Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 4
Seychelleyjarnar liggja dreifíSar í Indlandshafi, austur af Madagaskar. sína uppi á höfðinu til þess að spara skó- sólana. Þar sem þær nema staðar til þess að setja upp skóna — þar eru bæjarmörk- in.“ Á Mahé-eyju er tími næstum óþekkt hug- tak. Klukka dómkirkjunnar slær tvisvar á hverri klukkustund — í fyrra sinnið á heil- um tíma, og í síðara sinnið tveim mínútum síðar, af tillitssemi við þá, sem kannski heyra ekki fyrri sláttinn. Þrisvar í viku öslar lítill ferjubátur yfir til Praslin-eyjar, sem liggur dreymin og blá úti við sjóndeild- arhring í fjörutíu kílómetra fjarlægð. Þar er í senn óvenjulegur og dásamlegur gróð- ur, sem ekki fyrirfinnst annars staðar á jörðunni; enda var það einmitt á Praslin- ey, sem Gordon hershöfðingi taldi, að Ed- ens-garður hefði verið forðum tíð. Ferðin á milli þessara tveggja eyja tekur aðeins sex klukkustundir og kostar ekki nema fimm rúpíur — á að gizka 30 ísl. krónur — en ekki eru þeir ýkjamargir af íbúum Mahé, sem yfirleitt nenna að leggja á sig slíka reisu. „Til hvers ætti maður að vera að fara í ferðalag?" sagði einn þeirra. Ytri eyjarnar eru í um það bil 1000 kíló- metra fjarlægð frá Mahé, og þar er lífið enn syfjulegra og tíminn enn kyrrstæðari. Á dögum heimsstyrjaldarinnar fyrri leit- aði þýzka herskipið Königsberg til eyjar- innar Aldabra, sem liggur yzt. Hinir fáu íbúar þar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðr- 224 ið; þeir höfðu ekki hugmynd um, að heims- styrjöld geisaði á jarðkringlunni. Að undanteknum örfáum sjóræningjum og enn færri skipreika auðnuleysingjum, sem hrakizt höfðu þangað, hafði enginn búsetu á Seychell-eyjum fyrr en árið 1770, er Frakkar sendu þangað landnema frá Mauritius. Síðan voru fluttir þangað þræl- ar í hópum frá Afríku, og fjarlægð eyj- anna gerði þær smám saman að ákjósan- legasta stað til að safna saman ýmsum þeim, sem af stjórnmálaástæðum þóttu óæskilegir í samfélagi annarra manna.1) Yfirráð Frakka yfir eyjunum vöruðu stuttan tíma. Brezkar flotadeildir vöndu títt komur sínar þangað á tímum hinna endalausu ensk-frönsku styrjalda, og í hvert sinn gafst franski landstjórinn, Que- au de Quinssy upp og yppti öxlum. Þríliti fáninn var dreginn niður, en að húni sté sá brezki. En ekki voru Englendingar fyrr sigldir burtu en sá þríliti blakti á ný. Styrj- öldin dróst á langinn, og de Quinssy gafst upp alls sjö sinnum með svo mikilli kurt- eisi og stjórnkænsku í viðbrögðum, að hann ávann sér með sanni auknefnið „Talley- 1) Árið 1956 sendu Bretar þangað Makarios erki- biskup af Kýpur, og dvaldist hann þar í rúmt ár. Tek- ið var á móti honum sem heiðursgesti; hann fékk leyf' til að búa í sumarhöll landstjórans og varð mjög hrif' inn af eyjunum. Þegar hann var látinn laus, óskuðu Grikkir eftir að fá leigða íslenzka sjóflugvél til sækja hann, en svo stóð þá á að það var ekki hseg • HEIMILISBLAÐIÖ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.