Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 28
STÚLKA Á FLÓTTA
FRAMHALDSSAGA
Við venjulegar aðstæður hefði Henry
haft í fullu tré við Nick, af því að hann var
miklu stærri. Glæpamaðurinn var lítill og
rindilslegur, þótt hann væri vöðvastæltur
og þéttur fyrir. En nú var allt Henry í
óhag. f fyrsta lagi var hann enn veikburða
eftir innspýtinguna og yfirliðið síðar, og í
öðru lagi varð honum ekki ljóst, fyrr en
um seinan, að hér var ekki barizt eftir
neinum leikreglum. Það var nú eitthvað
annað. Það var sama sem sjálfsmorð að
sýna einhverja tillitssemi, og þó kom það
Henry á óvart, þegar hann varð var við, að
þorparinn var að leita að augum hans með
fingrunum til að þrýsta þeim inn.
Henry tókst að varpa Nick af sér, en þá
var hann strax magnþrota. Hann greip
andann á lofti, og tök hans á vöðvastæltum
handleggjum Nicks linuðust. En einu var
hann þó feginn: Nick hafði orðið að láta
skammbyssuna falla, af því að hann hafði
gripið til augna Henrys með báðum hönd-
um.
Þeir blésu og stundu báðir eins og villi-
dýr í áflogunum. Vínþefurinn úr vitum
Nicks ætlaði alveg að kæfa Henry. Ýmist
var Nick ofan á eða Henry. Þegar Henry
gat, reyndi hann að koma hnefahöggi
á oddmjóa höku þorparans. Þegar það
hafði engin áhrif, þá lét Henry allar regl-
ur lönd og leið og þreif gleraugun af Nick.
Það var í sjálfu sér dularfullt, hve lengi
þau höfðu tollað, en þorparinn varð órór
við missi þeirra, einkum af því að Henry
gat fylgt þessum litla sigri eftir með því
að slá hausnum á Nick utan í vegginn.
Henry gat líka komið á hann höggum, en
svo náði Nick undirtökunum að nýju.
Augljóst var, að Nick hafði aðeins eitt í
huga: að kreista líftóruna út úr Henry. Og
Henry átti brátt í miklum örðugleikum,
þrátt fyrir örvæntingarfulla mótspyrnu.
Ekki varð það betra, þegar hann varð var
við, að langir og fallegir fótleggir Gabyar
flæktust fyrir þeim. Henry sá í svip, hve
fagurlega þeir voru skapaðir, og þann
smekk stúlkunnar að velja sér undirföt af
léttasta tagi. Hún var horfin á næsta auga-
bragði, og Henry sortnaði fyrir augum,
þegar Nick þreif í hár hans, dró hann að
sér og setti hnéð upp undir hökuna.
Þetta var svo mikið högg,'að Henry lá
við yfirliði. í nokkrar sekúndur var hann
aftur ofan á Nick eins og ódrepandi ljón,
en svo dró úr kröftum hans og höggin
urðu máttlaus. Henry gat ekki haldið út í
fimm sekúndur til viðbótar, en hann þurfti
þess ekki heldur. Hann heyrði lágvært skot
í sjálfvirkri byssu með hljóðdeyfi, og það
í annað sinn þetta sama kvöld. Þorparinn
litli féll saman. Kúlan hafði farið gegnum
gagnaugað, en Gaby stóð hjá reikul í spori
og horfði á.
Andartak ríkti dauðakyrrð.
Þá féll stúlkan á gólfið og stundi af
hryllingi. Henry reyndi að hugga hana eins
og bezt hann kunni, þegar hann gat staðið
upp. Hann tók byssuna af henni, lagði
handlegginn um axlir hennar og gat látið
hana setjast á rúmið.
Þau voru bæði dösuð, og Henry var auk
þess særður og náttföt hans sundurrifin.
Sama var að segja um fallega hjúkrunar-
búninginn hennar. Hún var náföl og sagð-
ist mundu kasta upp. Henry var fyrst í hug
að sýna henni vorkunnsemi, en ákvað svo
að breyta um aðferð, því að hann vildi ura-
fram allt fá að vita, hvað nú tæki við.
„Ljúkið þá af uppsölunni," sagði hann
hranalega. „Við getum ekki verið hér miklu
lengur.“
„Þér gátuð ekki annað gert,“ sagði
Henry hughreystandi, og hann mælti af
heilum hug. Hefði hún ekki gert út af við
Nick, þá hefði Henry áreiðanlega legiS
dauður á gólfinu.
248
HEIMILISBLAÐIÐ