Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 34
Hann andvarpaði af feginleik, þó eins varlega og unnt var. En um leið og hann gerði það, varð honum ljóst, að hann hlyti lengi að hafa haldið niðri í sér andanum. Og þegar hann dró andann að sér, varð óhappið. Hann hnerraði ofsalega. Sam varð náfölur yfir svo augljósu kraftaverki, en jafnaði sig samt heldur fljótt. Gaby var samt komin upp í vagn- inn og herti á Jósef Cervales. Hún hafði tekið byssuna upp úr töskunni, en gafst ekki færi á að nota hana. Sam skaut byss- una úr höndum hennar og miðaði því næst á kistuna. Henry heyrði skotin, því að Sam notaði ekki hljóðdeyfi. Hávaðinn af fjórum eða fimm byssuskotum var svo ærandi, að hann yfirgnæfði alveg brothljóðið í rúð- unum í líkvagninum. Henry heyrði smell- ina, þegar kúlurnar lentu á kistunni. Loks fór vagninn af stað, en Henry fann, að hann var særður á hægra handlegg. Stanzað var undir eins og Gaby og lík- mönnunum fannst það gerlegt og kistu- lokið skrúfað af. Henry hafði meðvitund, en var mjög máttfarinn eftir blóðmissinn. Kúlan hafði flegið handlegginn frá oln- boga og upp á öxl. Sárið var ekki lífshættu- legt, en samt nógu slæmt. Gaby sýndi, hvað hún var hæf hjúkrunarkona með því að binda um handlegginn, þótt öll nauðsynleg sárabindi vantaði. Svo var ekið í loftinu, það sem eftir var leiðarinnar. í líkkistuverzlun Jósefs Cer- vales var kistunni komið fyrir á venjuleg- um stað milli pálma og blómapotta. Þar reis Henry upp og gat stigið upp úr kist- unni, þegar hann var búinn að hressa sig á koníaksglasi. Gaby hélt svo áfram við læknisaðgerð- ina. Þrátt fyrir sársaukann, harkaði Henry af sér, þegar Gaby fjarlægði kúluna með töng og viðeigandi sótthreinsunarvökva. Þegar hún hafði bundið um sárið, hringdi hún í Monier, sem kom í leigubíl um níu- leytið og sótti Henry. Gaby fullvissaði Henry, að hún gæti séð um sig sjálf. Þau ákváðu að hittast síð- degis daginn eftir, föstudaginn 25. júní. Gaby laut yfir Henry, sem sat í hæginda- stól í móttökuherbergi útfararstjórans, og hvíslaði að honum með varirnar rétt við munn hans: ,,Ef þér hafið fyrirgefið mér, þá finnst mér nærri því ég hafa unnið til þess að fá einn koss.“ Henry brosti. „Úr því að ég er ekki kominn í gröfina, þá þarf ég ekki að standa við heitið um að hoppa upp úr kistunni." Gaby kyssti hann. Jean Monier blístraði lágt. „Það er furðulegt, hve þú ert orðinn mikið kvennagull.“ Henry leit tortryggnislega á Jean. Afbrýðisemin minnti hann á Alice. Hann blygðaðist sín dálítið fyrir þennan Gabyar- koss — því að honum hafði raunar líkað hann vel. Þar sem Gaby var farin með leigubíl til óþekkts áfangastaðar, þá varð Henry að lofa útfararstjóranum nánari útskýring- um á þessum sögulegu viðburðum dagsins við fyrsta tækifæri. Auðséð var á augun- um í Jósef Cervales, að hann þyrsti mjög í vitneskju um það allt, en hann vildi ekki heyra minnzt á borgun fyrir greiðann. Jósef útfararstjóri var dálítið ringlaður í kollinum, þegar hann stóð eftir fyrir utan fyrirtæki sitt, en Jean og Henry óku burt. Hann skildi ekkert í öllu þessu tilstandi, en hann var ánægður með sjálfum sér yfir því að hafa getað endurgoldið Henry hjálp- ina. Þegar vinirnir tveir höfðu komið sér fyrir í leigubílnum, sneri Henry sér að Jean og mælti: „Nú eigum við eftir að bjarga Alice.“ XVII. Henry Bering og Jean Monier héldu rak- leiðis til íbúðar Moniers, en þar töldu þeir sig nokkurn veginn örugga. Henry varð að segja frá öllum viðburð- um síðustu daga, og það í öllum smáatrið- um, en það sem kom Jean mest á óvart, var fyrirheit læknisins um, að nú væri þeim aftur heimilt að berjast gegn honum. Jean sagðist hafa snúizt kringum sjálfan sig síðustu dagana í algerri örvinglun yfir vanmætti sínum. „Ég gat blátt áfram ekki lagt frænku 254 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.