Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 31
verið vön við kjass og blíðuhót. Þessa hefur hún e£ til vill saknað.“ „Þér sláið fast, en þér hittið þó, systir,“ og varð honum ósjálfrátt að nefna hjúkrun- arkonuna því nafni, sem hún var nefnd á spítalanum, „en hvort sem það nú heldur verður nefnt þrek eða þrekleysi, þá mun ég til æviloka finna til innri ásökunar, fyrir að mér auðnaðist ekki að gera þetta barn ham- ingjusamt.“ „Móðir yðar er mjög áfram um, að þér ferðist eitthvað til að hvíla yður,“ sagði hún eftir dálitla þögn. „0,“ sagði hann með snert af óþolinmæði, „móðir mín hugsar ávallt svo mikið um hvíld og bústaðasldpti, en ég hugsa að þér skiljið, að það er vinna og mikil sörf, sem langbezt hjálpa mér.“ „Já, það get ég mjög vel skilið.“ „Lafði Dimsdal, sem ekkert er nema gæðin, hefur boðið mér út til Prettowe. Bg sé að frændi hennar er hér í kvöld, og ég býst við að hann endurtaki heimboðið. Þetta er ágæt- isfólik, en mér er ómögulegt að una iðjuleys- islífi úti á landi, einkum þessa heitu daga. Því meir sem ég hef að gera um þessar mundir, því betur líður mér.“ „Já, ég ski'l þetta mjög ve!,“ sagði hjúkr- unar-konan blíðlega, og læknirinn leit þakk- látlega til hennar fyrir samhyggð hennar og hluttekningu. Viðræður þeirra urðu e-kki lengri í þetta skipti, því aðrir gestir komu og ávörpuðu hjíikrunarkonuna, en læknirinn yfirgaf hana og fór að hugsa um að hverfa heim, þegar hann sæi tæiíifæri til, án þess eftir því yrði tekið hvað snemma hann færi, en í þeim svif- um fann hann að hönd var lögð á öxl lians og mælt var með rödd, sem hann kannaðist við: „Herra Anderson, það gleður mig að ég þó loksins gat náð í yður. Eg bjóst við því að geta hitt yður hér, og fór því hingað með Forteskne-fólkinu, sem er í frændsemi við ykkur mæðginin. En hlustið nú á mig, læknir, þér lítið út mjög þreytulega. Og mikil störf eru eigi sem hollust um þetta leyti árs, er nú ekki hægt að fá yður til að bregða yður til Prettowe og dvelja þar um tíma, þótt ekki væri nema svo sem viku?“ Læknirinn hristi höfuðið og brosti. „Það er ákaflega vingjarnlegt af lafði Dimsdale að bjóða mér þetta. En ég hef svo mi'kið að starfa um þessar mundir, að ég get ekki verið að heiman nokkurn dag.“ „Ekki einu sinni á sunnudaginn?“ „Sunnudagurinn er ekld ævinlega hvíldra- dagur fyrir mig,“ svaraði læknirinn hlæj- andi. „Stundum kemst ég í kirkju, en oftar verð ég þá daga að fara í lækningaferðir út á land, en þess á milli að -svara bréfum, sem ég hef ekki haft tíma til að svara í vikunni.“ „Fósturforeldrar mínir, og ég sömuleiðis, verða fyrir vonbrigðum, ef þér komið ekki,“ sagði hinn ungi maður, sem ávarpað hafði lækninn lcurteislega. „En þér lcomist aldrei hjá því að koma út til okkar. Einhvern dag- inn mun fóstra mín láta vitja yðar sem lækn- is, því hún vill -ekki leita til þessa ónytjungs, sem við höfum fengið sem lækni þar úti.“ „Svo þið hafið fengið nýjan lækni,“ spurði Miles. „Já, það er lítill og leiðinlegur ístrukútur með voðalega konu, og ennþá ægilegri krakka, sem haga sér eins og dálitlir ræningjar.“ „Þau eru ef til vill í eftirlæti,“ sagði Miles, sem var alveg sama um þetta fólk. „Já, það eru nokkurs konar eftirlætis apa- kettir, sem flækjast um allt með barnfóstru, unga og þreytulega, sem á víst ekki sjö dag- ana sæla hjá þeim og frúnni, enda kváðu þessar barnfóstur þar sjaldan eira mánuði lengur.‘ ‘ „Já, ég vorlcenni ávallt þessum barnfóstr- um; þær eiga oft erfiða daga ,og hafa litla von um að komast í betri stöðu. En þetta tal minnir mig á að fóstra yðar óskaði eftir að ráða til sín aðstoðarstúlku fyrir nokkru; hafi hún nú ekki fengið Slíka, mundi ég geta vís- að henni á stúlku, sem ég hygg að væri við hennar hæfi.“ Meðan læknirinn sagði þetta, lagði liann hendina á handlegg hins unga manns, þannig að rafljósið skein á hana, svo hringur, sem hann bar á litla fingri vinstri handar, glóði í iljósbirtunni. Þetta var enginn karlmanns- hringur. Hinn ungi Dimsdale kom auga á hringinn og virti hann fyrir sér undrandi. „Afsakið,“ sagði hann með ákefð, „hring- urinn yðar vakti eftirtekt mína, hann er ákaflega fallegur og líkist nákvæmlega —.“ „Já, hann er metfé — og konan mín á hann.“ heimilisblaðið 31

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.