Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 23
V
OLADYRÐIN
Sjá eilífa dýrð frá Guðs álmættis stól
þau indælu, björtu og heilögu jól,
hjá lifandi Guði svo Ijómandi skær.
Vér lofum þig, Drottinn og frelsari kær.
Ó, Kristur, að jötu vér komum í trú,
því konungur dýrðar um eilífð ert þú,
í lotning og hógværð þar lútum vér þér
því lofgjörð og heiður og vegsemd þér ber.
Þú komst hingað niður með kærleik til vor
ef kannað vér gætum þín heilögu spor,
frá jötu að krossi, ó, Jesú minn kær,
hve jóladýrð birtist þá fögur og skær.
Er hjörtu vor líta þín heilögu jól
og himnanna dýrðlegu eilífðar sól,
þau sæluna finna á sannleikans stig
og, sonur Guðs, lofa og vegsama þig.
Margrét Jónsdóttir
frá Búrfelli.
itl
tiL-Zib