Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 7
við hjálpsama sporvagnastjóra, g-óða lögreglu- þjóna á miklum umferðarhornum, liðlega af- greiðslumenn í verzlunum, en það verður aldrei meira en bros og athugasemd um veðr- ið. Hér á skrifstofunni eru alls engin tæki- færi fyrir unga stúlku. Þeir af starfsfólkinu, sem eru elcki orðnir fimmtugir, eru undir tvítugt og sleikja frímerki, ef undan er sliil- inn lir. Colridge, sem elskar konuna sína og hr. Bates, sem á þrjir börn.“ „Húsbóndinn brojsti. „Það er líklega eitt- hvað til í þessu, ungfrú Redfern,“ sagði hann. „Iívað viðvíkur launahækkun yðar, skal ég taka það atriði til nákvæmrar athugunar. Bg • efast alls ekki um, að þér eigið skilið að fá launahækkun ...“ v „Þakka yður fyrir, hr. Medbury.“ Gamall, elskulegur og málgefinn maður, hugsaði Nancy, þegar hún var setzt aftur í fremri skrifstofunni. Honum gengur gott til. Auðvitað vil ég gjarna giftast. Hvaða ung stúlka vill það ekki ? En hvar hitti ég boðleg- an ungan mann? Enn er ekki komið svo fyr- ir mér, að ég geri mér að góðu hvern sem er . . Hvernig hitta aðrar stúlkur mannsefnin sín ? Nancy lét hugann reika til vinstúlkna sinna og skólasystra. Lvdia líorne mætti ör- lögum sínum, á meðan þau voru enn í háskól- anum, hann 'las lögfræði og neðri kjálkinn á honum skagaði fram. Unnusti Olive Person var tannlæknir. Þau fundu hvort annað vfir holri tönn. Ivate Carson giftist húsbónda sín- um. En hún, Nancy Redfern, hvað um hana? Átti hún að sitja kvrr og glamra á ritvél á skrifstofu hr. Medburvs, þangað til hún drægi sig í hlé vegna elli og' útvegaði sér kött og kanarífugl? Hún gat ekki tekið sér stöðu úti á götu og sagt við einhvern karlmanninn: „Herra minn, mér geðjast vel ‘að útliti yðar. Þér virðist duglegur, áreiðanlegur og skír- lífur. Ég hef eltker’t fyrir stafni í kvöld. Reyndar ekki heldur annað kvöld. Hvernig væri það ef við rugluðum reitum okkar sam- an ...“ Hr. Medbury kom rjátlandi gegnum skrif- stofuna. Hann líktist þriflegum og viðfelldn- um jólasveini. „Jæja, ungfrú Redfern, eruð þér að hug- leiða það, sem ég' sagði áðan?“ Nancy leit sakbitin niður fyrir sig. Hún hafði beðið um launahækkun fyrir stundar- fjórðungi — nú sat hún hérna iðjulaus — og hugsaði um karlmenn. „Eruð þér að fara strax, hr. Medbury? Ég hef e'kki lokið við þetta bréf.“ „Það gerir ekkert til.“ Hann hló. „Ég ætla að bæta við eftirskrift á morgun. Það liggur alls ekki á, ungfrú Redfern. Vitið þér annars, hvað þér eigið að gera, ef þér óskið yður eig- inmanns? Þér eigið sjálf að fara út og finna hann. Það er í rauninni mjög einfalt. Leitið að honum á sama hátt og leitað er að stöðu. Iíann kemur ekki, þó að þér sitjið og snúið þumalfingrunum og vonið og óskið. Góða nótt, ungfrú Redfern.“ Iíræðilegur, gamall maður. Klukkan sló fimm. Nú rigndi. Regnið streymdi niður. Nancy stóð kyrr á efsta þrepinu. Hún var í nýju kápunni sinni og með bláa hattinn sinn, sem þoldi ebki regn. Strætisvagninn hossaðist þungur og ofhlaðinn fram hjá bið- stöðinni. Ekkert rúm inni í honum. Fólk hékk í lykkjuniun, stóð í kös alveg út á fótpallinn. Enginn leigubíll sást á allri götunni. Jú, þarna kom einn núna. Ilann nam staðar neðst við tröppurnar þar sem hún stóð. Maður kom út. Ilann skundaði fram lijá henni inn í bygg- inguna. Hún sá snöggvast vangasvip hans. Skuggaleg'ur og óþolinmæðislegur vangasvip- ur. Hann var ungur. Ilann var vel klæddur, það sá hún líka Samkvæmt uppskrift hr. Medburys hefði hún átt að bregða fyrir hann fæti, svo að hann dvtti. Því næst hefði hún átt að setjast ofan á hann og neita að standa upp fyrr en hann lofaði að kvænast henni. Allt í einu hljóp hún niður tröppurnar. Hún stökk inn í leigubílinn, sem beið og lok- aði dyrunum á eftir sér. „Afsakið, ungfrú, en það er farþegi hjá mér,“ sagði bílstjórinn. „Þeir eru tveir,“ sagði Nancv glaðlega. „Þó að það væri erkibiskupinn í Kantaraborg, sem þér eruð að flytja í kvöld, verð ég að fá að aka með.“ „Það er undir farþega mínum komið,“ sagði bílstjórinn. „Ef liann segir nei, verðið þér að fara út úr bílnum mótmælalaust. Skilj- ið þér það ?“ „Auðvitað,“ sagði Nancy auðsveip. Og allt í einu var hann kominn inn í leigu- bílinn, dökkhærði maðurinn, sem hafði þotið fram hjá henni á tröppunum. IJann starði reiðilega á hana og sagði: heihilisblaðið 7

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.