Við skulum koma honum inn«, sagði systir Agnes, »og vita, hvað hægt er að gera fyrir hann. Enn Skrítlur Maður einn, sem mætti stúlku ’’ KÖtu úti, var sov djarfur að víkja sér að henni og kyssa hana. »Herra minn,!« hropaði stúlkan ut- an við sig af reiði. »Eruð þér vit* laus, við höfum aldrei sést fyrr«. »Ungfrú!« sagði maðurinn auð- mjúklega. »Þér verðið að fyrirgefa mér I þetta skipti. Ég veðjaði nefni- lega við vin minn í gær um að ég skyldi kyssa fallegustu stúlkuna 1 Lænum hvenær sem ég mætti henni á götu«. Stúlkan brosti ánægjulega. Pað va> anðheyrt, að henni var runnin reiðin. - >' 1 þetta sinn skat jg fyrirgefa yð' ur«, sagði hún, »en þér megið aldrei gera það aftur«. Hann: »Þú hefir gifst mér aðeins vegna peninganna minna«. Húln:. »Já, það viðurkenni ég'. E11 þú giftist mér vegna fegurðar minn* ar«. Hann: »Já, og nú er hvort tveg'ffj11 h,orfið«. Hann (eftir að hún hefir sagt »já:< við bónorðinu): »Og þú segir að Þu hafir aldrei verið trúlofuð áður?« Hún: »Já«. Hann: »En, hvernig getur staðið 1 því, — ég hélt að allar ungar stúlk- ui trúlofuðust að minnsta kosl' tvisvar eða þrisvar sinnum áður o» þær giftus,t«. Hún: »Já, það geri ég nú líklega líka, En sjáðu til! Það hefir eng>nI1 beðið mín fyrri«. Maður nokkur sem hafði farið * þrjár sö,lubúðir varð þess var þega1 hann kom heim, að hann hafði týn- íegnhlífinni sinni. Hann sneri þegal við og fór í búðirnar til að spyrja

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað: 6.-7. Tölublað (01.06.1942)
https://timarit.is/issue/308402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6.-7. Tölublað (01.06.1942)

Aðgerðir: