Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 35
mína í neina hættu/‘ sagði hann. „0g þó var ástand ykkar verra en nokkru sinni fyrr. Ég veit hreint ekki, hvað ég hefði tekið til bragðs, ef ég hefði ekkert heyrt frá ykkur fyrir annað kvöld. Ég vona, að þér finnist ekki, að ég hafi svikið ykkur?“ Henry bað hann að láta nú ekki svona. Því næst fór hann að lýsa fyrir honum nýrri árásaráætlun, og Jean hlustaði af mikilli athygli án þess að taka nokkru sinni fram í fyrir honum. ,,Ég verð að ná Alice úr klóm læknisins,“ sagði Henry að lokum. „Ég verð frávita, ef hún verður enn lengi í þessu ástandi." Jean kinkaði kolli til samþykkis. „Þú elskar hana,“ sagði hann rólega, „og það get ég ekki láð þér.“ „Áttu við, að þú elskir hana líka?“ hreytti Henry út úr sér, en Jean starði á hann steinhissa. „Þú ert nú meiri kjáninn,“ hrópaði hann upp yfir sig. „Þeir hljóta að hafa hitt þig í höfuðið í staðinn fyrir handlegginn! 1 fyrsta lagi fer ég aldrei á slíkar laumu- veiðar — ekki einu sinni þótt um sé að ræða stúlku, sem erft getur milljónir. I öðru lagi mundi hún alls ekki líta við mér, meðan þú ert á jörðinni. Og í þriðja lagi er ég í vináttutengslum við stúlku, ef ég fæ þá tíma til að hugsa um það vegna um- stangsins kringum ykkur.“ Henry létti mjög, er hann heyrði þetta, en varð samt að spyrja um eitt enn. „En ertu nú viss um, að henni falli ekki betur við þig en mig?“ „Nú, hún hefur aldrei spurt mig, hvort ég væri trúlofaður, hefði verið það eða hætta væri á, að ég yrði það.“ „Hún hefur heldur ekki spurt mig um það,“ sagði Henry. „Ég verð að tyggja þetta rækilega ofan í þig. Skilur þú það, að hún hefur aldrei spurt mig hvort ég væri heitbundinn stúlku, en hún hefur spurt mig, hvort þú værir það. En þú mátt ekki segja henni frá því, að ég hafi sagt þér þetta, því að ég lofaði að þegja yfir því. Og nú verð ég að reyna að gera eitthvað, en þú verður íið koma þér í rúmið!“ Daginn eftir hringdi Henry til dr. Pauls. Hafi sá síðarnefndi orðið hissa vegna beiðni Henrys um samtal, þá lét hann það ekki á sér heyra, en stóð sjálfur við hliðið til að taka á móti honum, þegar Henry beygði inn á milli hliðarstólpanna á ákveðn- um tíma. Henry ók nú aftur á svarta bíln- um sínum, sem hafði verið sóttur í bíla- geymsluna í Evreux. Dr. Paul var ekkert nema elskulegheitin. Þeir skiptust á venjulegum kurteisisorð- um á leiðinni til skrifstofu læknisins, og Henry furðaði sig á stillingu læknisins. Hann hefði getað orðið mikilmenni, ef hann hefði ekki vorið svo spilltur öðrum þræði. „Nú verðið þér að segja mér, herra Ber- ing, hvers vegna þér eruð kominn aftur,“ sagði læknirinn, þegar þeir sátu saman við borðið með kex og sherryflösku á milli sín. „í einu orði sagt, læknir, þá er ég kom- inn til að eiga viðskipti við yður.“ „Ég bjóst við því,“ sagði dr. Paul og kinkaði kolli. „En annars get ég frómt frá sagt ekki komið auga á hvernig þér ætlið að koma málum yðar fram. Ég býst þó við, að þér ætlið að segja mér það.“ „Já, auðvitað! En fyrst verð ég að spyrja yður þriggja spurninga, og ég væri þakk- látur, ef ég fengi skýr svör. Fyrst og fremst vil ég fá að vita: Er heilsufari ung- frú Kerlon á sama veg farið og síðast, þegar ég sá hana?“ „Alveg eins, herra Bering.“ „Og hversu lengi eruð þér að koma henni til eðlilegrar heilsu?“ „Fjórar eða fimm klukkustundir. Ekki er hægt að gera það á skemmri tíma án þess að stofna sjúklingnum í hættu.“ „Loks þetta: Hve langur tími líður, þangað til þér opinberlega getið lýst yfir fullkomnu andlegu heilbrigði hennar?“ Þegar læknirinn heyrði þessa spurningu, lokaði hann augunum, spennti greipar of- an á magakúlunni og sat þögull og hugsi. „Þetta var merkileg spurning,“ sagði hann loks. „Ég held ég sé ekki alveg viss um, hvert þér eruð að fara.“ „Ég skal útskýra þetta betur. Ef full- komlega gildar ástæður væru fyrir hendi, gætuð þér þá ábyrgzt, að ungfrú Kerlon hefði lagalega séð, til dæmis klukkan sex í kvöld, endurheimt fulla geðheilsu?" heimilisblaðið 255

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.