Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 12
Já, þessir eiginmenn SMÁSAGA EFTIR G. SPENSER Nú var ég kominn heim aftnr. ITeim aftur eítir þrjá mánuði. Kg setti ferðatöskuna frá mér og' g'ekk inn. Mamma sat í sófanum. Klukkan var nærri sex, og hún var ekkert að flýta sér með kvöldmatinn. Hún leit upp frá blaðinu, sem hún var að lesa. „Já, en Kis, ert það þú?“ sagði hún. Kjarkurinn minnkaði hjá mér. Mamma var undrandi yfir að sjá mig. Það gaf til kynna, að hún hefði ekki fengið símskeytið frá mér. Ilún vissi þá ekki, að ég var farin á brott frá Poul. Ég hafði ekki sagt það beinlínis, en ég hafði aðeins ymprað á því. Ég vildi gjarna, að hún yrði undirbúin, þegar ég kæmi heim. Því að hversu ógerlegt sem það var að búa lengur með Poul, var ég alls ekki viss um, að ég gæti komið mömmu í skilning um það. „Setztu niður, góða mín,“ sagði mamma. „Þú ert þreytuleg. Var margt fólk með lest- inni?“ Ég leit í kringum mig. Allt var hreint og þokka'legt eins og venjulega. 'Samt vantaði eitthvað. Mér varð ekki strax ljóst, hvað það var, en svo uppgötvaði ég, að gamla reykingaborðið hans pabba var horfið frá venjulega staðnum við hliðina á hæginda- stólnum hans. „Hvar er pabbi?“ spurði ég. Mamma hengdi kápuna mína upp. „A skrifstofunni sinni, býst ég við.“ Ég leit á úrið mitt. Pabbi kæmi væntan- lega heim bráð'lega. Ég óskaði þess, að hann væri þarna núna. Það mundi gera allt miklu auðveldara. Pabbi var ástúðin einskær. Hann mundi ekki koma með spumingar, heldur aðeins leggja handlegginn utan um mig og segja: „Gerðu það, sem þú vilt, litli ang- inn minn.“ Þannig var pabbi. En þannig er mamma ekki. Hún mundi heimta smáatriði. Pleiri en þau, sem hún hefði getað lesið milli línanna í bréfum mín- um. Ef ætlun mín var að fara frá Poul, vildi mamma líka vita hvers vegna. — Það skyldi hún reyndar fá að vita. Ég hafði nógar ástæður. Þó að Poul berði mig ef til vill ekki, var það margt annað. Ef til vill smá- munir, en þeir voru að minnsta kosti nógu stórir til þess að eyðileggja hvaða hjónaband Sem var. Til dæmis eigingirni Pouis og kæru- leysi ... Ég leit á mömmu og fór að hugsa um, hvað hún mundi segja, ef ég segði henni, að Pou'l hefði aldrei skeytt um mig í raun og veru. Allt, sem hann hefði óskað sér, var kona, sem gat búið um rúmið hans og eldað matinn hans. Eina hugsun hans var sú að komast aftur til vinnu sinnar, og hann varð önugur, ef ég kallaði hann inn frá verkstæð- inu. Hvað um það, ef ég segði henni, að við færum aldrei út á kvöldin, af því Poul hugs- aði ekki um annað en þetta andstyggilega verkstæði sitt! Ég var dauðþreytt á að heyra um gíra, blöndunga og Irveikipípur. Og á því að þvo óhreina samfestinga. Ég gat auðvitað vel sagt mömmu allt þettá, en hún, sem hafði alltaf búið með pabba —- ætli hún gæti skilið það? „Hvenær kemur pabbi heim?“ spurði ég. „Það veit ég ekki.“ Mamma stóð á fætur og gekk fram í eldhúsið. „Heyrðu,, þú virð- ist vera svöng. Við verðum heldur að útbúa almennilegan miðdegisverð handa þér í stað- inn fyrir tebollann, sem ég hafði sjálf hugs- að mér að fá mér.“ „Kemur pabbi þá ekki heim?“ spurði ég. Mamma yppti öxlum. „Ef hann gerir það elcki, getum við sjálfsagt bjargað okkur án hans, býst ég við.“ Mér fór að líða illa. „Vinnur pabbi yfir- vinnu í skrifstofunni ?“ spurði ég. „Nei, en nú skulum við ekki tala um pabba þinn meira,“ sagði mamma kæruleysislega. „Segðu mér heldur frá sjálfri þér. Hvernig gengur með Poul og þig?“ Þetta var lausnarorðið. Nú gat ég sagt henni, hvernig málum var háttað. En ég gerði það efcki. Ég leit bara forvitnislega á 12 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.