Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 9
hnappaua á kápunni sinni. Hendur hennar titruðu. Hann gekk yfir gólfið til þess að horfa á tvö af smámálverkuin Marriet, sem héngu á veggnum hennar. Þær voru jólagjöf frá vinstúlku hennar. „Málið þér Hka?“ „Svolítið." Hamingjan góða, hvílíkt ástand. Ilvernig kæmist hún fram úr þessu? „Leggið muni yðar frá yður. Setjizt niður og látið fara ve'l um yður.“ Hún settist á stólinn, sem stóð fjærst legu- hekknum. Regnið buldi á rúðunum, ungi maðurinn einblíndi á hana með döggum aug- um sínum. Ó, hvað þetta var óþægilegt, öfug- snúið og vonlaust. Ilvers vegna hjálpaði liann henni ekki? Sitja þarna, eins og hon- um væri skemmt! Andstyggilegt! . . . Ilvað áttu þau að tala um? Það var ógerlegt fyrir hana að tala fjörlega við hann, þegar hún hafði ekki hugmynd um starf hans, áhuga- mál hans, kunningjahóp hans. Nancy, þú ert erkifífl, bjargaðu þér nú út úr þessu eins Vel og þú getur. Hún kveikti á útvarpinu í örvæntingu sinni. Æsandi rhúmba barst út í herbergið. „Finnst yður gaman að dansa?“ Loks- ins sagði hann eitthvað að fyrra bragði. „Ég elska það.“ „Við slculum reyna þennan hérna.“ Hún lagði hægri hönd sína í hönd hans og studdi þeirri vinstri við öxl hans. Þá gat hún ýtt honurn frá sér, ef hann — já, sem sagt ef hann ... Hjarta hennar tók að hamast ofsa- 'lega. „Þér dansið eins og skógardís,“ sagði hann, þegar hljóðfæraslátturinn þagnaði. „Ég hef ekki dansað í ómunatíð.“ „Ilvers vegna ekki?“ Hún tók í örvænt- ingu sinni tilefni af orðinu, sem hann sagði. „Ég hef ekki tíma til þeSs að gera neitt af því, sem mig langar til.“ „En hvað það er leiðinlegt. Eru það við- skipti, sem þér eruð svona bundinn af?“ „Já. Ég lief ekki séð almennilegt leikrit á þessu 'leikári. Ég hef ekki snætt miðdegis- verð í viðkunnanlegu umhverfi í margar vik- ur. En ég vil ekki þreyta yður með þess hátt- ar. Segið frá — segið frá sjálfri yður. Látið mig vita, hvers vegnga þér stiguð upp í þennan lei'gubíl. Vissuð þér, að ég var með hann ?‘ ‘ „Nei, það var tilviljun.“ Ó, sá sem gæti talað eðlilega, frjálslega. Ó, að hún gæti verið hún sjáif í stað þess að sitja hér á stólbrún í eigin stofu og titra af taugaóstyrlc vegna eigin asnastrika! „Það var heppileg tilviljun,“ sagði hann. „Heyrið þér — hvers vegna sitjum við hvort í sínum enda herbergisins og köllum? Komið nær — Harriet.“ „Við skulum dansa aftur,“ stakk hfin upp á í skyndi. Hvers vegna bauð hann henni ekki út í miðdegisverð ? Gerðu menn það ekki venjulega ? Ilamingjan góða, hvað hún var ringluð, aum og taugaóstyrk. Leikinn var fjörugur, indæll vals í útvarpinu. Hann lagði handlegginn utan um hana. Undir öðrum kringumstæðum hefði hún notið þess. Ef þau hefðu svifið um í danssal, hefðu verið kynnt eins og vera ber, með öll formsatriði í lagi. Hann var ungur, metorðagjarn og vann af kappi. Hann ilmaði af góðu rakkremi og tóbaki. Fötin hans fóru honum vel. Hana langaði til að vita allt um hann. Hún ósk- aði þess, að hann væri ástúðlegur og ridd- aralegur gagnvart henni. Tæki hana alvar- lega. En nú — hún hafði bægt öllu slíku frá sér með hegðun sinni. Allt í einu nam hann staðar. Hljóðfæra- slátturinn hélt áfram, en hann sleppti henni ekki. Varir hans snertu fyrst kinn hennar lauslega — síðan námu þær staðar við munn hennar. Hún ætti að veina, reka upp óp, hefja gauragang og hávaða. Sýna, hvað hún væri dyggðug — nú var tíminn kominn. En innst inni óskaði hún þess ekki. Hún óskaði þess, að hann héldi áfram að kyssa hana. „Skammist yðar,“ gat hún loks stunið upp. „Hvers vegna? Þér óskuðuð, að ég kj'ssti yður, var það ekki?“ „Jú, auðvitað. Ég brann af löngun eftir því, frá því andartaki, er ég sá yður. Og viljið þér nú vera svo góður að fara?“ „Eftir hverju eruð þér eiginlega að sækj- ast, ungfrú Oakes ?‘ ‘ Hún var með grátstafinn í kverkunum. „Ekki eftir yður, John Doe. Ekki eftir yð- ur. Farið — farið nú!“ Hann fann hattinn sinn og hneppti að sér frakkanum án þess að flýta sér. „Ég held líka, að konan mín sé orðin óró- heimilisblaðið 9

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.