Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 6
ar útflutningsvörur eru: kanill, vanilla, gúanó og — saltfiskur. í flestum löndum verður að skera kókos- hneturnar niður úr trjánum, en hér falla þær sjálfar til jarðar tveggja kílóa þungar. Afraksturinn er hinn bezti; og hnetur þær, sem fá leyfi til að þroskast á trjánum, gefa af sér miklu betri og verðmætari olíu en hinar. En allar þessar sí-fallandi hnetur eru nokkur hætta fyrir höfuðskeljar eyjar- skeggja. Plantekrueigandi einn hefur reiknað út, að á ekrum hans einum falli u. þ. b. 750.000 hnetur af trjánum á ári hverju. En sem betur fer falla þær flestar að næturlagi og snemma á morgnana, þeg- ar fáir eru utanhúss til að verða fyrir þeim. Ein af ástæðunum fyrir því, að Gordon hershöfðingi áleit eyjuna Praslin vera hinn forna aldingarð Eden, er hin merkilega kókoshneta coco de mer (hálfkókoshnotin), sem er harla sérkennileg og vex aðeins þarna og á annarri ey í grendinni. Þetta er stærsti trjá-ávöxtur sem fyrirfinnst á jörðunni; ein einasta hneta vegur um tutt- ugu kíló. Innihald hennar er hlaupkennt og hvítt, og áður fyrr var það álitið hafa töfra- mátt; það gæti læknað gallsjúkdóma og lömun, auk þess sem það væri ástarmeðal fullkomnara en nokkurt annað sem til væri. Gordon var sannfærður um, að coco de mer-tréð, væri einmitt það skilningstré góðs og ills, sem Adam og Eva átu af forð- um daga. Öldum saman var ávöxtur þessi með fá- dæmum sjaldgæfur. Hann fannst stöku sinnum rekinn á strendur umhverfis Ind- landshaf, en enginn vissi hvaðan hann kom. Samkvæmt arfsögn óx hann á heilögu pálmatré „við nafla úthafsins", en hans var gætt af drekum. Á Indlandi voru þær álitnar helgar, og ævintýralegt verð var greitt fyrir þær. Á 17. öld bauð austur- rískur keisari 4000 gulldúkata fyrir eina einustu hnetu af þessari tegund, en tilboði hans var ekki tekið. Árið 1768 komust franskir leiðangursmenn loks að því, hvað- an hneturnar voru upprunnar, og brátt varð markaðurinn yfirfullur. I dag er hægt að kaupa þær í Indlandi fyrir 30—40 krónur stykkið, og á Seychell-eyjum fyrir tæpan tíkall. 226 Jafnvel á eynni Praslin vaxa þessi furðu- tré aðeins á einum stað, sem nú hefur ver- ið friðaður af yfirvöldunum. Ég fór þang- að einn eftirmiðdag, og það var eins og að heimsækja plánetuna okkar fyrir tíu millj- ónum ára. Risavaxnir burknar uxu úr jörð, á hæð við hús. En upp yfir þá gnæfðu hin meira en 30 metra háu coco de mer-tvé, ,.fílár jurtaríkisins“. Um það bil aldar- fjórðungur líður, áður en slík tré fara að bera ávöxt, og það tekur hverja hnetu um sjö ár að ná fullum þroska. Blöð þessa trés eru einnig stórfurðuleg. Þau eru næstum 30 metrar að ummáli, með hörðu, næsta gljákvoðukenndu yfirborði. Þegar þessi risavöxnu pálmablöð bærast hátt uppi yfn’ höfði manns, er líkast því sem risa-flugeðl- ur frumaldar berji vængina. Svo skemmtilega vill til, að á Seychell- eyjum fyrirfinnst í dýraríkinu bein hlið- stæða við coco de mer-tréð: það eru hinar risavöxnu landskjaldbökur, sem aðeins eiga sér annan álíka jafningja — á Galá- pagos-eyjum hinum meginn á hnettinum. Þessar friðsælu skjaldbökur, sem ekki hræðast menn, fyrirfinnast í þúsundatali á eyjunni Aldabra; af stökustu þolinmæði leyfa þær fólki að ríða á baki sér, en skjöld- ur þeirra getur orðið allt að hálfur annar metri á lengd og hæðin um einn metri. Lærðir menn eru enn ósammála um það, hversu gamlar skjaldbökur þessar geti orð- ið, og niðurstöðutölurnar eru þær sömu og varðandi coco de mer-tréð: minnst 200 ár, mest allt að 800 ár. Hætt er við því, að Seychell-eyjarnar verði brátt heimsins fegursta fátækraland. Vegna þeirrar baráttu, sem Englendingai' hafa hafið gegn sjúkdómum, hefur fólks- f jöldinn aukizt til muna, en tekjur eyjanna hafa líka minnkað stórum. Englendingai’ hafa orðið að hressa upp á fjárhag þeirra með stórum framlögum. Eftir ákveðna hvatningu frá landstjóranum, Sir John Torp, tók Lundúnastjórnin upp nýja fjár- hagslega „baráttu fyrir Seychell-eyjum árið 1958. Reynt verður að leggja árlega til 35 milljónir króna, svo eyjarskeggjal’ geti haft í sig og á. Sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, aö kókoshnetuuppskeruna megi auka með nu- HEIMILISBLAÐI0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.