Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 5
rand Indlandshafs“. Þegar Seychell-eyjar
komust loks í hendur Englendingum til
fulls, með Parísarsamningnum 1814, skipti
hann um nafn og færði það til brezkara
forms — de Quincey — og hélt síðan áfram
að vera þar kyrr sem brezkur landstjóri,
unz hann lézt árið 1827.
Undir brezkri stjórn héldu eyjarnar áfram
að liggja í sama dvalanum sem fyrr. Fyrst
árið 1926 var leitt þangað rafmagn, og
ekki sáu íbúarnir bíl fyrr en árið 1935.
Svo seint sem 1944 tóku Englendingar að
leiða í lög frumstæðustu skólagöngu, og
enn er skólaganga alls engin skylda. Færri
en einn af hundraði íbúanna tala ensku;
langflestir tala frumstæða og blendna
frönsku.
Æðstir allra í samfélaginu (að undan-
teknum hinum brezku embættismönnum,
auðvitað) eru hinir svonefndu les grandes
blancs — „hinir miklu hvítu“ — en þeir
eru margir afkomendur fyrstu frönsku
landnemanna. Þeir búa við fornar, lands-
föðurlegar siðvenjur og eiga stærstu kókos-
ekrurnar. Les grands blancs, sem eru harð-
snúnir andstæðingar allra breytinga, voru
æfir af reiði um þær mundir sem ég dvald-
ist þarna, því að Bretar höfðu þá leitt í
lög, að karlmenn í verkamannavinnu skyldu
fá í lágmarkslaun ca. 420 ísl. krónur á
'tnánuði.
Þrælavinnan, sem afnumin var 1835,
hefur haft djúpstæðar eftirverkanir. Sér-
fræðingur einn staðhæfir, að ekki einn
einasti íbúanna, sé ekki með eitthvert
hvítt blóð í æðum, og fáir, sem ekki hafi
líka eitthvað af svörtu. Þegar barn fæðist,
er fyrsta spurning móðurinnar yfirleitt
ekki, hvort það sé piltur eða stúlka, heldur
hvernig það sé á litinn.
Önnur afleiðing þrælahaldsins er óbeitin
a allri vinnu. Hinir endurleystu þrælar
stóðu í þeirri meiningu, að frelsið hlyti að
hýða það, að þeir þyrftu alls ekkert að
vinna framar. Fæstir eyjarskeggja kærðu
SlS yfirleitt um að vinna handtak. Þeir eru
beirrar skoðunar, að móðir náttúra veiti
Peim allt ókeypis, og það liggur við að vera
sannleikur. Með ströndum fram er urmull
^f fiski, og um allar eyjarnar er gnægð
kokospálma og aldintrjáa. Vinnulaun eru
^Eimilisblaðið
að vísu lág (vinnudagurinn er víðast hvar
sex stundir), en þarna er líka ódýrt að lifa.
Hrísgrjónin, sem eru einskonar skyldu-
fæða, eru innflutt af yfirvöldunum, og
verðið er fastákveðið kr. 2,40 kílóið (ísl.).
Nóg er líka af ódýrum banönum, sem geta
orðið meira en hálfur metri á lengd. Kókos-
hnetan kostar 60 aura. Ég veit um fjöl-
skyldu þarna með 11 börn og mánaðar-
tekjur samtals kr. 1200, tæpar. Þau eru öll
sæmilega haldin og ágætlega til fara.
Svotil allir eyjarskeggjar eru kaþólskrar
trúar. Engu að síður hefur sú tegund af
galdri, er gri-gri nefnist, mikil tök meðal
þeirra enn þann dag í dag. Ekki er langt
um liðið síðan hundum var smalað, augu
þeirra stungin út og þau notuð í gri-gri-
lyfjagerð; síðan var þeim sleppt aftur
blindum. Ekki er heldur svo langt síðan
börnum var rænt og þau líflátin, til þess
að búa til gri-gri-kerti úr fitu líkama
þeirra. Töfralæknar — og það sem þeir
krefjast til sinna starfa — er hverjum
manni kunnugt á þessum slóðum. Vinsæl-
asta lyf þeirra er án efa ástardrykkurinn.
Furðulega margar af hinum fögru og
grannvöxnu stúlkum þessara eyja eru út-
bærar með blíðu sína fyrir hvern sem er.
Félagsfræðingur nokkur komst svo að orði
og stundi: „Nauðganir eru óþekkt fyrir-
bæri — enda með öllu óþarfar“. 43 af
hverjum 100 börnum fæðast utan hjóna-
bands. Leiðtogar kirkjunnar eru mótsnún-
ir þessu ástandi. Kaþólska kirkjan er nú
hætt að taka önnur börn til skírnar á
sunnudögum en þau, sem fædd eru í hjóna-
bandi, — hin verða að gera sér að góðu
að hljóta skírn á virkum dögum. Auk þess
hótar kirkjan því að framkvæma alls ekki
skírnina, ef nafn föðurins er ekki gefið til
kynna. Til þessa liggja beinar hagkvæmni-
ástæður — því að reynt er að koma í veg
fyrir, að hálfsystkini fari að giftast inn-
byrðis.
En að ástinni frátalinni lifa íbúar Sey-
chell-eyja mestmegnis á kókoshnotum. Þær
eru fluttar til Indlands sem kopra (þurrk-
að kjötaldin hnetunnar), og síðan er unnin
úr þeim olía. Kopran nemur tveim þriðju
hlutum af útflutningi Seychell-eyja. Aðr-
225