Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 15
Það er kunnugt, að selir hafa gaman af tónlist; og tónlistarhæfileikar Lóru komu snemma í ljós. I hvert sinn er Miriam frænka eða ég slógum á nokkrar nótur slaghörpunn- ar, 'kom Lóra höktandi og hallaði sér upp að Slaghörpunni eða — það sem óþægilegra var — upp að fótleggjum okkar. Svo hlustaði hún af miklum ákafa og athygli og með greini- legum fögnuði; stundum dillaði hún öllum skrökknum í takt við lagið. Þegar hljóðfæra- slátturinn hætti, gat hún setið kvrr í margar mínútur og var enn gagntekin af töfrum hans. Þegar ég fór að syngja fallegan, gamlan sálm einn daginn, rak Lóra upp hátt bofs og fór sjálf að syngja. Rödd selsins nær yfir stórt tónsvið — viðfangsefnið nær yfir rvt, frýs, gelt, hvæs, mjálm og væl, sem stígur oft upp úr djúpum bassa upp í skríkjandi disk- ant. Og þar sem hún yfirgnæfði brátt alger- 'lega söng minn, ákvað ég að láta hana syngja og leika svo undir fyrir hana á munnhörpuna mína. Þégar ég 'lék einfalt lag hæfilega hægt, fylgdi hún tónunum með laglausu væli. Áð- ur en vika var 'liðin gat hún haft sig fram úr „Me, me, segir lítið lamb“ og „Danny Boy“ og var langt komin með að læra gam- alt göngulag. Áður en langt um leið tók hún að nauða á mér um að fá munnhörpuna og þrjhsti skeggjuðu trýni sínu upp að andlitinu á mér og reyndi af mMu kappi að ná hljóðfærinu frá mér. Loks setti ég munnhörpuna við munninn á henni. Hún uppgötvaði, sér til mikillar undrunar ,að ekkert hljóð kom úr henni, þegagr hún beit í hana. Iíún gaf frá sér langa vonbrigðastunu, og hinn óvænti tónn, sem nú kom skyndilega frá hljóðfær- inu, örvaði hana til nýrrar tilraunar. Skömmu síðar fór ég í gönguferð. Þegar ég kom heim, kváðu furðulegustu tónar við frá húsi okkar. Lóra hafði komizt að aðferð- inni við að anda að sér og frá, og hún var orðin alveg uppgefin við að soga og blása í hljóðfærið — hún virtist ekki hafa gert annað, síðan ég fór að heiman. Einn af vinum mínum, sem hafði verið í heimsókn hj>á okkur, sendi Lóru leikfangs- lúður, og áður en langt um leið gat hún fram- leitt ærandi dunur, þegar honum var hald- ið upp að munni hennar. Annar aðdáandi hennar sendi henni lítinn xýlófón, og hún lærði brátt að halda á tréhamrinum í munn- inum og slá á málmnóturnar, sem ég benti á. Upp frá þessu var sjaldan friður í húsinu. Kunningjar ökkar virtust hafa mjög gam- an af „tónlist“ Lóru, og við höfðum í raun og veru grun um, að sumir þeirra heimsæktu okkur fyrst og fremst til þess að hlusta á hana. „Hvar er Lóra?“ var venjulega fyrSta spurningin. „Úti í vatni.“ „Nú — en getið þið eikki fengið hana inn ‘ Svo þrömmuðum við niður að vatninu, og var einn gestanna með lúður Lóru í hendinni. Eg kallaði á hana, og andartald síðar var hún komin í land og var mjög hrifin, er lúðr- inum var þrýt að vörum hennar, svo að hún gæti spilað „Me, me, segir lítið lamb.“ Einum frænda minna, sem hélt hljómleika- kvöld í hverjum mánuði á heimili sínu fyrir útan Aberdeen, datt í hug, að láta Lóru taka þátt í einu þéssara hljómleikakvölda. Þess vegna fór ég — með kvíða og ill hugboð í hjarta — ásamt Lóru af stað til Andrews frænda, og við héldum svo inn í dagstofuna hið ákveðna kvöld. Á fyrri hluta skemmtun- arinnar átti að koma fram þekkt söngkona, síðan hannonikuleikari og loks Lóra. Ég var ekki viss um, að Lóra mundi fallast á þá niðurröðun. Söngkonan tók sér stöðu við slaghröpuna, brosti til okkar allra og lióf söng sinn ókvíðin. Iiún hafði varla sungið tvo tóna, áður en hið óhjákvæmilega gerðist: Lóra rak upp drynj- andi tón, sem byrjaði alveg niðri í bassa og sveiflaðist því næst upp á háa C. Jafnvel heill karlakór hefði ekki getað yfirgnæft hana, og söngkonan var svo hyggin að hætta söng sín- um. Áheyrendurnir voru að springa af h'látri. Þegar kyrrð var nokkurn veginn komin á aftur, stakk einn af gestunum upp á, að Lóra skyldi fá að koma fram fyrst og hinir lista- mennirnir á eftir. Á þann hátt gæti hún flutt dagskrárlið sinn og mundi svo áreiðanlega hlusta á hina á eftir. (Það var greinilegt, að viðkomandi maður þekkti ekki mikið til sela, en um þetta leyti hafði ég misst iir höndum mér alla tilsjón með frdkari þróun viðburð- anna). Tveir sterkir menn lyftu Lóru upp á slaghörpuna, svo að ailir gætu séð hana vel, og settu xýlófóninn fram fyrir hana. Ég tólc mér stöðu við hliðina á slaghörpunni, tilbúin til þesS að benda á réttu málmnóturnar, ef heimilisblaðið 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.