Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 21
Frá töfrabrögðum
til lækníslyfja
Þegar þið smyrjið kaldar hendurnar með
feiti eða berið smyrsl á brunasár á fingri,
verður ykkur sennilega ekki hugsað til
þess, að þá eruð þið að framkvæma athöfn,
sem heiðnir forfeður okkar í grárri forn-
eskju myndu hafa kallað fórn. í hvert sinn
sem forfeður okkar söfnuðust á þeirri tíð
kringum fórnarbálið, þar sem fórnað var
svínum og stundum mönnum til heiðurs
æðri máttarvöldum, var fita sú sem af
fórninni draup mjög mikið eftirsótt, því
álitið var, að hún byggi yfir töframætti,
sem læknað gæti alla sjúkdóma. Menn
sóttust því eftir að safna blótfeitinni og
smyrja sig með henni.
Nú á dögum hefur fita og alls konar olía
miklu hlutverki að gegna í læknisfræðileg-
um tilgangi. Það hefur sem sagt verið ein-
hver kjarni af sannleika í þeim töframætti,
sem forfeður vorir tileinkuðu þessum efn-
lögum „Sitjandi Nauts“ í bækistöðvum
hans.
Ósigur Custers hershöfðingja þýddi það,
að herförin gegn Indíánunum endaði með
algjörum ósigri. Indíánahöfðingjarnir
höfðu með fullkominni herkænsku og tækni
unnið sigur á hinum hvíta óvini sínum,
sem varð að hopa undan og viðurkenna
ósigur sinn í þetta skiptið.
„Rauðskinnarnir eru villtari en dýr,“
mælti veiðimaðurinn, og það fór hrollur
um hann.
„En eitthvað gott er samt í þeim sum-
um,“ mælti Bob. „Annars sætum við ekki
hér núna.“
Það hlaut faðir hans að viðurkenna. Síð-
ar frétti hann, að hinn nafntogaði Vísunda-
Billi hefði fellt höfðingjann „Gulu Hönd“
1 hroðalegu einvígi.
En hvað um Wakonda varð, vissi Bob
aldrei, hvorki fyrr né síðar.
um. Og líkt og farið hefur fyrir blótfeit-
inni, hefur ýmislegt annað af svipuðu tagi
öðlazt þann sess, að vísindin hafa viður-
kennt það sem læknislyf. Hvað þetta snert-
ir má jafnvel segja, að töfrarnir hafi ver-
ið undanfari læknislistarinnar.
Töfra- og verndargripir ýmiss konar,
sem litaðar þjóðir og Evrópumenn á mið-
öldum töldu hafa dularfullan lækningamátt
og verndarorku, hafa í ríkum mæli stuðlað
að þessari þróun. Gripir þessir gátu verið
hvað sem verkast vildi, allt frá mistilteini
upp í dauða köngurló. Og þar sem eigandi
slíks grips trúði einlæglega á lækningamátt
hans, var sú hugmynd all-nærliggjandi, að
máttur hans yrði enn áhrifameiri, ef hann
væri étinn, í stað þess að bera hann aðeins
um hálsinn.
Þegar sjúkur maður át töfragripinn
sinn, gerði það yfirleitt hvorki til né frá —
það var aðeins örsjaldan sem slíkur gripur
var banvænn í eðli sínu. En fyrir kom,
kannski alveg eins sjaldan, að gripurinn
var einmitt úr því efni, sem gat reynzt
hafa heillavænleg áhrif á sjúkdóminn. Þeg-
ar slíkt kom fyrir, komst viðeigandi töfra-
gripur að sjálfsögðu í geysimikið álit, og
smám saman þróaðist notkun hans upp í
almennt viðurkennt húsráð. Loks kom sá
tími, að sjálf vísindin gátu sannað, að
efni þetta mátti nota til lyfjagerðar.
Dæmi um þetta er leið köngurlóarinnar
inn í lyfjafræðina. í gamla daga var lif-
andi köngurló borin innan í valhnotuskurn
sem töfralyf móti köldusótt. Einhver fann
upp á því að gleypa köngurlóna, og það
varð aftur til þess, að dauðar köngurlær
urðu vinsælt lyf meðal almennings við
hvers kyns krankleika. Sömuleiðis var vef-
urinn notaður, einkum til að stöðva blóð-
straum. Duft, sem búið var til úr köngur-
lóm og köngurlóarvef, var selt sem alls-
herjar-bótalyf öldum saman. Síðan kom
tímabil, þar sem læknisdómar af þessu
tagi þóttu hégómi einn. En fyrir tæpri öld
fékk köngurlóarvefurinn uppreisn æru
sinnar: Vísindin komust að þeirri niður-
stöðu, að í honum fyrirfinnst efnið arachn-
idin, sem hefur mjög heilsubætandi áhrif
í vissum tilfellum.
Maurflugur þóttu einnig hafa til að bera
Heimilisblaðið
241