Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 20
ins tók við honum og annaðist hann af
móðurlegri nærfærni.
„Þetta er Cheyenne-Indíáni,“ sagði veiði-
maðurinn, „en þeir eru einna herskáastir
allra Indíána, einkum eftir að þeir fóru að
leggja lag sitt við Sioux-Indíánana, sem
hafa „Sitjandi Naut“ að höfðingja sínum.
En við skulum gera skyldu okkar sem
manneskjur, enda þótt við fáum varla
nokkra umbun fyrir það.“
Svo virtist sem veiðimanninum ætlaði
að verða að orðum sínum. Það eina, sem
þau fengu út úr Indíánadrengnum, var það,
að hann héti Wakonda — „Arnarkló“ —
og væri sonur hins fræga höfðingja „Gulu
Handarinnar“. Ekki lét hann neinn þakk-
lætisvott í ljós, og þegar sárin eftir
hramma bjarndýrsins voru gróin, sem tók
furðu skamman tíma, hvarf pilturinn fyr-
irvaralaust úr bjálkakofa þeirra hjónanna.
Brátt hafði veiðimannsfjölskyldan næst-
um gleymt þessu atviki. Nýir og ekki alls-
kostar skemmtilegir atburðir tóku hugann
fanginn. Þetta var árið 1874, og gull hafði
fundizt í svörtu fjöllunum á landamærum
Suður-Dakota og Wyoming. Gullleitarmenn
streymdu þangað, en um leið gengu þeir
á rétt Sioux-Indíánanna, og þar með hófst
hið mikla Indíána-stríð.
Fjölmargir afskekktir og einmana
bjálkakofar stóðu fyrirvaralaust í ljósum
loga. Eina nóttina var röðin komin að kofa
Thomsons. Sioux- og Cheyenne-Indíánar
réðust á hann í sameiningu og komu bleik-
nefjunum í opna skjöldu. Þeir höfðu í huga
að setja eld í frumstæðan húsakostinn, en
drógu þau hjónin og Bob litla með sér sem
fanga heim í bækistöðvar sínar.
Þar voru þau bundin og komið fyrir í
tjaldi, en tveir sterklega málaðir Indíánar
stóðu vörð fyrir utan. Það voru ekki glæsi-
legar hugsanir sem skutu upp kollinum hjá
vesalings föngunum. Þeir sáu ekki fram á
annað en verða að líða píslarvættisdauða,
bundnir upp við trésúlu.
„Það er úti um okkur,“ stundi veiðimað-
urinn og togaði árangurslaust í taumana,
sem héldu honum föstum.
„Svo lengi sem við lifum, eigum við von,“
svaraði Bob. „Það getur margt skeð enn.“
Faðir hans hristi höfuðið. Hann var bú-
240
inn að gefa upp alla von. í hönd fór nóttin.
Varðmennirnir tveir fyrir utan tjaldið
tóku starf sitt auðsjáanlega ekki of alvar-
lega. Bleiknefirnir gátu heyrt hrotur þeirra
inn í tjaldið. Kannski voru þeir búnir að
fá skammtinn sinn af „eldvatninu", sem
Sioux-Indíánarnir höfðu haft á brott með
sér úr forðabúri bjálkakofans. En skyndi-
lega heyrði Bob veikt skrjáfur. Andartaki
síðar tók hann eftir því, að gat var stungið
á tjaldið með beittum hníf, og rist á. Ein-
hver kom inn og skar á f jötrana, sem héldu
honum bundnum.
„Rólegur, hvíti drengur,“ hvíslaði rödd
í eyra hans. „Wakonda ætlar að frelsa þig.“
Þegar Indíánadrengurinn hafði leyst
Bob, gekk hann til foreldra hans og skar
á fjötra þeirra líka. Innan stundar voru
þau öll þrjú laus og liðug.
„Þessa leið,“ hvíslaði Wakonda og smaug
út um rifuna sem hann hafði skorið í tjald-
ið. Þau fylgdu á eftir honum, gætilega. Með
ýtrustu varfærni leiddi hann þau gegnum
bækistöðvar Indíánanna og út í skóginn.
Þar nam hann staðar.
„Farið í þessa átt,“ mælti hann og benti.
„Þar hittið þið hvíta menn með vopn. Cust-
er hershöfðingja, „Langa Ljósa Hárið“,
sem er á leið hingað. En sláizt ekki í fylgd
með honum, því hann er að vaða út í opinn
dauðann.“
„Hvernig getum við þakkað þér, piltur
minn?“ mælti Thomson hrærður. „Þú
bjargar lífi okkar og færð áreiðanlega bágt
fyrir.“
„Ekkert að þakka,“ svaraði Indíána-
drengurinn hreykinn. „Þið eruð óvinir. En
þið hafið bjargað mér frá bjarndýri í
skóginum. Því getur Wakonda ekki gleymt.
Þið hafið hjúkrað mér. Ég hef frelsað ykk-
ur. Þá erum við kvitt.“
Að svo mæltu hneigði hann höfuðið lítil-
lega og var horfinn inn í skóginn.
Þremenningarnir gengu nú í þá átt, sem
hann hafði sagt þeim, og viti menn: innan
skamms rákust þau á ameríska herbæki-
stöð. Þaðan héldu þau áfram heim til sín.
Stuttu síðar heyrðu þau fréttina um mann-
fallið í her Custers, þar sem Sioux- og
Cheyenne-Indíánarnir höfðu eytt 775
manna herliði, er reynt hafði að ráða niður-
HEIMILISBLAÐIÐ