Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 32
peninga við höndina, og tillaga Gabyar um að spila upp á kossa og atlot fékk ekki hljómgrunn hjá Henry, af því að hann gat ekki hugsað sér neitt daður við feg- urstu hjúkrunarkonu í heimi, á meðan vitn- ið þögla lá undir rúminu. Þau héldu þá áfram að spila marías, en töluðu annars þess á milli um allt milli himins og jarðar. Helzta áhyggjuefni Gabyar virtist nú vera vegna alls þess góða fatnaðar, sem hún varð að skilja eftir. Skartgripi sína vafði hún saman í þvottaskinn, og var það allstór pinkill. Henry lofaði að gera allt, sem hann gæti til þess að bjarga þessum fatnaði síðar, og hann ráðlagði henni að fara nú í þau föt, sem henni þætti vænzt um. Meðan hún var uppi að hafa fataskipti, rakaði Henry sig og klæddi. Þegar Gaby kom aftur, fóru þau að spila á nýjan leik til að drepa tímann. Þau skeyttu ekki hið minnsta um dauða þorparann undir rúm- inu. 1 dögun fór Henry niður í dagstofuna til að bíða þar komu útfararstjórans. Stundvíslega kl. sex kom Jósef Cervales og gekk hratt yfir grasflötina í fylgd með manni, sem auðsjáanlega var bróðir hans, já, hann gat meira að segja verið tvíbura- bróðir hans. Henry tók útfararstjórann af- síðis og útskýrði alla málavöxtu fyrir hon- um. Á meðan fór bróðir hans út að lík- vagninum og sótti kistuna, sem var gul eikarkista með handarhöldum úr látúni. Heldur var nú dapurlegt að horfa upp á hana á dýrmætu gólfteppinu í íbúð lækn- isins, en hið rólega yfirbragð Jósefs og bróður hans veitti friði út í umhverfið. Jósef Cervales stóð með hálfopinn munn og hlustaði á skýringar og óskir Henrys. „Ég hef ekki tíma til að ræða smáatriði," sagði Henry rólega. „En þér sögðuzt vilja endurgjalda mér þann greiða, sem ég gerði yður, og nú er tækifærið.“ „Ég er því feginn að geta það,“ sagði Jósef alvarlegur í bragði og með hattinn í hendinni. „Komið með fyrirskipanir yðar, og svo skal ég sjá um, að þeim verði fram- fylgt.“ „Þær eru í því fólgnar, að þér felið mig í kistunni þarna og berið mig út 1 líkvagn- inn. Þessi unga stúlka kemur líka með. Þér akið svo til Neuilly eins fljótt og þér getið, þegar við erum komin upp í. Hafið þér borað loftgöt á kistuna?" „Já, rétt fyrir neðan lokið á báðum hlið- um. Sjáið þau hér! Ég vissi að sjálfsögðu, að eitthvað óvenjulegt var á seyði, svo að ég lét setja þau þar, sem þau sjást ekki. En ég vil fá að vita, hvort ég á að skrúfa lokið á eða ekki. Það mundi koma í veg fyrir, að nokkur færi að forvitnast um innihaldið.“ „Já, en það getur komið í veg fyrir, að ég komist út. Það er annars bezt að skrúfa lokið fast, en skrúfið það af í guðanna bænum, undir eins og það er óhætt, svo að ég hafni ekki í henni.“ „Þér þurfið ekki að vera hræddur um það. Ég skal sjá um, að yður verði það ekki að meini. Er þetta annars til kvik- myndunar, eða hvað ?“ Dökku augun tindruðu í rauðu andlit- inu, og Henry þótti miður að þurfa að valda honum vonbrigðum. „Nei, herra minn! Þetta er upp á líf og dauða. Og nú af stað!“ Henry hafði aldrei vitað, hve þröng svona kista er, fyrr en hann reyndi að liggja í henni. Og ekki tók betra við, þegar lokið var sett á. Hann var þarna einn í lítilli myrkrastofu, þar sem allt angaði af fernisolíu, en hann var samt nokkurn veg- inn rólegur, þangað til Gaby lyfti allt í einu upp lokinu og hvíslaði í eyra hans: „Mér datt allt í einu í hug, að ég hafði gleymt að blanda svefnlyfi í drykkinn hans Sam! Eruð þér með byssuna í jakkavas- anum og hvorum megin?“ Henry sagði henni það, og hún dró hana upp, en duldi aðgerðir sínar sem mest á bak við nýja silfurrefinn, sem hún ætlaði auðvitað að hafa með sér á flóttanum. „Svona til vonar og vara,“ hvíslaði hún. „Gangi yður vel!“ „Til f jandans með hana!“ hugsaði Henry með sjálfum sér og var reiður vegna kæru- leysis hennar. Nema hún hafi þá gert það viljandi? Það gat nú ekki átt sér stað, því að annars hefði það þegar komið á daginn. Andartaki síðar hófst flóttinn fyrir al- vöru. Líkmennirnir tveir báru kistuna á 252 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.