Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 26
Hin 18 ára Toni Ann LeVier
fer eflaust hraðast allra irngl-
inga. Hún stjórnar nefnilega
Starfighter TF-104G, sem
flýgur með tvöföldum hraða
hljóðsins. Faðir hennar er þó
með í flugvélinni, en hann er
tilraunaflugmaður við verk-
smiðjurnar í Californíu, sem
framieiða vélarnar.
Hjarðsveinar i Basutalandi í
hjarta Suður-Afríku flétta
hatta úr grófum stráum sér
til dægrastyttingar. Þeir setja
metnað sinn í að hafa þá með
sem fjölbreytilegustu mynztri
og formi. Síðan eru þeir seldir
ódýrt á ýmsum stöðum í land-
inu.
Á stað nokkrum í Bæjaralandi,
þar sem umferðin er geysimik-
il, hafa verið byggð göng imdir
veginn, svo að bændurnir geta
nú rekið nautpening sinn í
haga án þess að þurfa að fara
út í hættulega umferð.
í London er sérstæður sauma-
skóli, sem stofnaður var á tim-
um Viktoríu drottningar. Á
þriggja ára námskeiðum er
nemendunum kenndur hinn
vandasamasti saumaskapur og
ísaiunur. Það er mjög eftirsótt
að komast í þennan skóla og
færri komast að en vilja. Þessi
enska nunna var ein þeirra 36
kvenna frá Stóra-Bretlandi,
sem fengu inngöngu í skólann
þetta ár.
Þessi einkennilega höggmynd
er gjöf frá Frakklandi til
Brasilíu, hinnar nýju höfuð-
borgar Brasilíu. Hún er eftir
franska málarann og mynd-
höggvarann Ange Falchi, sem
hér er að vinna að verki sínu,
sem er 15 m á hæð og vegur
5000 kg.
Þaö eru ekki margir, sem geta
státað af slíkri veiði sem þess-
ari. Þessi túnfiskur er veiddur
úti fyrir strönd Rhode Island
og vegur 270 kg. Þessi túnfisk-
ur mun vera sá stærsti, sem
veiðst hefur undan ströndum
Ameríku.
246
HEIMILISBLAÐIÐ