Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 25
13. Þegar Harley haföi horft upp á Elísu komast
klakklaust yfir um, þaut hann inn í ferjukrána. Þar
var hann svo heppinn að rekast á tvo þrælaveiðara,
menn sem gegn þóknun leituðu uppi og handtóku
strokuþræla.
14.. Hann tók þá í sína þjónustu, mælti fyrir um,
hvernig leitinni skyldi hagað; kvaðst nauðsynlega þurfa
að ná í drenginn og útskýrði fyrir þeim hvar hann
hefði misst af honum. Þeir þinguðu um launin fyrir
ómakið, og Harley varð að láta af hendi drjúgan skild-
ing, auk þess sem þrælaveiðararnir fyrirhuguðu að
selja Elísu í New Orleans, þar sem fagrar þrælakonur
voru í háu verði, og siðan ætluðu þeir að hirða þann
ágóða sjálfir.
15. Gegnblaut og örþreytt höfðu þau Elísa og sonur
hennar komizt að stórum bóndabæ, þar sem tekið var
vei á móti þeim og reynt að ylja ísköldum höndum
þeirra og fótum. Bóndi og kona hans höfðu einmítt
verið að ræða um nýju lögin, sem samþykkt höfðu verið
i Ohio, þar sem bannað var að greiða götur þeirra
þræla, sem flýðu yfir fljótið frá Kentucky. Þá hafði
vinnustúlkan stungið höfðinu inn um gættina og beðið
Þau að koma sem snöggvast fram í eldhús.
16. Þar sat þá Elísa og sagði sögu sína; hvemig hún
hefði orðið að flýja til að bjarga syni sínum, og að nú
væri hún elt uppi. Hjónin hlýddu hrærð á frásögn
hennar, og ákveðið var að koma henni fyrir á öruggari
stað strax þetta sama kvöld.
X
HEIMILISBLAÐIÐ
245