Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 17
Það var mikil stemmning í hópnum.
Fjöldi af nýjum dansplötum var á fónin-
um, og Ruth lét aldrei verða hlé á skemmt-
uninni eða óþægilega þögn. Britt brosti og
dansaði og hugsaði sem svo, að jafnvel
þótt Torsten hefði verið staddur hinum
megin á hnettinum, hefði hann ekki getað
verið f jarlægari henni en hann var einmitt
nú.
Tunglið kom fram úr skýjunum. Ruth
féll í fang Torsteni úti á svölunum og
sagði: „Sjáðu, vinur, ég pantaði mánann
sérstaklega handa þér!“ Svo hallaði hún
höfðinu upp að öxl hans. En Britt dansaði
á meðan við Robert Eriksson. Unz hún
sleit sig allt í einu lausa frá honum og
sagði: „Eigum við ekki að koma inn og
fá okkur svolítið meira púns?“
Þau fóru inn og drukku púns. Skömmu
síðar komu þau Torsten og Ruth inn líka.
Ruth hellti púnsi í glas, dreypti á því og
rétti það síðan að Torsten á meðan hún
mændi á hann sínum grænu augum. Britt,
sem sat í sófanum ásamt Robert, komst
ekki hjá því að heyra, hvað þeim fór á
milli.
Ruth tók aftur við glasinu. „Þína skál!“
sagði hún blíðlega, tæmdi glasið, setti það
frá sér og greip undir handlegg hans. „Ég
kem niður að flotastöðinni og heimsæki
þig,“ heyrði Britt hana segja. „Og þegar
þú færð nokkurra daga orlof, hittumst við
í Stokkhólmi og skoðum borgina saman.“
„Ljómandi,“ svaraði Torsten og brosti.
Britt gat ekki heyrt, hvort hann meinti
þetta, eða hvort hann var bara svona kurt-
eis. Skyndilega fór um hana megn reiði-
hríslingur. — Ruth Palmer ætlaði sér að
heimsækja Torsten í flotastöðina; Ruth
Palmer ætlaði sér að hitta hann í Stokk-
hólmi! Og þessu var öllu ráðstafað eins
og ekkert væri sjálfsagðara!
„Þegar skipið þitt kemur að landi,“ hélt
Ruth áfram, „stend ég áreiðanlega á
bryggjunni og tek á móti þér.“
Já, einmitt, hugsaði Britt. Ruth ætlaði
sér að vera þar reiðubúin til að taka á móti
ungum og einmana manni, sem þráði að
komast í land, — á meðan Britt væri sjálf
kyrr heima í Lönköping og gréti augun
þurr af sorg.
Stúlkur eins og Ruth áttu víst auðvelt
með að haga sér eins og þær gerðu. Þær
gátu verið frjálslegar og uppáþrengjandi
í senn, og öllum fannst sjálfsagt, að þær
höguðu sér þannig. Þær áttu hvorki til
stolt né sjálfsvirðingu, en notuðu sérstaka
veiðiaðferð sem var síður en svo út í blá-
inn.
„Eigum við að dansa?“ spurði Ruth, og
síðan dönsuðu þau saman, Torsten og hún.
Gremja Britt þróaðist upp í miskunnar-
lausa ákvörðun. „Enginn maður hefur rétt
til að gera slíkt,“ hafði Torsten sagt.
„Binda við sig unga stúlku og þjóta svo
á burt frá henni.“ Og á meðan hafði hún
setið kyrr og ráðalaus, stolt og þó bros-
andi eins og ekkert væri. Síðan hafði Ruth
komið í spilið. Hún var ein þeirra kvenna,
sem karlmenn skemmta sér með. Torsten
myndi ekki sjá við gildrunni fyrr en það
væri of seint. En hvers virði var stoltið, ef
maður missti þann eina, sem maður gat
hugsað sér að elska? Hvers vegna gat Britt
ekki leikið sama leikinn á jafn glæsilegan
og áhrifaríkan hátt og Ruth?
„Þú ert fjarska þögul í kvöld, Britt,“
sagði Robert.
Hún brosti í senn vandræðalega og kurt-
eislega. „Ég er með höfuðverk,“ svaraði
hún, „en reyndar er mér að skána, og ég
hef hugsað mér að skemmta mér það sem
eftir er.“ Hún tók fram púðurdósina sína
og púðraði sig, auk þess sem hún lagaði
til varalitinn. Síðan lét hún smella í tösku-
lásnum um leið og hún lét hlutina niður
aftur. „Bless á meðan,“ sagði hún við Ro-
bert fyrirvaralaust og gekk rakleitt þang-
að sem Torsten og Ruth voru. „Eigum við
að dansa, Torsten?“ spurði hún glaðlega.
Það kom skrítinn svipur á Ruth, en hún
neyddist til að draga sig í hlé. Britt og
Torsten luku við dansinn, en þegar þau
voru hálfnuð út af dansgólfinu, sagði hún:
„Komum út fyrir og virðum fyrir okkur
karlinn í tunglinu sem snöggvast."
Þau voru ein úti í garðinum, og máninn
var óvenju bjartur. Britt skyggndist um
og hló við. „Það er engu líkara en hann
hafi verið pantaður sérstaklega handa okk-
ur, sem erum að kveðja Lönköping,“ sagði
HEIMILISBLAÐIÐ
237