Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 14
síðar mælti hr. Westerberg: „Jæja, komdu nú ekki alltof seint heim.“ Og Torsten sagði: „Nei!“ og þau gengu saman út í garðinn. Hann hafði tekið við gula jakkanum hennar og lagt hann yfir handlegg sér, og jakkinn vii’tist svo hlægi- lega lítill, vegna þess hve maðurinn var há- vaxinn og herðabreiður. Hann leit niður til hennar og sagði: „Ég held ég viti, hvað bezt á við þennan kjól.“ Þau námu staðar fyrir framan blóma- verzlun. Torstein gekk inn og kom út aft- ur með ilmandi vönd af litlum, gulum rós- um. Britt hefði getað grátið af hrifningu. Því að þannig var Torsten einmitt. Hann var ekki fljótur til eða sérlega orðsnar, en hann var fullur umhyggju og góðleik. Hún hafði elskað hann frá þeirri stund fyrir um það bil viku, er einhver hafði sagt svo hún heyrði: „Þetta er Torsten Lundin, Britt, þú hefur víst aldrei séð hann áður.“ Þetta var í tennisklúbbnum, og henni hafði verið ljóst allt frá þeirri stundu, að hún var glötuð. Á meðan þau óku áfram í áttina að litlu sveitakránni, hugsaði Britt sem svo: Kannski segir hann það í kvöld — að hann elski mig. Það var ekkert efamál, að hann elskaði hana. Hann hafði heimsótt hana hvern ein- asta dag í heila viku. Og það mátti sjá það á augum hans; þessu stöðugt spyrjandi augnaráði. Hún hefði síður en svo verið því mótfallinn, að þessi spennta, óvissa hamingja hefði mátt endast sumarlangt — bara ef ekki hefði verið um jafn stuttan tíma að ræða og raun var á. Torsten var lögfræðingur. En hann hafði verið kallaður til þjónustu í flotanum og varð að vera kominn í hann eftir mánaðar tíma. Mánuði eftir að þau hittust fyrst — og nú voru aðeins þrjár vikur eftir. Annars var Britt ekki mjög áhyggjufull út af þessu. Það skipti engu máli, þótt þau yrðu að skilja ... aðeins ef þeim .væri það báð- um ljóst, að þau heyrðu hvort öðru til. Nú voru þau komin næstum því út fyrir borgina, síðdegissólin sendi hlýja geisla yfir litlu trékofana milli klettanna. „Mér fellur prýðisvel við þetta umhverfi," mælti Torsten. „Þegar stríðið er búið, sezt ég að hérna.“ Britt dró andann djúpt. Þetta lét í eyrum eins og öryggi og þó eftirvænting, bundin framtíðinni. Ungur lögfræðingur í smáborg — og fólki myndi áreiðanlega falla Torsten vel í geð. Hann stöðvaði bílinn fyrir framan krána og hjálpaði henni út úr. „Hér er ekki dans- að,“ sagði hann og brosti veikt. „En við getum rabbað saman í rólegheitum.“ Hjarta Britts tók kipp. Hún var svo viss um, að í kvöld myndi Torsten segja hug sinn allan. Hann leiddi hana upp ójafnar húströpp- urnar. „Þegar ég er með þér, Britt,“ sagði hann, „finnst mér í senn eins og tíminn standi kyrr, en líði þó óðfluga. Ég get ekki vel útskýrt þetta.“ Hann reyndi að láta rödd sína hljóma kæruleysislega, en tókst það ekki allskost- ar. Þetta kom Britt á óvart. Hún hafði aldrei fyrr heyrt þennan hljóm í rödd hans. Gat hugsazt, að það væri eitthvað, sem hon- um þætti miður? „Er eitthvað, sem angrar þig, Torsten?" spurði hún. „Ekki annað en það, að tíminn skuli líða!“ sagði hann. Hún vildi svo gjarnan hafa hughreyst hann og sagt: „Það gerir ekkert til, vinui’ minn. Bara ef við elskum hvort annað, get- ur aðskilnaðurinn ekki gert okkur neinn skaða.“ En slíkt gat hún ekki sagt. Þess í stað sagði hún glaðlega: „Tíminn er það sem maður fær út úr honum. Kannski get- um við látið þetta kvöld endast okkur eins vel og heilt ár?“ „Satt segirðu.“ Hann brosti. En allan tímann sem þau töluðu saman hvíldu augu hans á henni sem í rannsakandi spurn, og það skildi hún ekki til hlítar. Er þau höfðu lokið við matinn og Bi’itt var að hella í bollana, gekk Agneta Grevius framhjá og kinkaði kolli til þeirra. Hún virtist þreytt og föl að sjá. Britt kinkaði á móti og hvíslaði að Toi’- sten: „Þetta er Agneta Grevius, ein af beztu vinkonum mínum. Nú heitir hún reyndai’ Agneta Hedberg. Hún giftist Knut Hed- berg fjórum dögum áður en hann var kall- 234 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.