Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 2
SKUGGSJfl
BRÚABSMÍÐAR.
Brýr eru einhver elztu mannvirkin, sem smiðuð hafa
verið. Gjár og fljót eru trafalar, sem menn þurfa
œvinlega að sigrast á. Bjálkabrúin er gerð úr saman-
settum bjálkum, og styrkt með burðarstólpum.
Steinbogabrúin er byggð eingöngu úr múrsteinum
og steinsteypu. Stóreflis múrbogi hvelfist yfir gjána
og við enda hans smærri bogar, sem eru einkum til
þess gerðir að spara efni. Yfir bogana er síðan jafnað
með steinsteypu.
Hversvegna lætur hundurinn tunguna lafa?
Þegar heitt er í
veðri, eða þegar
hundurinn hefur
reynt mikið á sig,
lætur hann tunguna
lafa út úr sér. Er til
nokkur útskýring á
því?
Hitastig líkamans
þarf helzt alltaf að
vera sem jafnast, og til þess að svo sé, þarf líkaminn
að hafa einhverja stjórn á hituninni. Þegar vöðvarnir
vinna, myndast hiti. Ef ekki væri hægt að hleypa þess-
ari hitaukningu að verulegu leyti út úr líkamanum,
mundi líkamshitinn hækka svo mjög, að hættulegt yrði.
Mannslíkaminn losar sig við hitaaukninguna með
vókvaútgufun gegnum svitakirtlana, sem dreifðir eru
um allan líkamann, en á hundsskrokknum eru svita-
kirtlarnir tiltölulega fáir. Þess vegna verður hann að
losna við vökvaútgufunina á öðrum stöðum, og þeir
staðir eru munnvatnskirtlamir á tungunni.
Þegar ný byggingarefni komu til sögunnar, fóru
menn að byggja brýr á nýjan hátt. Þá voru byggðir
bogar úr járnbentri steinsteypu, styrktir með gildum
stálstöngum, og á þá boga var sjálf brúin fest.
Þegar um breiðar gjár eða fljót er að ræða, byggja
menn hengibrýr. Þar er akbrautinni haldið uppi af
geysidigrum og sterkum virköðlum. Slíkar brýr eru
byggðar þar sem menn þurfa að komast af með sem
fæsta burðarstöpla, vegna þess að djúpt er til botns
eða grunnurinn ekki nægilega harður.
Heimilishlaðitf
kemur út annan hvern
mánuð, tvö tölublöð
saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 50.00. I lausa-
sölu kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er 14.
april. — Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti
27. Sími 36398. Pósthólf 304. — Prentsm. Oddi h.f.
Gleðileg jól!
Gott og farsælt komandi ár!
Heimilisblaðið.