Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 33
öxlum sér, og Henry sveiflaðist til og frá.
Ekki var það nú þægilegt. Honum fannst
sem ætti að fara að grafa hann lifandi.
Það eina, sem var uppörvandi við þetta
ferðalag, var að heyra fótatak líkmann-
anna og stunur þeirra undir byrðinni. Allt
í einu þagnaði fótatakið, og Henry var
ljóst, að nú var farið um grasflötina. En
nú kom allt í einu ljón á veginum.
„Hvers konar fylking er þetta ?“ heyrðist
sagt hrjúfri, hásri röddu, og Henry þekkti
hana þegar í stað. Þetta var Sam, maður-
inn í leðurúlpunni, sem hafði veitt honum
eftirför í Neuilly.
„Það tókst slysalega til!“ svaraði Gaby
strax. „Svínið hann Bering skaut Nick í
gærkveldi, og læknirinn hefur skipað svo
fyrir, að við komum honum á burt, áður
en Nugent frá heilbrigðiseftirlitinu kem-
u.r.“
„Bering skaut Nick!“ Röddin lýsti megn-
ustu vantrú. „Þetta' verð ég að heyra
tvisvar!“
„Hefur þú ekki þvegið eyrun á þér í
dag, Sam? Bering skaut Nick — myrti
hann. Ertu búinn að skilja það?“
„Hvaða lygasögu ertu nú að japla á?“
„Jæja, hringdu þá til dr. Pauls, ef þú
trúir mér ekki. Þú getur fundið símanúm-
er hans í skrifbókinni, ef þú þá kannt að
lesa. Líkið á að flytja burtu nú þegar, og
hann sagði, að því færri sem vissu það
því betra væri það. Sumum hættir til að
tala of mikið.“
Orð hennar virtust hafa einhver áhrif,
því að Sam glotti dálítið hikandi.
„Jæja, ég er nú ekkert sorgbitinn yfir
því! Mér finnst, að Bering ætti að fá verð-
laun fyrir þessa dáð! En af hverju ertu
svona spariklædd? Þú virðist frekar vera
að fara í brúðkaup en til jarðarfarar. Þú
ilmar eins og rósavöndur. Hver gætir Ber-
ings á meðan?“
Gaby hló, og Henry gat ekki annað en
dáðst að stillingu hennar.
„Æ, hann fékk eina innspýtingu af því,
sem hann gaf mér — sprautu númer sex
— og hún er áhrifamest."
„Já, en það er engin útskýring á útbún-
aðinum á þér,“ sagði hann og var nú blíð-
ari á manninn. „Til hvers ertu með þetta
skinn ?“
„Hamingjan góða! En hvað þú ert for-
vitinn! Þú vilt kannski vita líka í hverju
ég er innan undir! Ég hef mínar fyrir-
skipanir og fer eftir þeim. Ef þú gerðir það
líka öðru hverju, þá gengi þér kannski
stundum svolítið betur.“
Þetta var kannski ábending til hans um
mistökin í Neuilly. Henry gat ekki annað
en brosað, en hann óskaði þess, að Gaby
losaði sig sem fyrst við Sam, því að nú
var hann farið að klæja í nefið, og hann
vissi, að hann hlyti bráðum að hnerra.
Næstu sekúndur voru lengi að líða hjá
Henry og tilfinningum hans er ekki hægt
að lýsa. Hendurnar lágu með hliðunum
og þeim gat hann ekki lyft upp að nefinu.
Hann reyndi að lyfta sér dálítið upp og
nudda nefinu við lokið, en það kom ekki
að gagni. Hann gat ekki komizt að þeim
stað, þar sem hann klæjaði. Svo reyndi
hann að ná þangað með tungubroddinum,
en tungan var ekki nógu löng til þess.
Ástandið fór því versnandi. Hann vissi
vel, að mælska Gabyar gat aldrei útskýrt,
hvers vegna lík hnerrar.
Henry leið allar verstu kvalir. Krampa-
teygjur fóru um fingur hans og fætur.
Tárin runnu niður eftir kinnum hans, með-
an hann barðist við þörfina að hnerra. Og
Gaby hélt áfram að tala eins og hún gæti
haldið því áfram í heila viku. Hún sagðist
fara heim til Nugent til þess að reyna að
seinka komu hans á hælið, þangað til lækn-
irinn væri kominn heim. Sagan var upp-
spuni frá rótum, en hljómaði svo sann-
færandi, að Henry var um það bil að trúa
henni sjálfur. En á henni var einn galli.
Hún var of löng.
Henry skildi ekkert í því, að Jósef Cerv-
ales og bróðir hans hefðu ekki sett kistuna
niður, heldur héldu áfram að láta hana
vega salt uppi á öxlunum. Stúlkukindin lét
dæluna ganga, meðan Henry var í miklum
vanda staddur. Loks linnti málæðinu, og
líkmennirnir lötruðu aftur af stað. Henry
fann, að kistan lenti á einhverju hörðu.
Henni var ýtt til. Loksins var hún komin
í líkvagninn.
Heimilisblaðið
253