Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 38
„Sœktu regnlilífarnar, það rignir og við þurfum að fara í bæinn! ‘ ‘ „Því miður hefur mölur étið klæðið af báðum regnhlífunum og skilið aðeins eftir grindurnar." „Við förum þá í vaðstígvél og sund- boli,“ segir Palli. „Já„ og tökum regnhlífarnar með okkur til Soffíu frænku, hún er eflaust fús að setja nýtt klæði á þær! ‘ ‘ Og það var sannarlega undar- leg sjón að sjá bangsana tvo á ferð þeirra um skóg- inn skömmu seinna. Bangsarnir eru nýbúnir að baka ljúffenga köku. „Við slculum eta hana strax,“ segir Kalli. „Nei, fyrst látum við iiana kólna og leikum okkur úti á meðan,' ‘ svarar Palli. Þeir fara í feluleik og þegar röðin er komin að Palla að leita, fer iiann á bak við tré og telur upp að tuttugu. Á meðan felur Kalli sig — og það svo vel, að ekki er nokkur leið að finna liann, jafnvel þótt öll dýrin lijálpi til við leitina. En allt í einu dettur Palla í liug nýbakaða kakan heima á borði. Og alveg rétt. Þeir koma í því að síðasti munnbitinn hverfur ofan í sælkerann gráðuga.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.