Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 30
gefið mig?“ sagði hann við hjúkrunarkon- una, þegar hann liafði heilsað henni. „Já, ég hef heyrt það og mér þykir það mjög sorglegt.1 ‘ „Fyrir hana eða mig?“ spurði hann stutt- ur í spuna og þurrlega. „Fyrir ykkur bæði,“ svaraði hún blíðlega. „Þetta hlýtur að valda yður miklum áhyggj- um og trufla rósemi yðar.“ Hún horfði á liann með blíðum hluttefcn- ingarsvip, og hann svaraði mýkri í máli: „Já, ég hef verið eirðarlaus síðan og haft ákaflega mikiar áhyggjur,“ sagði hann um leið og hann bauð hjúkrunarkonunni sæti og settist við Mið hennar. Ef ég aðeins vissi að hún væri í góðum stað, en hefði ekki fallið í einhverja af þeim snörum, sem svo oft eru ílagðar fyrir þá sem saklausir eru og þekkja efcki s'lægvizku mannanna, þá yrði mér skap- léttara, en þessi óvissa er óþolandi.11 „Átti hún hvergi neitt kunningjafólk?“ spurði hjúkrunarkonan alvarleg og hugsandi. „Nei, ég er viss um að hún átti ekkert kunningjafólk, það sagði hún mér oft, og Hope var mjög sannorð og hreinskilin. Eg gat að vísu hugsað, að hún hefði farið til konunnar, sem hún var hjá, þegar móðir henn- ar dó, en hún kvaðst ekkert um hana vita.“ „Fyrst hún endilega vildi yfirgefa yður, en Skiljanlegt að hún mundi ekki fara þang- að.“ „Því vildi hún endilega yfirgefa mig?“ sagði læfcnirinn óþolinmóður. „Ég vildi þó láta henni líða vel og reyna til að gera hana hamingjusama. En liún var ekki ánægð með það sem ég gat veitt henni. Það lítur nú svo út, sem ég hafi ekki breytt rétt við hana.“ Læknirinn sagði þetta svo hnugginn, að hjúkrunarkonan kenndi sárt í brjósti um hann. „Þér skuluð sanna að á endanum mun allt breytast til batnaðar fyrir yður,“ sagði hún, „ég er sannfærð um að þér finnið aftur litlu konuna yðar og þá mun sambúð ykkar fara vel.“ „Haldið þér í alvöru að við getum aftur farið að búa saman eins og ekkert hafi í skor- izt? Nei, ég hef farið að eins og heimskingi. Og ég hefði átt að geta séð það, áður en það var um seinan, á þeim tíma sem ég hugðist gera góðverk með því að gifta mig.“ „Þá leit svö út sem það væri rétt gert,“ sagði hjúkrunarkonan blíð'lega. „Mér er hugfró í því að heyra yður tala þannig,“ sagði hann og horfði svo innilega á hana að hún roðnaði. „Ég hefði getað fund- ið þá réttu, en ég gefck fram hjá henni af ósfciljanlegri blindni.“ Þessi orð ásamt hinni illa duldu aðdáun í svip læknisins, gerði hjúkrunarkonunni helzt til heitt um hjartarætur, en hún var ekki sú kona, sem vildi byggja hamingjuvonir sínar á gæfuhruni annarra. Hún leit því framan í lækninn með svip, sem ekki faldist annað í en stillileg Muttekning og vinátta. „Haldið þér ekfci, að heimskulegt sé að horfa mjög mikið á liðna tímann og ergja sig yfir þeirri óforsjálni, sem hefur haft þær afleiðingar, er ekki verður bætt úr? Ég veit vel, að það er einfeldniSlegt af mér að vera að segja yður þetta, sem ég hugsa, að þér sé- uð mjög þrekmikill maður. En ég lít svo á, að það sé ávállt vottur um þrekleysi að æðr- ast um orðinn hlut. Það eru ekki sannir þrek- menn, sem endalaust sjá eftir og eru hugsjúk- ir út af glappaskotum þeim, sem þeir kunna að hafa gert af heimsku eða óforsjálni.“ Hann leit til hjúkrunarkonunnar og það brá fyrir brosi á andliti hans, síðan sagði hann: „Svo þér haldið að ég sé þrekmaður?“- „Já, ég hef haldið að þér væruð mesti þrek- maður, en ef ti'l vill kemst ég að þeirri nið- urstöðu að þér munuð vera að missa kjark, ef þér sölckvið yður ofan í ónauðsynlegt ang- ur og ásakanir út af atburðum, sem gengnir eru um garð.“ „Haldið þér, eins og svo margir, að ég liafi lagt hendur á konu mína, svo að hún þess vegna hafi yfirgefið mig?“ Hann sagði þetta með beiskju, og hún leit undan, svo hann sæi efcki meðaumkun þá, sem hún fann að lýsa mundi sér í svip hennar. „Hjónaband yðar er svo vafasamt tiltæki,“ sagði hún með hægð, „svo það var raunar ekfcert undarlegt, að það færi út um þúfur, að minnsta kosti um sfceið. Sambúðin hlaut að verða bæði erfið fyrir yður og hana, ef til vill —.“ „Ef til vill hvað ?“ „Ef til vill hafið þér stundum gleymt því hvað hún var ung — naumast annað en barn — og eitt af þeim börnum, sem mun hafa 30 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.