Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 15
aður í flugherinn, og hún býr enn heima
hjá foreldrum sínum.“
Torsten drap í sígarettunni sinni í ösku-
bakkanum, og hún gat lesið reiði og ör-
vinglun út úr svip hans. „Já, svona er það,“
svaraði hann og var mikið niðri fyrir. „Ég
hef hugleitt þetta, og mér þykir það ná
engri átt. Það hefur enginn maður leyfi
til að gera slíkt og þvílíkt.“
„Gera hvað?“ spurði Britt.
„Binda unga stúlku við sig, þegar hann
neyðist til að fara burt frá henni strax á
eftir. Hann verður að hugleiða, hvers kon-
ar líf hann býður henni upp á með því
móti. Líttu bara á vinkonu þína.“
„Torsten, við hvað áttu eiginlega?"
spurði Britt óttaslegin.
Hann svaraði ekki strax. Loks sagði
hann: „Ég hef hugsað mikið um þetta,
Britt. Enginn maður hefur leyfi til að
kvænast, fyrr en hann getur boðið stúlk-
unni upp á það heimili og félagsskap, sem
hjónabandið útheimtir. Hann hefur ekkert
leyfi til að binda hana með loforðum og
þjóta síðan frá henni. Slíkt er einber sjálfs-
elska og ekkert annað. Enginn heiðarlegur
maður getur gert það og haft snefil af
sjálfsvirðingu á eftir.“
Hún brann í skinninu eftir að mótmæla
þessu. Hún brann eftir því að hvísla:
„Þannig er það alls ekki, Torsten. Þegar
ung stúlka elskar mann, þráir hún að til-
heyra honum, sama hvað kemur fyrir. Á
þann einn hátt getur hún orðið hamingju-
söm.“ Hana dauðlangaði til að segja þetta,
en gat það ekki.
Þjónninn gekk að borðinu þeirra með
reikninginn og Torsten borgaði. Aldrei á
ævi sinni hafði Britt verið eins hrædd og
nú. Af samvizkusemi og ábyrgðartilfinn-
ingu einni saman ætlaði Torsten sér að
neita henni einmitt um það, sem hún þráði
heitast af öllu! Hann ætlaði sér að neita
henni um þá ósegjanlegu hamingju sem
væri fólgin í því að heyra honum til. Og
hún gat ekkert gert. Ef hann hefði aðeins
sPurt um álit hennar, ef hann hefði látið
hana ráða ... en það hafði hann ekki gert.
Hann hafði aðeins sagt ákveðna meiningu
sína á slíkum hjónaböndum, og nú ætlaði
hann sér að grundvalla vináttu þeirra í
millum; aðeins vináttu. Með hverju andar-
taki sem leið fannst henni hann fjarlægj-
ast meira og meira.
„Eigum við að fara eitthvað annað og
dansa, eða eigum við að aka heim?“ spurði
hann. „Sjálfan langar mig meira til að
dansa.“
Þegar þau gengu inn í dansstaðinn, hittu
þau fyrir hóp af ungu fólki, sem þau
þekktu, og settust við borð þess. Stöku
sinnum tók Britt eftir því, að hann virti
hana fyrir sér yfir borðið með sama augna-
ráðinu og fyrr um kvöldið, en hún þorði
ekki lengur að treysta dómgreind sjálfrar
sín. Þegar maður óskar sér einhvers af
heilum huga, hættir manni til að álíta, að
allt muni fara eins og maður vill.
Loksins var kvöldið liðið og Torsten
keyrði hana heim. í vingjarnlegum tón,
eins og stóribróðir, ákvað hann að líta inn
til hennar annaðkvöld. „Hugsazt getur, að
einhver bíómynd verði á ferðinni, sem
okkur þætti gaman að sjá,“ sagði hann.
„Já,“ sagði hún; annað ekki.
Löngu eftir að Britt var komin í rúmið,
lá hún vakandi og gat hvorki grátið né
hugsað skýrt, því hún vissi, að það var
engin von lengur. Torsten hafði ákveðið
að láta framtíðina vera í fullkominni ó-
vissu. Og sjálf gat hún ekkert aðhafzt,
nema því aðeins, að einhvers konar krafta-
verk ætti sér stað, svo að honum snerist
hugur.
En eftir því sem dagarnir liðu, kom bet-
ur og betur í ljós, að Torsten myndi ekki
skipta um skoðun. Hann kom alltaf í heim-
sókn til hennar á hverjum degi, en þau
voru næstum aldrei ein saman. Kvöldun-
um eyddu þau í félagsskap sameiginlegra
kunningja, annað hvort í bíói eða á dans-
stað. Britt var ljóst, að það bezta sem hún
gæti gert væri að hætta að þekkja hann,
en hún beinlínis gat það ekki, svo hún hélt
áfram að fara út með honum eins og ekk-
ert hefði í skorizt.
Tíminn leið, og hvert sem þau fóru var
Ruth Palmer alltaf í félagi með þeim.
Hún hafði verið gift og átt um skeið heima
í Stokkhólmi, en var komin heim aftur eftir
skilnaðinn við manninn. Hún var mjög
fögur, með stuttklippt hár og dökkrauðar
HEIMILISBLAÐIÐ
235