Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 19
‘pakklœti rauðskinnans
Barnasaga eftir Axel Bræmer.
Reiðilegur rymjandi, sem breyttist í lágt
baul, ómaði gegnum eyðiskóginn. Síðan
heyrðist hjartaskerandi angistaróp úr
mannsbarka. — Hraustur, amerískur sonur
eins landnemans, Bob að nafni, greip í
handlegg föður síns, veiðimannsins John
Thomsons.
„Hvað var þetta?“ spurði hann spenntur.
„Skógarbjörn,“ svaraði veiðimaðurinn
stuttlega, „og hann hlýtur að hafa ráðizt
á einhvern.“
„Við verðum að koma til hjálpar,“ hróp-
aði Bob upp.
„Að sjálfsögðu,“ svaraði veiðimaðurinn,
sem þegar í stað hafði tekið byssu sína af
öxl sér og var reiðubúinn að skjóta. Bob
hafði einnig litlu Winchester-byssuna sína
tilbúna. Þeir fóru svo hratt sem þeir gátu
gegnum skóginn í áttina þangað sem hljóð-
ið kom. Þeir feðgarnir voru á veiðum í
Rocky-skógunum, kletta-skóglendi, ekki
langt frá bjálkakofanum þar sem þeir áttu
heima. Á nokkrum mínútum náðu þeir
fram að rjóðri einu og námu þar staðar,
undrun slegnir. 1 rjóðrinu miðju stóð há-
vaxinn skógarbjörn á afturfótunum. Fram-
hrammana hafði hann vafið utan um Indí-
ánadreng og þrýsti honum að sér með öfl-
ugu og lífshættulegu taki. Drengurinn
hafði aðeins langan, gljáandi Bowie-hníf að
vopni, og hann lét hnífinn dynja á þykkum
feldi bjarnarins hvað eftir annað. En smá-
vægilegar skeinurnar, sem hann veitti dýr-
inu á þennan hátt, virtust aðeins auka á
grimmdaræði þess.
„Rauðbjörn,“ tautaði Johnson og mund-
aði riffil sinn. En hann hugsaði málið bet-
ur og lét riffilinn síga. „Ég gæti alveg eins
hæft drenginn eins og björninn," mælti
hann. „Það er varla hægt að bjarga hon-
um úr því sem komið er. Og svo er hann
líka bara Indíáni.“
„Rauður eða hvítur, það er sama,“ hróp-
aði Bob. „Hann er þó mannvera! Ég ætla
að gera eina tilraun."
Hann bar byssuskeftið upp að andlitinu.
Winchester-byssan gall við, og skyndilega
hneig björninn saman. Hann veltist um,
nokkrum sinnum, og síðan lá hann afvelta,
að hálfu leyti ofan á rauðskinnanum. Hann
var dauður.
„Bravó, Bob!“ hrópaði veiðimaðurinn
upp og skálmaði í átt til dýrsins. „Þetta
var meistaraskot! Þú hæfðir hann beint í
augað. En líklega er rauðskinninn dauður
líka.“
„Nei, pabbi,“ svaraði Bob. „Það hefur
bara liðið yfir hann.“
„Já ég sé það núna. En hann hefur þó
særzt illa. Hvað eigum við að gera við
vesalings piltinn?“
„Við verðum að bera hann heim til okk-
ar,“ svaraði Bob.
Þeir útbjuggu börur úr trjágreinum og
fluttu hinn meðvitundarlausa dreng heim
í bjálkakofann, þar sem kona veiðimanns-
HEIMILISBLAÐIÐ
239