Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 5
eins að vera 20—30 cm lengri og breiðari en maður í svefnpoka. Að vísu er 'kuldinn hættulegur andstæð- ingur öllum lifandi verum, en við finnum fyrst almennilega fyrir honum, þegar hann hindur bandalag við vindinn. Við höfum öll verið úti í hvassviðri á vetrardegi og verið sannfærð um, að það hlyti að vera miklu kaldara en hitamælirinn svndi. En það er ekkert að hitamælinum; þó að kvikasilfrið sé mörgum strikum fyrir ofan núll, fer kuldinn fljótt að nísta andlit og hendnr, þegar vind- urinn hjálpar til. Áhrif þessa óþægilega sam- starfs sjást greinilega á töflu, sem nokkrir læknar hafa gert. Ef vindhraðinn er 35 km á klukkustund, hefur hitastigið um frostmark sömu áhrif á hriðina og 40 stiga frost í kyrru veðri. Jafnvel á tiltölulega mildum degi með 13 stiga hita, nægir 25 lnn vindhraði á klukku- stund til þess, að andlit og hendur verða fyr- ir sömu kælingu og í 25 stiga frosti í logni. Við þekkjum igðu, sem veit allt þetta. í stormi fer hún krókaleið, þegar hún flýgur til og frá fuglaba'kkanum okkar. Hún kemur þjótandi niður í skjóli við hæð eina, flýgur síðan á ská yfir grasflötina, aðeins hálfan metra fyrir ofan jörð, áður en hún skýzt upp á fóðurbakkann. „Þessi fugl minnir mig allt- af á sundmann, sem syndir á ská yfir straum- harða á,“ sagði konan mín einn daginn. Þessi athugasemd hennar kom mér til þess að hugsa um, að igðan stýrði sér í loftstraumi, og að það hlyti að vera einhver ástæða fyrir því, að hún flaug á þennan hátt. Eg vætti hönd mína og hélt henni upp í vindinn, á meðan ég fór þá leið, sem fuglinn flaug. Á eftir reyndi ég aðrar leiðir, sem um gat ver- ið að ræða. Það var enginn efi: igðan fór af ásettu ráði þá leið, þar sem bezt var skjól fyrir vindi. Og þegar hún ætlaði að fara yfir vindstrokuna, sem blés gegnum garðinn, flaug hún ekki hornrétt á vindinn, heldur flaug niður á við og á ská og lét berast með straumnum eins og góður sundmaður. Síðdegis sama dag dúðuðum við börnin í góan gamaldags, lofteinangraðan fatnað og gengum út í vetrarlandslagið. Við fórum eft- ir slóð hjartarins skjólmegin í brekkunni, horfðum á áflog tveggja igðuhópa og rann- sökuðum göng kátu hreysivísiunnar í snjón- um. Við sáum alls staðar, hvernig dýr og fuglar hafa ráðið fram úr eðlisflæðilegu vandamálunum, sem vindur og kuldi leggja fyrir þau, og svo snerum við glöð heim aft- ur, rjóð í kinnum — og lögðum tvo stóra við- arlurka á eldinn. heimilisblaðið 5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.