Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 30
kolli til samþykkis. „Já, það er einn af for-
sprökkunum hjá heilbrigðiseftirlitinu, sem
kemur á ólíklegustu tímum. Hann er líka
fjarska forvitinn."
„Fyrirtak! Fyrst hringið þér í lækninn
og segið honum, að ég hafi verið að kála
Nick. Þér segið nákvæmlega frá öllum
viðburðum, að því undanskildu, að þér
segið, að ég hafi banað honum en ekki
þér. Svo segið þér honum, að þetta þefdýr
frá heilbrigðiseftirlitinu hafi boðað komu
sína á morgun — og svo stingið þér upp
á því að koma líkinu út úr húsinu, áður
en þessi fulltrúi komi. Haldið þér, að
hann gíni við þessari beitu?“
„Já, hvers vegna ekki það? Honum fynd-
ist það sannarlega óþægilegt að hafa Nick
hér liðið lík, þegar heilbrigðiseftirlitið er
á ferðinni. En haldið þér, að það sé skyn-
samlegt að segja, að þér hafið skotið Nick?
Hefnir hann sín þá ekki á Alice?“
„Nei, þér hugsið ekki um það. Gerið
eins og ég hef sagt Og svo eitt enn: Segið,
að ég hafi vitneskju um, að þér hringið,
og ég hafi neytt yður til þess að spyrja
hann, hvort samningurinn okkar í milli sé
enn í gildi. Segið aðeins þetta: „Bering
vill fá að vita, hvort samningurinn er enn
í fullu gildi.“ Getið þér munað þetta?“
Hún endurtók fyrirmæli hans, hagræddi
fötum sínum, svo sem hægt var og fór út.
Henry var að hugsa um það næstu tuttugu
mínúturnar, meðan hann beið eftir henni,
hvort hann gæti treyst henni, og hann
komst að þeirri niðurstöðu, að hann ætti
einskis annars úrkosta. Ef hún brygðist,
var útséð um bráðan flótta, en allt virtist
benda til, að hún væri honum hliðholl.
Frásögn Gabyar gaf góðar vonir, og
Henry var nú þeirrar skoðunar, að hann
hefði heppnina með sér.
„Læknirinn bað mig að segja yður, að
samningurinn sé í fullu gildi. Ég á að losa
mig við Nick eins snemma í fyrramálið
og hægt er. Ég sagði, að Nugent frá heil-
brigðiseftirlitinu kæmi um hádegið, og
læknirinn sagðist ætla að reyna að vera
kominn um þrjúleytið. Nugent fengi hér
hádegisverð, og ég yrði að gera allt til að
tefja fyrir honum, eins og hægt væri. Er
þá ekki allt klappað og klárt?“
„Jú, en hvað sagði hann um fráfall
Nicks?“
„Hann var dálítið afundinn út af því,
en tók því samt með stillingu. Ég held, að
einhverjir hafi verið í herberginu hjá hon-
um, því að hann talaði svo lágt. Ég sagði
honum frá öllu eins og þér óskuðuð eftir
og lagði sérstaklega áherzlu á, að litli þorp-
arinn hefði verið útúrdrukkinn og reynt
að sýna yður í tvo heimana.“
„Það er heldur ekki fjarri sanni. En nú
verðum við að snúa okkur að næsta atriði.“
„Já, en segið mér, um hvað f jallar samn-
ingur yðar við dr. Paul? Eða má ég ekki
vita það?“
Henry horfði rannsakandi á hana.
„Það er mál, sem okkur varðar eina, dr.
Paul og mig.“
Henry langaði ekki til að segja Gaby,
að hann vildi fyrir alla muni komast burt
á mánudag, því að hann óttaðist, að hún
hugsaði aðeins um að bjarga sjálfri sér
og léti hann eiga sig. En hún impraði ekki
á því frekar Henry til nokkurrar furðu.
„Það, sem hann hefur lofað, stendur
fast. Að því leyti er dr. Paul riddaralegur!
En segið mér nú, hvernig við komumst út.
Ég fæ ekki séð, hvað Nugent hefur að
segja í því máli.“
„Hann hefur heldur ekkert að segja.
Hann var bara tylliástæða til að fjarlægja
Nick. Þetta er annars ósköp einfalt. Náið
í símaskrá og flettið upp á Jósef Cervales,
útfararstjóra í Neuilly-sur-Seine. Nafn-
spjaldinu hans er ég búinn að glata í öllu
þessu umstangi síðustu dagana. Hann
stendur á því fastara en fótunum, að ég
hafi bjargað honum úr bráðri lífshættu.
Þess vegna hefur hann lofað mér að gera
mér greiða, hvenær sem ég kynni að hafa
þörf á því, og nú er stundin komin. Segið,
að þér hringið fyrir hr. Pierre Dupont. Og
segið honum að koma með bíl, ég á við
líkvagn, klukkan sex í fyrramálið."
„Klukkan sex í fyrramálið? Hann geng-
ur aldrei að því. Ekki einn einasti útfarar-
stjóri mundi gera það.“
„Ég held hann geri það,“ sagði Henry.
„Þér verðið að minnsta kosti að biðja hann
um það og ef hann er með einhver and-
mæli, minnið hann þá á það, sem átti sér
250
HEIMILISBLAÐIÐ