Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 37
„Sumir nota kannski það orð, en ham-
ingjan er eins og kunnugt er hliðholl þeim
hugdjarfa,“ sagði hann. „En að hinu leyti
er nokkur maður svo mikils virði, að menn
afsali sér af frjálsum vilja þeim auði, sem
er tíu sinnum meiri? Jæja, þar sem ekki
er um það að ræða, að hún hljóti arfinn,
þá hefur það atriði kannski lítið að segja.
Samt sem áður verðum við að reikna með
þeim möguleika. Hvað verður uppi á ten-
ingnum, ef hún neitar að giftast yður?“
Henry yppti öxlum og reyndi að vera
eins ákveðinn og hægt var.
„Þér hljótið þó að geta deyft hana, svo
að hún sé þess ekki meðvitandi, að hún
sé að giftast. Ég segi yður það hreinskiln-
islega, læknir, að ég er alveg að örvænta,
og ég sé enga aðra leið út úr erfiðleikunum.
Og hvað sem segja má um loforð yðar,
læknir, þá get ég alls ekki þolað það, að
hún verði lengi innilokuð. Ég sé heldur
enga leið til þess, að hún fái arfinn.“
Læknirinn gaut á hann augunum, en
Henry hélt áfram.
„Ég hefði auðvitað getað farið til lög-
reglunnar í dag í stað þess að fara hingað.
En hvaða gagn væri af því? Hreint ekkert,
heldur aðeins komið fréttinni um geðveiki
hennar út á meðal manna. Sannleikurinn
er sá, að við getum blátt áfram ekki komið
í veg fyrir, að þér klófestið arfinn, og því
beini ég því til yðar, að þér gerið það með
því að heimila hjónaband í stað þess að
nota geðveiki sem ástæðu til að hremma
hann.“
Læknirinn leit rannsakandi á Henry.
„Ég vildi vita, hvort yður er alvara með
þessu,“ muldraði hann. „Ég vildi gjarnan
trúa þessu, en ég er ekki sannfærður. Ég
er hræddur um, að ég hafi ekki metið yður
sem skyldi fram að þessu, og ég vil alls
ekki gera sömu skyssu aftur. Segið mér,
hvaða vernd þér hafið tryggt yður? Ef
ég hringdi bjöllunni þarna, hefði ég þá
ástæðu til að sjá eftir því?“
„Auðvitað hef ég gert allt til að tryggja
sjálfan mig,“ svaraði Henry. „Ef þér sam-
þykkið ekki áform mitt eða reynið að
halda mér hér, þá leggur vinur minn, Mon-
ier, til atlögu.“
Læknirinn nuddaði nefbroddinn með
fingurgómunum. En Henry hélt áfram:
„Fyrst í stað fær hann lögreglunni í hend-
ur bréfið, sem þér senduð mér um daginn.
Ég fann það, sem betur fór, þegar ég
klæddi mig fyrir flóttann. Ég veit ekki,
hvort rithönd yðar er á bréfinu, en lög-
reglan og skiptaráðandinn hafa kannski
áhuga á orðanna hljóðan í því, að ég tali
ekki um heilbrigðisstjórnina og læknaráð-
ið. Þar næst gerir hann sitt bezta til að
fá eiðsvarna skýrslu frá Gaby Vallís, en
hún getur áreiðanlega hjálpað okkur mik-
ið, ef hún vildi.“
Henry þagnaði og horfði beint í augu
dr. Pauls.
„Og loks,“ hélt hann áfram, „fer Monier
fram á úrskurð til að fá frænda Alicear
grafinn upp til að fá skorið úr um dánar-
orsökina. Þér einn vitið, hvort það getur
borið nokkurn árangur."
Læknirinn lét ekkert uppi um tilfinn-
ingar sínar, heldur horfði fast í augu
Henrys.
„Þökk fyrir útskýringarnar," sagði hann
loks. „Er um önnur skilyrði að ræða fyrir
samþykki eða frávísun á kröfu yðar, af-
sakið, ég á við tillögu yðar?“
„Hreinasta lítilræði," svaraði Henry.
„Monier vill svo að eitthvað sé nefnt fá bíl-
inn sinn aftur.“
„Sjálfsagt! Hann stendur í einum af
bílskúrunum, og ég skal engrar leigu kref j-
ast fyrir geymsluna á honum.“
„Gaby vill helzt fá fötin sín, og ég lof-
aði að gera það fyrir hana, sem í mínu
valdi væri. Þar að auki er spurningin um
öryggi hennar sjálfrar! Hún lofar að þegja
yfir leyndarmálum yðar, ef þér farið eins
með hennar mál.“
„Þetta virðist sanngjarnt. Ég geng að
yðar skilyrðum, hr. Bering, ef þér gangið
að mínum. Ég set aðeins tvö skilyrði, og
þau eru sanngjörn: Þegar þið Alice eruð
gift, þá gerið þið hvorugt kröfu til arfs
eftir frænda hennar.“
„Samþykkt.“
„Og hitt skilyrðið er, að þér leyfið mér
að vera viðstaddur, þegar þér biðjið Alice-
ar.“
(Framhald)
HEIMILISBLAÐIÐ
257