Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 26
lilæja að framsetningii lögreglustjórans, en brosið hvarf af vörum hans, og hann svaraði alvarlega: „Konan mín var aðeins barn, er við gift- umst. Og er hún hvarf mér hafði hún eigi breyzt að neinu. Þetta hefur hún allt gert í barns'legri reiði og ofsa. Guð gefi —“ Hann lauk ekki við setninguna. Verið gat og að lögregilustjórinn ætti dætur og gæti tekið undir með honum og sagt: „Guð gefi að mér auðnist að sjá hana aftur unga og óflekk- aða sem hún var, er hún hvarf mér.“ Augu þeirra mættust. Báðir skildu þeir hvor annan. Miles kvaddi og fór. Nú 'liðu margir dagar, vikur og mánuðir. Miles var orðinn úrkula vonar að sjá brúði sína aftur. Sorgin og samvizkubitið hafði rist djúpar rákir á enni lians og andlit. Bn það var aðeins ein kona sem vissi, hvað þessum harða, drambsama manni leið og bjó í brjósti. Enginn annar en þessi kona vissi, að hin harða ske’l, er til margra ára hafði lukt um sálarlíf þessa manns, var nú að því kom- in að springa. Og að harmur sá er hvarf Iíope hafði valdið honum, var að gerbrteyta honum. Maðurinn, er áður var strangur og skapstirður, var nú orðinn þolinmóður, vor- kunnsamur og mi'ldur í dómum sínum. Þessi kona, er var eina huggun hans þessa daga og einlæg vinkona, var Grace systir. IX. Sama dag og Hope istrauk frá manni sín- um, sat frú Bailey alein heima hjá sér í innri Skrifstofu sinni. Hún var eigandi hinnar góð- kunnu árðningarstofu fyrir kvenfólk, og var góðlynd kona og bjartsýn, sem óspart brýndi fyrir kvenþjóðinni, að það ætti ekki að láta erfiðleika lífsins yfirbuga sig. Það var hlýtt og skrautlegt þarna inni á skrifstofunni hjá frúnni. Veggarnir voru klæddir Ijósleitum rósapappír og héngu á þeim hér og hvar fögur málverk, en blóm- körfur stóðu á borðinu. Úti var skuggalegt veður og allmikil rigning. í næsta herbergi fyrir framan sát aðstoðarstúlka frúarinnar og var að vélrita. Prúin sem líka sat við skriftir, tók eftir því að ritvélin hætti að tikka. ún stóð þá upp og gekk fram að dyr- unum til að vita, hvort nokfkuð væri um að vera. Stúlkan kom þá á móti henni og mælti: „Það er einhver kvenmaður frammi, sem óskar eftir að taia við yður.“ „Mundi hún vera að sækja um vist í þessu veðri?“ sagði frúin. „Hún lítur ekki út fyrir að vera vön við vinnu eða að vera í vist,“ sagði stúlkan, „og svo er hún blaut og hrakin af veðrinu.“ „Vesalingurinn, það er ekki svo undarlegt þótt hún sé vot í þessu veðri, látið hana koma inn til mín, hún getur setið hér við ofninn, svo fötin hennar þorni ofurlítið.“ Aðstoðarkonan fór þá fram og kom aftur að vörmu spori og opnaði skrifstofudyrnar fyrir ungri stúlku, sem var svo aumingja'leg og hrakin af veðrinu, að frúin komst við og gekk á móti henni og mælti í hluttekningar- róm: „Kæra barn, en hvað þér eruð vot, komið nú héma að ofninum, svo fötin yðar geti þornað og yður hlýnað.“ Aðkomustúlkan varð við þessari áskorun með þakklætisbrosi, og færði sig að ofninum. Meðan hún Stóð þar hálffeimin, horfði frú Bailey á hana rannsakandi augum. „Nei, hún líkist ekki mínum vanalegu um- is8dkjendum,“ hugsaði hún með sér, „ég er nærri viss um að hún hefur aldrei fyrr sótt um vist.“ Aðkomustúlkan var mjög föl og leit þreytu- lega út, og frúin þóttist verða vör við ótta og angist í augnaráði hennar, sem hafði þau áhrif á hana, að hún fór að kenna í brjósti um hana, og þóttist viss um að hún mundi eiga bágt. En frúin gat ekki gert sér ljóst af hvaða sauðahúsi þessi unga stúlka helzt mundi vera. Að hún naumast mundi vera kornin af barnsaldrinum, var hún í engum vafa um, en það voru nokkrir drættir í hinu fölleita andliti, eitthvað við höfuðlagið og höfuðburðinn, sem benti á, að stúlkan væri komin af heldra fólki, þetta var þó í mót- sögn við hinn smekklit.la klæðnað hennar. „Var það nauðsynlegt fyrir yður að fara út í þetta vonda veður?“ sagði frúin í mild- um róm, þegar hún með handfclæði hafði að nokkru þerrað regnvatnið af gestinum. „Það rigndi eklci þegar ég fór út,“ sagði stúlkan með hægð, „og mér fannst ég vera neydd til að reyna að útvega mér vist, af því ég er nú heimiliSlaus.1 ‘ Þessi orð voru tðluð þannig, að þau báru 26 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.