Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 22
yfirnáttúrulegan kraft í forneskju og voru
notaðar við hverju sem var, allt frá heyrn-
arleysi til geðveiki. Cheyenne-Indíánar
álitu eitur maurflugunnar gott við leti og
ómennsku, og Frakkar notuðu soðna maura
við gigt. Og ekki er þetta alveg út í blá-
inn. Á síðari árum hefur verið notazt við
sama eiturefni og fyrirfinnst í maurum,
til að lækna ýmsa gigtarsjúkdóma.
Læknar miðaldanna auglýstu stórvængj-
aðar maurflugur sem sérlega góðar til að
vekja mönnum ástarmátt. Fáeinir dropar
af maurablóði í glasi af góðu víni áttu að
fá ástina til að standa í ljósum logum. Nú
á dögum er notað svokallað maura-Alde-
hyd sem taugastillandi meðal — betur til
þess fallið að hressa menn við eftir óham-
ingjusamar ástir en beinlínis til að vekja
ástarþrá. En annars voru læknisráð mið-
aldanna alls ekki eins óþægileg og ætla
mætti af sumu því, sem hér hefur verið
sagt. Hvað segið þið t. d. um ráðið við
kirtlaveiki? Ráðið var þetta: Kyssið sjö
hreinar meyjar, dætur sömu móður, sjö
daga í röð.
Hin forna aðferð Indverja til að lækna
slöngubit: að gefa fórnarlambinu slöngu-
eitur, er nú viðurkennt af vísindunum.
Indverska stjórnin hefur eytt milljónum í
það að rannsaka önnur læknisráð hinna
frumstæðu íbúa landsins vísindalega. Flest
þau, sem að gagni máttu koma, voru þó
þegar þekkt af vísindamönnum. Undan-
tekning var samt hinn mjúki, ryðbrúni
börkur indverskrar trjátegundar, sem
nefnist Kurchee; almenningur notaði börk-
inn sem meðal við blóðsótt. En til eru
samt enn betri lyf við þeim sjúkdómi.
f Kína hefur einnig verið notazt við svo-
kölluð töfralyf af frumstæðu tagi. Eitt
þeirra var planta, sem innihélt efnið
ephedrin, en það hefur nokkuð lík áhrif
og adrenálin. Forn kínversk læknislist var,
þrátt fyrir allan umbúnaðinn og tilstandið,
grundvölluð á heilbrigðri lífeðlisfræði. Þeg-
ar kínverskur læknir ráðlagði sjúklingi að
gleypa þurrkaða bjarnargallblöðru, þurrk-
að dýrsblóð, steyttar hundstennur eða þurr
skordýr, þá var þar ekki um að ræða lyf
sem engin áhrif höfðu. Bjarnargallblöðrur
hafa örvandi áhrif á gallblöðrur manna;
242
þurrt dýrsblóð inniheldur mikið af járni
í mjög samþjöppuðu formi; steyttar
hundstennur veittu ófrískum konum auk-
inn skammt af kalki, sem þær þörfnuðust,
og ýmis þurrkuð skordýr gátu gefið frá
sér efni, sem höfðu örvandi áhrif á starf-
semi hjartans.
Sígaunar báru gott skynbragð á að búa
til læknislyf, sem þeir umluktu mikilli dul
og létu þá vitneskju berast frá einni kyn-
slóð til annarrar, án þess að vítt færi. Of
háan blóðþrýsting læknuðu þeir með netl-
um; gegn eksemi notuðu þeir vökva fram-
leiddan úr birkiberki. Lungnakvef og ýmsa
skylda sjúkdóma læknuðu þeir með kirsu-
berjasýrópi; magakvalir með humli, og
gigt með blöðum af asktré. Ýmsar af jurt-
um þeim, er þeir notuðu, njóta mikillar
virðingar í nútíma lyfjafræði.
Yfirleitt eigum við mikið að þakka hjá-
trú og kukli fornra tíma, hvort heldur sem
þetta var um hönd haft af þeirrar tíðar
prestum, töfralæknum miðaldanna, galdra-
mönnum eða Sígaunum.
Á Ploridaskaga í Bandaríkj-
unum er sumar og sól á þess-
um tíma árs og hitinn svo
mikill, að fólk vill helzt vera
í skugga. Þessi unga stúlka
hefur náð sér í stórt laufblað
til að skýla sér með.
heimilisblaðip