Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 16
varir, og henni var lagið að tendra líf í þeim hóp sem hún umgekkst. Ruth var létt í skapi við Torsten, en þannig var hún reyndar í viðmóti við alla unga menn. Britt þóttist vita, að afstaða Ruth fór í taugarnar á Torsten. Hann hafði eitt sinn sagt, að allt of mikið væri til í heim- inum af kvenfólki af hennar tagi. „Þær minna á söngkór á sviði,“ hafði hann sagt. „Allt er gert til að láta líta út sem glæsi- legast; en það er allt jafn óekta.“ Kannski var hann enn þessarar skoðunar varðandi Ruth, en hún elti samt hópinn hvert sem þau fóru. Þegar lengra leið, varð Britt svo óörugg, að hún gat ekki gert sér Ijósa grein fyrir neinu lengur. Ruth átti það til að koma til þeirra og segja: „Komdu Torsten, við skul- um dansa.“ Og svo dönsuðu þau, Torsten og hún; og hún leit sínu dökka andliti beint framan í hann — hvað gat Britt vitað, hvort honum fannst til um hana eða ekki ? Vikurnar liðu, og eitt kvöldið sagði Ruth: „Annaðkvöld er síðasta kvöld Tor- stens, og ég ætla að halda kveðjusamsæti. Þið eruð öll boðin. Jæja, hvað segið þið um þetta, ætlið þið að koma?“ Britt greip andann á lofti. Henni varð litið á Torsten. Síðasta kvöldið hans! hugs- aði hún örvingluð. Við verðum þó að vera út af fyrir okkur síðasta kvöldið, ég og hann. „Jæja, hvað segirðu um þetta, Torsten?“ spurði Ruth aftur. „Verulegt svallsam- kvæmi, svo þú hafir eitthvað til að rifja upp á löngum einverunóttum á sjónum!“ Einverunóttum? Hvers vegna þurfti Ruth endilega að minna hann á þær? Og Torsten brosti þakksamlega. „Þetta hljóm- ar fyrirtaksvel, Ruth,“ sagði hann. „En hefurðu ekki alltof mikið fyrir þessu?“ „Nei, sá þykir mér hæverskur!“ sagði Ruth ertnislega. En í mildari tón bætti hún við: „Þér metið sjálfan yður of lítils, kæri herra Lundin. Hefur aldrei nokkur maður sagt yður, að þér séuð einhvers virði?“ Svo hækkaði hún róminn og tal- aði til allra: „Við sjáumst þá sem sagt heima hjá mér á rnorgun." — Allur hóp- urinn klappaði, en Britt fann fyrir þrengsl- um í hjartastað, eins og hún hefði beðið skipbrot. Samt klappaði hún eins og aðrir og hrópaði bravó, því að það eina sem hún átti eftir var stolt. Hún hefði viljað gefa aleigu sína til að geta verið heima þetta kvöld. En það var ógerningur; þau myndu öll veita því sér- staka athygli. Hún klæddist því í betri bún- inginn og bjó sig undir að fara heim til Ruth. Hún valdi sér gulan chiffon-kjól, fór í bronslitaða sandalaskó og setti brons- brúna slaufu í hárið. Þegar hún hafði lok- ið þessu, komst hún að raun um, að hún var dauðuppgefin. Kinnar hennar voru ná- fölar og umhverfis augu hennar voru dökk- ir baugar sökum svefnleysis. Hún bar á sig örlítinn kinnaroða og setti á sig meiri varalit en hún var vön, en samt hélt spegil- myndin áfram að vera sú sama: — það var lítil stúlka í gulum kjól, með óttaslegin brún augu. Aldrei hafði hún elskað Torsten Lundin jafn takmarkalaust og einmitt nú, þegar hún var í þann veginn að missa hann. Hún sat á rúmstokknum sínum og skalf frá hvirfli til ilja, eins og henni væri nístings- kalt. En þegar móðir hennar kallaði upp stigann: „Hann Torsten er kominn!“ greip hún veskið sitt og hugsaði sem svo: Það má enginn fá hugmynd um, hv'ernig mér líður — enginn! Hún hljóp við fót niður stigann, og þarna stóð Torsten og beið hennar. Andar- tak virtist henni sem í augum hans væri óróleg löngun, þögul og dulráðin, rétt eins og hann væri að hugleiða hvernig þetta hefði eitt sinn verið; en svo sneri hann sér að móður hennar og kvaddi hana. Britt kvaddi hana líka, og þau urðu samferða út á garðstíginn, rétt eins og þau væru með öllu ókunnug. Þegar þau komu að húsinu þar sem Ruth bjó, var allur hópurinn úti á svölum og sötraði púns. Ruth lyfti glasi sínu fyrir þeim, og Britt tók eftir því, að augu hennar báru nákvæmlega sama græna litinn og kjóllinn hennar og bandið um svart hárið. „Velkomin!“ hrópaði Ruth, og allur hóp- urinn tók undir: „Hann lengi lifi!“ Torsten roðnaði eilítið og varð feimnislegur, en hjarta Britts tók kipp, því svo mikið elsk- aði hún hann. 236 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.